Umfjöllun og viðtöl: HK - KA 1-2 | Ásgeir hetja KA í endurkomusigri Dagur Lárusson skrifar 7. maí 2023 19:09 vísir/hulda margrét KA kom til baka og bar sigur úr býtum gegn HK í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 2-1 en það var Ásgeir Sigurgeirsson sem skoraði bæði með KA eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Það voru HK-ingar sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en sem fyrr var varnarleikur liðsins virkilega sterkur sem og skyndisóknirnar. HK skoraði einmitt úr einni skyndisókn á 23.mínútu en þá unnu þeir boltann á miðjunni og voru fljótir að koma boltanum á vinstri kantinn þar sem Marciano Aziz fékk hann, leitaði inn á við í átt að teignum áður en hann lét vaða. Boltinn fór í varnarmann og í stöngina og inn. Gríðarlega fallegt mark og HK-ingar komnir yfir. Staðan var 1-0 í hálfleik en í seinni hálfleiknum mættu gestirnir grimmir til leiks og það leið ekki á löngu þar til staðan var orðin jöfn en það gerðist á 62.mínútu. Varnarmaður HK missti þá boltann á slæmum stað og Hallgrímur Mar fór á ferðina, lék á annan varnarmann áður en hann gaf boltann fyrir á varamanninn Ásgeir Sigurgeirsson sem þurfti lítið annað að gera en að koma boltanum yfir línuna. Staðan orðin jöfn og hálftími eftir. Bæði lið átti sín færi en það voru gestirnir sem skoruðu einnig næsta mark og það mark var nánast ótrúlegt. Þá fékk Ásgeir boltann inni á eigin vallarhelming og ákvað að fara af stað og hann hljóp framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum áður en hann var kominn inn á teig. Þar átti hann laust skot meðfram jörðinni sem rataði þó í markið og KA komið yfir. Mögulega mark tímabilsins hingað til. HK-ingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en það gekk ekki og því voru það gestirnir sem fengu stigin þrjú. Af hverju vann KA? Ég veit ekki hvað Hallgrímur sagði við sína menn í hálfleik en það var mikið meiri kraftur í þeim í sóknarleiknum í seinni hálfleiknum, leikmenn að láta finna fyrir sér og taka menn á með boltann. Hverjir stóðu uppúr? Ásgeir Sigurgeirsson stelur fyrirsögnunum, þvílík innkoma en Hallgrímur Mar var einnig frábær hjá KA. Hvað gekk illa? Það má segja að varnarmistökin í fyrra marki KA hafi komið gestunum á bragðið, ákveðið einbeitingarleysi sem var ekki að gerast þar í fyrsta sinn í leiknum. Hvað gerist næst? Næsti leikur KA er gegn Val á laugardaginn á meðan HK mætir Keflavík. Hallgrímur Jónasson: Ég var ósáttur með hugarfarið Hallgrímur Jónasson er þjálfari KAVísir/Hulda Margrét „Já og nei, ég er ekki sáttur með fyrri hálfleikinn og þá aðallega hvað varðar hugarfar leikmanna okkar,“ svaraði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir leik liðsins gegn HK er hann var spurður hvort hann væri sáttur með sitt lið eftir leik. „Mér fannst HK vilja þetta meira, þeir voru með jákvætt hugarfar og voru tilbúnir að berjast og náðu að skora fyrsta markið og mér fannst þeir vera betri en við. En síðan ræddum við ákveðna hluti í hálfleiknum og ég var virkilega ánægður með svörin sem ég fékk þar,“ hélt Hallgrímur áfram. „Við gerðum smá áherslubreytingar, komum með annað hugarfar og sýndum gæðin okkar og því fannst mér seinni hálfleikurinn vera flottur hjá okkur.“ Hallgrímur sagðist hafa látið sína menn heyra það í hálfleiknum. „Ég gerði þeim einfaldlega ljóst fyrir að ef þeir ætluðu að spila svona að þá værum við ekki að fara að gera neitt í sumar. Eins og ég segi þá var ég ósáttur með hugararið, mér fannst eins og leikmenn ætluðu að koma hingað og gera þetta á 95% krafti og það er ekki í boði gegn liði eins og HK,“ endaði Hallgrímur á að segja eftir leik. Ómar Ingi Guðmundsson: Við vorum betri í fyrri en þeir í seinni Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara gríðarlega svekktur, mér fannst við gera nóg til þess að ná allaveganna einu stigi úr þessum leik,“ byrjaði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, að segja eftir leik. „Já við vorum kannski að einhverju leyti að fara illa með færin okkar í fyrri hálfleiknum. En ef þú spyrð mig hvort þetta séu sanngjörn úrslit eða ekki sanngjörn þá veit ég ekki alveg. Við höfum kannski fengið stig í sumar sem voru kannski ekki sanngjörn og því held ég að á endanum verði þetta alveg sanngjörn niðurstaða,“ hélt Ómar áfram. Ómar vildi meina að að leikurinn hafi verið tvískiptur. „Hvernig þessi leikur lítur út fyrir mér eftir leik þá myndi ég segja að við vorum betri í fyrri hálfleiknum og þeir töluvert betri í seinni hálfleiknum þar til þeir komast yfir því þá tökum við aftur við og þeir falla svolítið frá okkur. Þannig ég myndi segja að þetta hafi verið ólíkir hálfleikar,“ endaði Ómar Ingi á að segja. Besta deild karla HK KA
KA kom til baka og bar sigur úr býtum gegn HK í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 2-1 en það var Ásgeir Sigurgeirsson sem skoraði bæði með KA eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Það voru HK-ingar sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en sem fyrr var varnarleikur liðsins virkilega sterkur sem og skyndisóknirnar. HK skoraði einmitt úr einni skyndisókn á 23.mínútu en þá unnu þeir boltann á miðjunni og voru fljótir að koma boltanum á vinstri kantinn þar sem Marciano Aziz fékk hann, leitaði inn á við í átt að teignum áður en hann lét vaða. Boltinn fór í varnarmann og í stöngina og inn. Gríðarlega fallegt mark og HK-ingar komnir yfir. Staðan var 1-0 í hálfleik en í seinni hálfleiknum mættu gestirnir grimmir til leiks og það leið ekki á löngu þar til staðan var orðin jöfn en það gerðist á 62.mínútu. Varnarmaður HK missti þá boltann á slæmum stað og Hallgrímur Mar fór á ferðina, lék á annan varnarmann áður en hann gaf boltann fyrir á varamanninn Ásgeir Sigurgeirsson sem þurfti lítið annað að gera en að koma boltanum yfir línuna. Staðan orðin jöfn og hálftími eftir. Bæði lið átti sín færi en það voru gestirnir sem skoruðu einnig næsta mark og það mark var nánast ótrúlegt. Þá fékk Ásgeir boltann inni á eigin vallarhelming og ákvað að fara af stað og hann hljóp framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum áður en hann var kominn inn á teig. Þar átti hann laust skot meðfram jörðinni sem rataði þó í markið og KA komið yfir. Mögulega mark tímabilsins hingað til. HK-ingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en það gekk ekki og því voru það gestirnir sem fengu stigin þrjú. Af hverju vann KA? Ég veit ekki hvað Hallgrímur sagði við sína menn í hálfleik en það var mikið meiri kraftur í þeim í sóknarleiknum í seinni hálfleiknum, leikmenn að láta finna fyrir sér og taka menn á með boltann. Hverjir stóðu uppúr? Ásgeir Sigurgeirsson stelur fyrirsögnunum, þvílík innkoma en Hallgrímur Mar var einnig frábær hjá KA. Hvað gekk illa? Það má segja að varnarmistökin í fyrra marki KA hafi komið gestunum á bragðið, ákveðið einbeitingarleysi sem var ekki að gerast þar í fyrsta sinn í leiknum. Hvað gerist næst? Næsti leikur KA er gegn Val á laugardaginn á meðan HK mætir Keflavík. Hallgrímur Jónasson: Ég var ósáttur með hugarfarið Hallgrímur Jónasson er þjálfari KAVísir/Hulda Margrét „Já og nei, ég er ekki sáttur með fyrri hálfleikinn og þá aðallega hvað varðar hugarfar leikmanna okkar,“ svaraði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir leik liðsins gegn HK er hann var spurður hvort hann væri sáttur með sitt lið eftir leik. „Mér fannst HK vilja þetta meira, þeir voru með jákvætt hugarfar og voru tilbúnir að berjast og náðu að skora fyrsta markið og mér fannst þeir vera betri en við. En síðan ræddum við ákveðna hluti í hálfleiknum og ég var virkilega ánægður með svörin sem ég fékk þar,“ hélt Hallgrímur áfram. „Við gerðum smá áherslubreytingar, komum með annað hugarfar og sýndum gæðin okkar og því fannst mér seinni hálfleikurinn vera flottur hjá okkur.“ Hallgrímur sagðist hafa látið sína menn heyra það í hálfleiknum. „Ég gerði þeim einfaldlega ljóst fyrir að ef þeir ætluðu að spila svona að þá værum við ekki að fara að gera neitt í sumar. Eins og ég segi þá var ég ósáttur með hugararið, mér fannst eins og leikmenn ætluðu að koma hingað og gera þetta á 95% krafti og það er ekki í boði gegn liði eins og HK,“ endaði Hallgrímur á að segja eftir leik. Ómar Ingi Guðmundsson: Við vorum betri í fyrri en þeir í seinni Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara gríðarlega svekktur, mér fannst við gera nóg til þess að ná allaveganna einu stigi úr þessum leik,“ byrjaði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, að segja eftir leik. „Já við vorum kannski að einhverju leyti að fara illa með færin okkar í fyrri hálfleiknum. En ef þú spyrð mig hvort þetta séu sanngjörn úrslit eða ekki sanngjörn þá veit ég ekki alveg. Við höfum kannski fengið stig í sumar sem voru kannski ekki sanngjörn og því held ég að á endanum verði þetta alveg sanngjörn niðurstaða,“ hélt Ómar áfram. Ómar vildi meina að að leikurinn hafi verið tvískiptur. „Hvernig þessi leikur lítur út fyrir mér eftir leik þá myndi ég segja að við vorum betri í fyrri hálfleiknum og þeir töluvert betri í seinni hálfleiknum þar til þeir komast yfir því þá tökum við aftur við og þeir falla svolítið frá okkur. Þannig ég myndi segja að þetta hafi verið ólíkir hálfleikar,“ endaði Ómar Ingi á að segja.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti