Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Karl Lúðvíksson skrifar 28. apríl 2023 08:44 1. maí opna vel felst vötnin fyrir veiðimönnum að undanskildum vötnunum á hálendinu en þau opna flest í júní. Veiðimenn eru þegar búnir að hafa aprílmánuð til veiða en veiðin hófst að venju 1. apríl og er ásóknin á þessum tíma langsamlega mest í sjóbirting. Vatnaveiðin fer svo í fullan gang í maí og stendur fram í ágúst og laxveiðitímabilið hefst 1. júní. Það er mikil spenna eins og alltaf fyrir laxveiðisumrinu og útlit fyrir að það verði ágætt vatn í ánum svo stóra spurningin er bara hversu sterkar göngurnar verða. Nýliðun í stangveiði er töluverð og það eru margir veiðimenn og margar veiðikonur sem eru að stíga sín fyrstu skref í veiði í sumar. Sumir búa það vel að hafa einhvern innan fjölskyldunnar sem getur kennt réttu handtökin en það er nefnilega ansi mikilvægt að vera búinn að ná grunntökum á flugukasti áður en farið er til veiða. Það er yfirleitt mun erfiðara að kenna köstin við bakkann heldur en á túni í góðu veðri. Þegar byrjandinn er kominn með grunntökin er tíminn við ána eða vatnið nýttur til að ná betri tökum á köstunum og læra á flugulínuna í vindi og vonandi að setja í fyrsta fiskinn. Það er allt of algengt, og þessu eru leiðsögumenn almennt alveg sammála, að byrjendur sem eru að mæta til dæmis í fyrsta laxveiðitúrinn kunni ekkert að kasta. Leiðsögumenn eru alltaf boðnir og búnir til að kenna öllum að kasta en þeir vilja miklu frekar kenna þér að veiða. Ef þú mætir í veiðitúr þar sem þú færð leiðsögumann og þú er búinn að ná tökum á grunninum í flugukasti er leiðsögumaðurinn að leiðrétta þig kannski og laga smáatriði en ekki að kenna þér frá grunni. Það sem gerist þegar þú mætir með smá kastfærni er að líkurnar á að þú veiðir eitthvað aukast til muna. Það eru nokkuð margir að auglýsa kastnámskeið sem verða haldin í maí og júní og ég hvet ykkur sem hafið einsett ykkur að ná í maríulaxinn í sumar eða fyrsta silunginn á flugu að fjárfesta í kastnámskeiði. Það munar svo ótrúlega miklu að eyða nokkrum klukkutímum á námskeiði til að læra og æfa tökin og mæta þannig betur undirbúinn til að kasta flugu fyrir fisk. Námskeiðin eru ekki dýr í samanburði við veiðileyfin og satt best að segja finnst mér alltaf skrítið þegar óvanir veiðimenn mæta í dýra laxveiðitúra án þess að kunna að kasta flugu. Vissulega getur leiðsögumaðurinn kennt þér en þegar til dæmis tvær stangir deila leiðsögumanni eins og algengt er og tveir veiðimenn eru um hverja stöng ertu ekki að fá mikin tíma með honum og sá tími væri mun betur nýttur til að læra að bera fluguna rétt fyrir laxinn, strippa yfir þennan hyl eða hitcha þessa breiðu heldur en að vera læra fyrstu skrefin í að kasta flugu. Gúgglaði "kastnámskeið" og "flugukastnámskeið", það eru fjölmörg námskeið í boði. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði
Veiðimenn eru þegar búnir að hafa aprílmánuð til veiða en veiðin hófst að venju 1. apríl og er ásóknin á þessum tíma langsamlega mest í sjóbirting. Vatnaveiðin fer svo í fullan gang í maí og stendur fram í ágúst og laxveiðitímabilið hefst 1. júní. Það er mikil spenna eins og alltaf fyrir laxveiðisumrinu og útlit fyrir að það verði ágætt vatn í ánum svo stóra spurningin er bara hversu sterkar göngurnar verða. Nýliðun í stangveiði er töluverð og það eru margir veiðimenn og margar veiðikonur sem eru að stíga sín fyrstu skref í veiði í sumar. Sumir búa það vel að hafa einhvern innan fjölskyldunnar sem getur kennt réttu handtökin en það er nefnilega ansi mikilvægt að vera búinn að ná grunntökum á flugukasti áður en farið er til veiða. Það er yfirleitt mun erfiðara að kenna köstin við bakkann heldur en á túni í góðu veðri. Þegar byrjandinn er kominn með grunntökin er tíminn við ána eða vatnið nýttur til að ná betri tökum á köstunum og læra á flugulínuna í vindi og vonandi að setja í fyrsta fiskinn. Það er allt of algengt, og þessu eru leiðsögumenn almennt alveg sammála, að byrjendur sem eru að mæta til dæmis í fyrsta laxveiðitúrinn kunni ekkert að kasta. Leiðsögumenn eru alltaf boðnir og búnir til að kenna öllum að kasta en þeir vilja miklu frekar kenna þér að veiða. Ef þú mætir í veiðitúr þar sem þú færð leiðsögumann og þú er búinn að ná tökum á grunninum í flugukasti er leiðsögumaðurinn að leiðrétta þig kannski og laga smáatriði en ekki að kenna þér frá grunni. Það sem gerist þegar þú mætir með smá kastfærni er að líkurnar á að þú veiðir eitthvað aukast til muna. Það eru nokkuð margir að auglýsa kastnámskeið sem verða haldin í maí og júní og ég hvet ykkur sem hafið einsett ykkur að ná í maríulaxinn í sumar eða fyrsta silunginn á flugu að fjárfesta í kastnámskeiði. Það munar svo ótrúlega miklu að eyða nokkrum klukkutímum á námskeiði til að læra og æfa tökin og mæta þannig betur undirbúinn til að kasta flugu fyrir fisk. Námskeiðin eru ekki dýr í samanburði við veiðileyfin og satt best að segja finnst mér alltaf skrítið þegar óvanir veiðimenn mæta í dýra laxveiðitúra án þess að kunna að kasta flugu. Vissulega getur leiðsögumaðurinn kennt þér en þegar til dæmis tvær stangir deila leiðsögumanni eins og algengt er og tveir veiðimenn eru um hverja stöng ertu ekki að fá mikin tíma með honum og sá tími væri mun betur nýttur til að læra að bera fluguna rétt fyrir laxinn, strippa yfir þennan hyl eða hitcha þessa breiðu heldur en að vera læra fyrstu skrefin í að kasta flugu. Gúgglaði "kastnámskeið" og "flugukastnámskeið", það eru fjölmörg námskeið í boði.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði