Andi Svavars sveif yfir vötnum þegar Íslandsmet var slegið í tónleikahaldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2023 15:23 Fjöldi tónlistarfólks steig á svið í gær. Brynjar Gunnarsson Sextíu tónlistarmenn, sem voru nánir vinir og kollegar Svavars Péturs Eysteinssonar, eða Prins Póló, stigu á svið í Gamla bíói í gær á styrktartónleikunum Hátíð hirðarinnar. Ekkja Svavars, Berglind Häsler, segir líklegt að Íslandsmet hafi verið slegið í fjölda tónlistarmanna sem kom fram á þessum fjögurra klukkustunda tónleikum. Hátíð hirðarinnar, afmælistónleikar Prins Póló fóru fram í gærkvöldi en aukatónleikar verða í Gamla bíói í kvöld. Svavar Pétur hefði orðið 46 ára gamall í gær. Svavar lést í september eftir langa baráttu við krabbamein. Svavar ræddi baráttuna við meinið opinskátt í Íslandi í dag í nóvember 2021. Svavar kaus ávallt að láta krabbameinið ekki stjórna lífi sínu og tókst á við það af aðdáunarverðu æðruleysi og jákvæðni. Fjölskylda Svavars hefur nú stofnað styrktarsjóð í hans nafni og mun allur ágóði af tónleikunum renna í sjóðinn. „Þetta var algjörlega magnað og allir bara í smá sjokki. Við höldum að þetta sé Íslandsmet og megi hver sem er leiðrétta það en ég fullyrði það af því þetta voru rúmlega sextíu tónlistarmenn, fjórtán atriði á fjórum klukkutímum,“ segir Berglind Häsler, ekkja Svavars, í samtali við fréttastofu. Brynjar Gunnarsson „Þetta er svo mikið í anda Svavars að það er pínu eins og hann hafi verið að skipuleggja þetta með okkur. Þegar við fengum þessa hugmynd í janúar hentum við hugmyndinni niður á blað og sendum á alla hvort þeir væru til í að vera með okkur og svo sögðu bara allir já.“ Þau hafi þannig bara ákveðið að kýla á þetta, og nýta sér allt það hæfileikafólk sem bauðst til að taka þátt. „Einhverjir skynsamari en við hefðu kannski á einhverjum tímapunkti hugsað með sér: Ætli sé ekki betra að einfalda þetta? En við ákváðum að keyra þetta áfram svona. Eftir því sem nær dró runnu á okkur tvær grímur hvort tæknilega séð þetta væri hægt og að við myndum sprengja tímann eða þurfa að sleppa einhverjum. En þetta tókst upp á mínútu. Hver einasti maður var innstilltur á að láta þetta ganga.“ Brynjar Gunnarsson Áhorfendurnir hafi verið mættir stútfullir af kærleik, virðingu og jákvæðni þannig að ofurgleði ríkti í salnum. „Svavar var maður stórra hugmynda og að láta vaða. Sá galdur gerðist í gær. Þetta var stór hugmynd sem varð að veruleika og gekk upp.“ Í kvöld verða aukatónleikar þar sem miðarnir ruku út fyrir gærkvöldið. Þar sem nokkrir listamannanna komust ekki í kvöld munu Mugison, Lay Low, Sigríður Thorlacius og Ómar Guðjónsson bætast í hópinn. Enn eru miðar til sölu fyrir þessa fjögurra klukkustunda tónlistarveislu. Hér fyrir neðan má skoða ljósmyndir frá gærkvöldinu. Valdimar tryllti lýðinn.Brynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonFjöldi tónlistarfólks steig á svið í gær. Brynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar Gunnarsson Tónlist Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hátíð hirðarinnar, afmælistónleikar Prins Póló fóru fram í gærkvöldi en aukatónleikar verða í Gamla bíói í kvöld. Svavar Pétur hefði orðið 46 ára gamall í gær. Svavar lést í september eftir langa baráttu við krabbamein. Svavar ræddi baráttuna við meinið opinskátt í Íslandi í dag í nóvember 2021. Svavar kaus ávallt að láta krabbameinið ekki stjórna lífi sínu og tókst á við það af aðdáunarverðu æðruleysi og jákvæðni. Fjölskylda Svavars hefur nú stofnað styrktarsjóð í hans nafni og mun allur ágóði af tónleikunum renna í sjóðinn. „Þetta var algjörlega magnað og allir bara í smá sjokki. Við höldum að þetta sé Íslandsmet og megi hver sem er leiðrétta það en ég fullyrði það af því þetta voru rúmlega sextíu tónlistarmenn, fjórtán atriði á fjórum klukkutímum,“ segir Berglind Häsler, ekkja Svavars, í samtali við fréttastofu. Brynjar Gunnarsson „Þetta er svo mikið í anda Svavars að það er pínu eins og hann hafi verið að skipuleggja þetta með okkur. Þegar við fengum þessa hugmynd í janúar hentum við hugmyndinni niður á blað og sendum á alla hvort þeir væru til í að vera með okkur og svo sögðu bara allir já.“ Þau hafi þannig bara ákveðið að kýla á þetta, og nýta sér allt það hæfileikafólk sem bauðst til að taka þátt. „Einhverjir skynsamari en við hefðu kannski á einhverjum tímapunkti hugsað með sér: Ætli sé ekki betra að einfalda þetta? En við ákváðum að keyra þetta áfram svona. Eftir því sem nær dró runnu á okkur tvær grímur hvort tæknilega séð þetta væri hægt og að við myndum sprengja tímann eða þurfa að sleppa einhverjum. En þetta tókst upp á mínútu. Hver einasti maður var innstilltur á að láta þetta ganga.“ Brynjar Gunnarsson Áhorfendurnir hafi verið mættir stútfullir af kærleik, virðingu og jákvæðni þannig að ofurgleði ríkti í salnum. „Svavar var maður stórra hugmynda og að láta vaða. Sá galdur gerðist í gær. Þetta var stór hugmynd sem varð að veruleika og gekk upp.“ Í kvöld verða aukatónleikar þar sem miðarnir ruku út fyrir gærkvöldið. Þar sem nokkrir listamannanna komust ekki í kvöld munu Mugison, Lay Low, Sigríður Thorlacius og Ómar Guðjónsson bætast í hópinn. Enn eru miðar til sölu fyrir þessa fjögurra klukkustunda tónlistarveislu. Hér fyrir neðan má skoða ljósmyndir frá gærkvöldinu. Valdimar tryllti lýðinn.Brynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonFjöldi tónlistarfólks steig á svið í gær. Brynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar GunnarssonBrynjar Gunnarsson
Tónlist Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira