Warwick Davis á leið til Íslands í frí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 16:30 Warwick var afar hress þegar hann hitti íslenska hópinn og spenntur fyrir Íslandsförinni í þessum mánuði. Marteinn Ibsen Breski stórleikarinn Warwick Davis er á leið til Íslands í frí í þessum mánuði. Þetta sagði hann íslenskum aðdáendum sem mættu á sérstaka Stjörnustríðsráðstefnu í London um páskana. Þeirra á meðal er Marteinn Ibsen, stjórnarmaður í Íslandsdeild 501st Legion, Icelandic Outpost. Samtökin eru fyrir löngu orðin flestum kunn en meðlimir þeirra klæða sig upp í Stjörnustríðsbúninga, gleðja þannig almenning og styrkja hin ýmsu góðgerðarmál. „Við vorum þarna á Star Wars Celebration í London í algjöru Disney partýi. Það eru einhverjir tugir þúsunda aðdáenda sem mæta þangað og við rákumst bara á Warwick þarna í hurðinni,“ útskýrir Marteinn í samtali við Vísi. Sjálfur bregður hann gjarnan á leik í búningi Svarthöfða. Warwick er einn af frægustu leikurum Bretlandseyja og hefur komið fram í Stjörnustríðsmyndunum, Harry Potter myndunum og Willow myndinni og sjónvarpsþáttunum svo fátt eitt sé nefnt. Marteinn segir að um hafi verið að ræða sannkallaða Stjörnustríðshátíð í London þar sem stærstu stjörnurnar mættu úr myndunum mættu. Forsvarsmenn kvikmyndaversins Lucasfilm tilkynntu þar sömuleiðis ýmsar sjónvarpsseríur og kvikmyndir sem eru í bígerð og tengjast Stjörnustríðsheiminum. „Svo voru sýnd brot úr allskonar verkefnum sem enginn annar má sjá,“ segir Marteinn og fellst á það hlæjandi að hann sitji því á nokkrum hernaðarleyndarmálum Disney samsteypunnar sem á Lucasfilm. Horfðu á Mandalorian með Mandalorian teyminu Meðal þess sem ráðstefnugestir fengu að sjá var nýjasti þátturinn í sjónvarpsþáttaseríunni The Mandalorian. Marteinn segist hafa áttað sig á því að sýningu lokinni að teymið sem gerir þættina var einnig viðstatt sýninguna. Íslenski hópurinn komst að ýmsum hernaðarleyndarmálum um nýtt efni úr Star Wars heiminum á ráðstefnunni. Marteinn Ibsen „Þarna voru Jon Favreu, Dave Filoni og allir leikararnir úr þáttunum. Við tókum ekki eftir því fyrr en eftir að þátturinn var búinn, þá forðuðu þau sér út í myrkrinu.“ Báðir hafa þeir Jon Favreau og Dave Filoni verið helstu sprauturnar í sjónvarpsheimi Stjörnustríðsins sem byggður hefur verið upp undanfarin ár. Mjög áhugasamur um Ísland „Warwick var virkilega hress. Við hittum hann af einskærri tilviljun, hann var að ganga inn um starfsmannainngang fyrir þá sem eru með öðruvísi passa en hinir,“ segir Marteinn. Hann gaf honum merki Íslandsdeildar 501st. „Hann þakkaði kærlega fyrir og spurði hvaðan við værum og þegar við sögðumst vera frá Íslandi sagðist hann einmitt vera að fara til Íslands í næsta mánuði, bara með fjölskyldunni í frí.“ Leikarinn spurði Martein og félaga hvað hann ætti að sjá á Íslandi. „Við sögðum honum að hann ætti bara að sjá allt,“ segir Marteinn hlæjandi. Marteinn segir að hann alveg myndi þiggja fimm sentímetra í viðbót þegar hann bregður sér í búning Svarthöfða.Marteinn Ibsen Maí er mánuður Stjörnustríðs Íslandsdeild 501st hefur að sögn Marteins nóg fyrir stafni í maí. 40 ár eru um þessar mundir síðan Star Wars: Return of the Jedi var frumsýnd í kvikmyndahúsum og var hátíðarsýning í Sambíóum Kringlunni í vikunni. „Við mættum tíu í búning þangað og það var mikil stemning. Ég sé reyndar ekkert út um þennan Svarthöfðahjálm, þannig kannski vorum við fleiri,“ segir Marteinn enn hlæjandi. 501st ætlar svo að fagna sjálfum Stjörnustríðsdeginum sem er 4. maí á Bókasafni Hafnarfjarðar. „Við verðum þar reyndar tveimur dögum síðar, þann 6. maí og ætlum að mæta með hersveit Keisaraveldisins og hvetjum bara alla til þess að mæta í búningum.“ Það verður nóg um að vera hjá hinum íslenska Svarthöfða og félögum í 501st í maí. Marteinn Ibsen Star Wars Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þeirra á meðal er Marteinn Ibsen, stjórnarmaður í Íslandsdeild 501st Legion, Icelandic Outpost. Samtökin eru fyrir löngu orðin flestum kunn en meðlimir þeirra klæða sig upp í Stjörnustríðsbúninga, gleðja þannig almenning og styrkja hin ýmsu góðgerðarmál. „Við vorum þarna á Star Wars Celebration í London í algjöru Disney partýi. Það eru einhverjir tugir þúsunda aðdáenda sem mæta þangað og við rákumst bara á Warwick þarna í hurðinni,“ útskýrir Marteinn í samtali við Vísi. Sjálfur bregður hann gjarnan á leik í búningi Svarthöfða. Warwick er einn af frægustu leikurum Bretlandseyja og hefur komið fram í Stjörnustríðsmyndunum, Harry Potter myndunum og Willow myndinni og sjónvarpsþáttunum svo fátt eitt sé nefnt. Marteinn segir að um hafi verið að ræða sannkallaða Stjörnustríðshátíð í London þar sem stærstu stjörnurnar mættu úr myndunum mættu. Forsvarsmenn kvikmyndaversins Lucasfilm tilkynntu þar sömuleiðis ýmsar sjónvarpsseríur og kvikmyndir sem eru í bígerð og tengjast Stjörnustríðsheiminum. „Svo voru sýnd brot úr allskonar verkefnum sem enginn annar má sjá,“ segir Marteinn og fellst á það hlæjandi að hann sitji því á nokkrum hernaðarleyndarmálum Disney samsteypunnar sem á Lucasfilm. Horfðu á Mandalorian með Mandalorian teyminu Meðal þess sem ráðstefnugestir fengu að sjá var nýjasti þátturinn í sjónvarpsþáttaseríunni The Mandalorian. Marteinn segist hafa áttað sig á því að sýningu lokinni að teymið sem gerir þættina var einnig viðstatt sýninguna. Íslenski hópurinn komst að ýmsum hernaðarleyndarmálum um nýtt efni úr Star Wars heiminum á ráðstefnunni. Marteinn Ibsen „Þarna voru Jon Favreu, Dave Filoni og allir leikararnir úr þáttunum. Við tókum ekki eftir því fyrr en eftir að þátturinn var búinn, þá forðuðu þau sér út í myrkrinu.“ Báðir hafa þeir Jon Favreau og Dave Filoni verið helstu sprauturnar í sjónvarpsheimi Stjörnustríðsins sem byggður hefur verið upp undanfarin ár. Mjög áhugasamur um Ísland „Warwick var virkilega hress. Við hittum hann af einskærri tilviljun, hann var að ganga inn um starfsmannainngang fyrir þá sem eru með öðruvísi passa en hinir,“ segir Marteinn. Hann gaf honum merki Íslandsdeildar 501st. „Hann þakkaði kærlega fyrir og spurði hvaðan við værum og þegar við sögðumst vera frá Íslandi sagðist hann einmitt vera að fara til Íslands í næsta mánuði, bara með fjölskyldunni í frí.“ Leikarinn spurði Martein og félaga hvað hann ætti að sjá á Íslandi. „Við sögðum honum að hann ætti bara að sjá allt,“ segir Marteinn hlæjandi. Marteinn segir að hann alveg myndi þiggja fimm sentímetra í viðbót þegar hann bregður sér í búning Svarthöfða.Marteinn Ibsen Maí er mánuður Stjörnustríðs Íslandsdeild 501st hefur að sögn Marteins nóg fyrir stafni í maí. 40 ár eru um þessar mundir síðan Star Wars: Return of the Jedi var frumsýnd í kvikmyndahúsum og var hátíðarsýning í Sambíóum Kringlunni í vikunni. „Við mættum tíu í búning þangað og það var mikil stemning. Ég sé reyndar ekkert út um þennan Svarthöfðahjálm, þannig kannski vorum við fleiri,“ segir Marteinn enn hlæjandi. 501st ætlar svo að fagna sjálfum Stjörnustríðsdeginum sem er 4. maí á Bókasafni Hafnarfjarðar. „Við verðum þar reyndar tveimur dögum síðar, þann 6. maí og ætlum að mæta með hersveit Keisaraveldisins og hvetjum bara alla til þess að mæta í búningum.“ Það verður nóg um að vera hjá hinum íslenska Svarthöfða og félögum í 501st í maí. Marteinn Ibsen
Star Wars Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira