Tónlist

Bombay Bi­cyc­le Club og miklu fleiri bætast í hópinn á Airwa­ves

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Strákarnir í Bombay Bicycle Club eru engir nýgræðingar þegar það kemur að Airwaves tónlistarhátíðinni.
Strákarnir í Bombay Bicycle Club eru engir nýgræðingar þegar það kemur að Airwaves tónlistarhátíðinni. Iceland Airwaves

Þrjá­tíu lista­menn hafa bæst við hóp þeirra sem fram koma á Iceland Airwa­ves tón­listar­há­tíðinni sem fram fer í Reykja­vík 2. til 4. nóvember næst­komandi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá skipu­leggj­endum.

Þar á meðal er enska hljóm­sveitin Bombay Bi­cyc­le Club sem er enginn ný­græðingur á há­tíðinni og kom fyrst til Ís­lands og spilaði á Airwa­ves árið 2010. Fjöldi inn­lendra og er­lendra tón­listar­manna hafa auk ensku strákanna bæst í hópinn.

Þar á meðal eru tón­listar­mennirnir í upp­rennandi pönk­bandinu Sprints, frönsk-amerísku bræðurnir Faux Real, kanadíska söngva­skáldið Andy Shauf, indí elek­tóníkin Ghostly Kis­ses frá Mont­real, norska popp­stjarnan SKAAR, fransk-banda­ríska djass dúettinn DOMi & JD BECK og þýski pródú­s­entinn Donk­ey Kid, á­samt fjöl­mörgum fleirum.



Þá láta ís­lenskir tón­listar­menn sitt ekki eftir liggja á tón­listar­há­tíðinni. Vest­fjarðar­drottningin Árný Margrét mætir til leiks, auk píanómúsíkantsins Ey­dísar E­ven­sen, ný­stirnunum Kóngu­ló, Kusk & Ó­viti og tón­listar­snillingsins Kára. Þá mætir goð­sögnin Mugi­son að sjálf­sögðu til leiks.

Til­kynnt í dag:

Andy Shauf,Anna Gréta, Árný Margrét, Ás­dís, Ash Ol­sen, Bombay Bi­cyc­le Club, Celebs, Cyber, DOMi and JD Beck, Donk­ey Kid, Ey­dís E­ven­sen, Faux Real, Ghostly Kis­ses, Greyskies, GRÓA, Jelena Ciric, JJ Pau­lo, Jon­a­t­han Hul­tén, Kári Egils­son, Kóngu­ló, Kusk & Ó­viti, Kvikindi, Madma­dmad, Markéta Irg­lová, Monikaze, Mugi­son, Sandra­yati, Sig­rún Stella, SKAAR, Soffía, Sprints, Superjava, Super­serious, Til­bury.

Þeir lista­menn sem hafa verið til­kynntir hingað til:

Andy Shauf,Anna Gréta, Árný Margrét, Ás­dís, Ash Ol­sen, Balming Tiger, Blonds­hell, Bombay Bi­cyc­le Club, Cassia, Celebs, Clubdub, Cyber, Dani­il, DOMi and JD Beck, Donk­ey Kid, Ey­dís E­ven­sen, Faux Real, FETISH, Fran Vasilic, Gallus, Ghostly Kis­ses, Greyskies, GRÓA, Jelena Ciric, JJ Pau­lo, Jon­a­t­han Hul­tén, Kári Egils­son, Kóngu­ló, Kristin Sesselja, Knee­cap, Kusk & Ó­viti, Kvikindi, Lime Gard­en, Lón, Love’n’joy, Madma­dmad, Markéta Irg­lová, Monikaze, Mugi­son, Myrkvi, Nanna, Neonme, Sandra­yati, Sig­rún Stella, SKAAR, Soffía, Sprints, Squ­id, Superjava, Super­serious, The Goa Express, The Haun­ted Youth, Til­bury, Trentemøller, Whispering Sons, Yard Act.

Hlusta má á lög tónlistarmannanna sem fram munu koma á hátíðinni í ár á spilunarlistanum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Nanna Bryndís sóló á Airwaves

Tuttugu og tveir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni hafa nú verið tilkynntir. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún kemur fram undir nafni sólóverkefnis síns, Nanna, hér á landi.

Iceland Airwaves valin besta innihátíð ársins 2022

Iceland Airwaves vann verðlaunin „besta innihátíðin“ á Evrópsku hátíðarverðlaununum (e. European Festival Awards) í Groningen í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2020 sem verðlaunin eru afhent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.