Samstarf

Hver verður iðnaðarmaður ársins 2023?

X977
Ómar Úlfur, smiður og dagskrárstjóri X977 heldur utan um leitina að Iðnaðarmanni ársins, sem fer fram í samstarfi við Sindra.
Ómar Úlfur, smiður og dagskrárstjóri X977 heldur utan um leitina að Iðnaðarmanni ársins, sem fer fram í samstarfi við Sindra.

Leitin að Iðnaðarmanni ársins 2023 er hafin.

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar hér inni á X977.is og er fólk hvatt til að tilnefna sinn uppáhalds bakara, smið, pípara, rafvirkja, múrara, hársnyrti, prentara, klæðskera, úrsmið, bifvélavirkja eða fólk í annarri iðngrein. Setja þarf inn mynd og stutta lýsingu á viðkomandi. Átta aðilar verða að lokum valdir úr tilnefningum af sérstakri dómnefnd og þjóðin kýs svo sigurvegarann hér á Vísi.

Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2023

Leitin fer fram í samstarfi við Sindra sem leggur til glæsilega vinningar. Iðnaðarmaður ársins 2023 hlýtur Dewalt 18v XR 6 véla sett og Blåkläder alklæðnað frá Sindra, að andvirði 340.000 kr!

Skráning hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×