Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. apríl 2023 21:10 Þróttarar skoruðu fjögur í dag. vísir/hulda margrét Þróttur vann sterkan sigur á FH í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Eftir jafna byrjun fengu Þróttarar tvö umdeild víti í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir endurkomumark gestanna, sem sýndu góða takta í seinni hálfleik, voru Þróttarar of yfirvegaðir en reynslumikið lið heimakvenna nýtti sterku vopnin sín af bekknum til að gera endanlega út um leikinn, lokatölur 4-1. Leikurinn hófst á jöfnum nótum með bæði liðin að meta stöðu og leikplan andstæðingsins. Veðrið í Laugardalnum versnaði með tímanum og snjóhríð setti svip sinn á leikinn sem varð ansi slabblegur. Þróttarar héldu betur í boltann en voru ekki að skapa færi. Katie Cousins hóf endurkomu sína með liðstjórnarspili en dafnaði þegar leið á fyrri hálfleik. Það var lítið á milli liðanna þar til á 18. mínútu þegar Helgi Ólafsson dæmdi umdeilt víti eftir smá tilhugsun. Það má alltaf deila um hvort brot sé rétt dæmt en FH liðið var afar ósátt með vítið þar sem margir töldu að brotið hefði verið framið fyrir utan vítateig. Táningurinn Katla Tryggvadóttir, efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra, fór á punktinn og skoraði af öryggi - stöngin inn og heimakonur komnar yfir. Allt var svo endurtekið rétt fyrir hálfleik þegar markmaður FH, Aldís Guðlaugsdóttir, braut á Kötlu sem var komin ein í gegn og heimaliðið fékk annað víti. Aftur fór Katla á punktinn og setti sitt annað mark en það að þessum unga leikmanni sé treyst til að taka víti fyrir lið sitt sýnir hversu mikið hún er metin í Laugardalnum. Seinni hálfleikur hófst ólíkt þeim fyrri þar sem bæði liðin fengu færi. Shaina Ashouri byrjaði að láta til sín taka og byrjaði að sigra miðjubaráttuna við Katie Cousins. FH liðið lág í sókn á köflum og voru gríðarlega hættulegar í föstum leikatriðum, þar sem þær voru fyrstar í nær alla bolta. Það kom þó ekki mark fyrr en á 60. mínútu þegar hinn dómglaði Helgi Ólafsson dæmdi þriðja víti leiksins. Í þetta sinn var það FH sem fékk tækifæri til að minnka muninn og það gerði hún Shaina Ashouri. Eins marks munur var á milli liðanna þegar Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar, skipti Freyju Karín inn á. Þessi ungi leikmaður hefur farið á kostum með Þrótti í vetur en hún setti samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur. Hún var ekki lengi að opnað markareikninginn í Bestu fyrir sumarið en það fyrsta kom á 68. mínútu eftir gómsæta utanfótasendingu inn fyrir vörn FH frá Kötlu Tryggvadóttur sem sendi Freyju í gegn og hún gat ekki annað en skorað. Tveir unglingsleikmenn Þróttar að tengja vel saman sem lofar góðu fyrir framtíðina. Það var svo í uppbótartíma þegar Freyja skoraði sitt annað mark. Ruglingur í teig FH eftir hornspyrnu og boltinn endaði hjá Freyju sem kláraði með vel teknum volley. Úrslit leiksins voru því endanlega ráðin og Þróttur hefur tímabilið með sterkum sigri gegn nýliðunum, lokatölur 4-1. Af hverju vann Þróttur? Þróttarar voru hættulegri framar á vellinum en FH-ingar voru ekki með næg vopn. FH átti erfitt með að stoppa samspil Ollu Sigríðar og Kötlu Tryggva en þessir hættulegu leikmenn drógu að sér athygli sem bjó til pláss fyrir Maríu Evu upp hægri kantinn. Álfhildur og Katie Cousins á miðjunni héldu boltanum flæðandi en gæðin og reynslan í leikmannahópi Þróttar var of mikil fyrir nýliðanna. Hverjir stóðu upp úr? Katla Tryggvadóttir var hættulegasti leikmaður vallarins og átti FH erfitt með að stöðva hana. Álfhildur Rósa var varnarjaxl á miðju Þróttar eins og svo oft áður. Freyja Karín kom inn af bekknum og gerði ákall í byrjunarliðssæti með tveimur vel teknum mörkum. Katla Tryggvadóttir var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hvað gekk illa? FH náði ekki að skapa færi fyrir aftan vörn Þróttar en flest skot gestanna komum fyrir framan vörnina og fyrir utan teig. Þrátt fyrir harða baráttu voru gæðin ekki nægileg hjá FH en Hafnarfjarðarliðið mun einnig kvarta um dómarann og áhrif hans á leikinn. Hvað gerist næst? Deildin er rétt hafin og nú byrjar boltinn að rúlla. Þrótti er spáð í topp fjögur sætin á meðan flestir búast við því að FH muni falla niður um deild. Spennandi verður að fylgjast með framvindu liðanna en Þróttarar fara suður og mæta Selfossi í næstu umferð meðan FH spilar sinn fyrsta heimaleik þegar stórlið Vals mætir í Kaplakrika næstkomandi þriðjudag. Guðni: Verðum að taka þetta á kassann Guðni Eiríksson, þjálfari FH, fékk rautt spjald þegar FH mætti Þrótti síðast þegar FH lék í efstu deild.vísir/daníel Guðni Eiríksson, þjálfari FH í Bestu deild kvenna, var vonsvikinn eftir tap kvöldsins. „4-1 og við verðum að taka þetta á kassann. Það er tölfræðin sem skiptir að sjálfsögðu mestu máli, maður fær stig fyrir að sigra þá tölfræði. Ég held að FH liðið hafi verið á flottum stað á mörgum öðrum tölfræðiskrám í leiknum. Við skoruðum eitt mark og andstæðingurinn skoraði fjögur svo það er það sem vantaði upp á.“ Fyrsta mark leiksins kom eftir að Þróttarar fengu umdeilt víti fyrir brot sem virtist byrja fyrir utan teig. „Ég sá þetta eins og allir aðrir. Það er best fyrir mig að vera ekki að tjá mig um það, dómarinn er sá sem er með flautuna og hann flautar víti og við verðum að sætta okkur við það. Það er svo aftur víti og við þurfum að fara í hálfleik með tvö víti á bakinu og 2-0 stöðu.“ FH lið Guðna vaknaði til lífs í upphafi seinni hálfleiks en þjálfarinn vissi að lið hans ætti meira inni. „[Ég sagði þeim] bara að halda áfram, áfram gakk. Við erum lið sem leik eftir leik eftir leik skorum svo við vissum að markið myndi koma. Við skorum og minnkum muninn í 2-1 þá finnst mér momemtum vera algjörlega FH megin og mér fannst mun líklegra að FH liði jafnaði heldur en að Þróttararnir skori. Við fórum hátt upp með liðið til að sækja þetta jöfnunarmark og andstæðingurinn refsaði.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH
Þróttur vann sterkan sigur á FH í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Eftir jafna byrjun fengu Þróttarar tvö umdeild víti í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir endurkomumark gestanna, sem sýndu góða takta í seinni hálfleik, voru Þróttarar of yfirvegaðir en reynslumikið lið heimakvenna nýtti sterku vopnin sín af bekknum til að gera endanlega út um leikinn, lokatölur 4-1. Leikurinn hófst á jöfnum nótum með bæði liðin að meta stöðu og leikplan andstæðingsins. Veðrið í Laugardalnum versnaði með tímanum og snjóhríð setti svip sinn á leikinn sem varð ansi slabblegur. Þróttarar héldu betur í boltann en voru ekki að skapa færi. Katie Cousins hóf endurkomu sína með liðstjórnarspili en dafnaði þegar leið á fyrri hálfleik. Það var lítið á milli liðanna þar til á 18. mínútu þegar Helgi Ólafsson dæmdi umdeilt víti eftir smá tilhugsun. Það má alltaf deila um hvort brot sé rétt dæmt en FH liðið var afar ósátt með vítið þar sem margir töldu að brotið hefði verið framið fyrir utan vítateig. Táningurinn Katla Tryggvadóttir, efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra, fór á punktinn og skoraði af öryggi - stöngin inn og heimakonur komnar yfir. Allt var svo endurtekið rétt fyrir hálfleik þegar markmaður FH, Aldís Guðlaugsdóttir, braut á Kötlu sem var komin ein í gegn og heimaliðið fékk annað víti. Aftur fór Katla á punktinn og setti sitt annað mark en það að þessum unga leikmanni sé treyst til að taka víti fyrir lið sitt sýnir hversu mikið hún er metin í Laugardalnum. Seinni hálfleikur hófst ólíkt þeim fyrri þar sem bæði liðin fengu færi. Shaina Ashouri byrjaði að láta til sín taka og byrjaði að sigra miðjubaráttuna við Katie Cousins. FH liðið lág í sókn á köflum og voru gríðarlega hættulegar í föstum leikatriðum, þar sem þær voru fyrstar í nær alla bolta. Það kom þó ekki mark fyrr en á 60. mínútu þegar hinn dómglaði Helgi Ólafsson dæmdi þriðja víti leiksins. Í þetta sinn var það FH sem fékk tækifæri til að minnka muninn og það gerði hún Shaina Ashouri. Eins marks munur var á milli liðanna þegar Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar, skipti Freyju Karín inn á. Þessi ungi leikmaður hefur farið á kostum með Þrótti í vetur en hún setti samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur. Hún var ekki lengi að opnað markareikninginn í Bestu fyrir sumarið en það fyrsta kom á 68. mínútu eftir gómsæta utanfótasendingu inn fyrir vörn FH frá Kötlu Tryggvadóttur sem sendi Freyju í gegn og hún gat ekki annað en skorað. Tveir unglingsleikmenn Þróttar að tengja vel saman sem lofar góðu fyrir framtíðina. Það var svo í uppbótartíma þegar Freyja skoraði sitt annað mark. Ruglingur í teig FH eftir hornspyrnu og boltinn endaði hjá Freyju sem kláraði með vel teknum volley. Úrslit leiksins voru því endanlega ráðin og Þróttur hefur tímabilið með sterkum sigri gegn nýliðunum, lokatölur 4-1. Af hverju vann Þróttur? Þróttarar voru hættulegri framar á vellinum en FH-ingar voru ekki með næg vopn. FH átti erfitt með að stoppa samspil Ollu Sigríðar og Kötlu Tryggva en þessir hættulegu leikmenn drógu að sér athygli sem bjó til pláss fyrir Maríu Evu upp hægri kantinn. Álfhildur og Katie Cousins á miðjunni héldu boltanum flæðandi en gæðin og reynslan í leikmannahópi Þróttar var of mikil fyrir nýliðanna. Hverjir stóðu upp úr? Katla Tryggvadóttir var hættulegasti leikmaður vallarins og átti FH erfitt með að stöðva hana. Álfhildur Rósa var varnarjaxl á miðju Þróttar eins og svo oft áður. Freyja Karín kom inn af bekknum og gerði ákall í byrjunarliðssæti með tveimur vel teknum mörkum. Katla Tryggvadóttir var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hvað gekk illa? FH náði ekki að skapa færi fyrir aftan vörn Þróttar en flest skot gestanna komum fyrir framan vörnina og fyrir utan teig. Þrátt fyrir harða baráttu voru gæðin ekki nægileg hjá FH en Hafnarfjarðarliðið mun einnig kvarta um dómarann og áhrif hans á leikinn. Hvað gerist næst? Deildin er rétt hafin og nú byrjar boltinn að rúlla. Þrótti er spáð í topp fjögur sætin á meðan flestir búast við því að FH muni falla niður um deild. Spennandi verður að fylgjast með framvindu liðanna en Þróttarar fara suður og mæta Selfossi í næstu umferð meðan FH spilar sinn fyrsta heimaleik þegar stórlið Vals mætir í Kaplakrika næstkomandi þriðjudag. Guðni: Verðum að taka þetta á kassann Guðni Eiríksson, þjálfari FH, fékk rautt spjald þegar FH mætti Þrótti síðast þegar FH lék í efstu deild.vísir/daníel Guðni Eiríksson, þjálfari FH í Bestu deild kvenna, var vonsvikinn eftir tap kvöldsins. „4-1 og við verðum að taka þetta á kassann. Það er tölfræðin sem skiptir að sjálfsögðu mestu máli, maður fær stig fyrir að sigra þá tölfræði. Ég held að FH liðið hafi verið á flottum stað á mörgum öðrum tölfræðiskrám í leiknum. Við skoruðum eitt mark og andstæðingurinn skoraði fjögur svo það er það sem vantaði upp á.“ Fyrsta mark leiksins kom eftir að Þróttarar fengu umdeilt víti fyrir brot sem virtist byrja fyrir utan teig. „Ég sá þetta eins og allir aðrir. Það er best fyrir mig að vera ekki að tjá mig um það, dómarinn er sá sem er með flautuna og hann flautar víti og við verðum að sætta okkur við það. Það er svo aftur víti og við þurfum að fara í hálfleik með tvö víti á bakinu og 2-0 stöðu.“ FH lið Guðna vaknaði til lífs í upphafi seinni hálfleiks en þjálfarinn vissi að lið hans ætti meira inni. „[Ég sagði þeim] bara að halda áfram, áfram gakk. Við erum lið sem leik eftir leik eftir leik skorum svo við vissum að markið myndi koma. Við skorum og minnkum muninn í 2-1 þá finnst mér momemtum vera algjörlega FH megin og mér fannst mun líklegra að FH liði jafnaði heldur en að Þróttararnir skori. Við fórum hátt upp með liðið til að sækja þetta jöfnunarmark og andstæðingurinn refsaði.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti