Lífið samstarf

Átta norrænar kvikmyndir sýndar á nýrri kvikmyndahátíð

Sena
Hátíðin hefst með sýningu myndarinnar Kysset sem byggð er á bók eftir Stefan Sweid, Impatience of the Heart 1939. Alls verða átta myndir sýndar á hátíðinni í Háskólabíó.
Hátíðin hefst með sýningu myndarinnar Kysset sem byggð er á bók eftir Stefan Sweid, Impatience of the Heart 1939. Alls verða átta myndir sýndar á hátíðinni í Háskólabíó.

Hygge er ný norræn kvikmyndahátíð sem fram fer í Háskólabíó 4. til 8. maí. Á hátíðinni verða átta glænýjar kvikmyndir sýndar, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa allar slegið í gegn í sínu heimalandi.

„Áhuginn er alltaf mikill þegar góð norræn mynd kemur í bíó og þær komu sérstaklega margar út í lok síðasta árs og byrjun þessa. Við ákváðum því að búa til hátíð til að fagna norrænum kvikmyndum. Við vonum að hún verði haldin árlega hér eftir,“ segir Lilja Ósk Diðriksdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. 

Hátíðin hefst fimmtudagskvöldið 4. maí á dönsku myndinni Kossinn, og verður boðið upp á fordrykk í andyri Háskólabíós áður en myndin hefst.  Hægt er að kaupa kort á allar myndirnar og staka miða.

Lilja Ósk Diðriksdóttir, framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar.

Lilja segir nafn hátíðarinnar, Hygge, fanga stemminguna vel. 

„Þetta er drama, gaman og smá action en gamanið er heildarþráðurinn. Fólk getur komið í bíó og haft það bæði kósý og skemmtilegt, þetta eru myndir sem gaman er að fara á með maka, vinum eða mömmu og eiga góða kvöldstund. Við Íslendingar tengjum vel við skandinavískan húmor, sem er oft dálítið svartur. Þessar myndir ná til manns og toga aðeins í hjartað. Það er ein krimmamynd á listanum, Underverden 2, sem sló aðsóknarmet í Danmörku, og svo grín/hasarmyndin Sisu. Það eiga því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni,“ segir Lilja.

Hægt er að horfa á kítlur úr myndunum hér fyrir neðan og kaupa miða hér.


Kysset 

Danska kvikmyndin Kysset gerist 1913 og fylgir Antoni sem hefur það helsta markmið að klára þjálfun sína danska í riddaraliðinu. Á meðan á þjálfuninni stendur skipar hann sveit sinni að hjálpa auðmanni úr klípu og hittir í kjölfarið Edith dóttur hans sem lenti í slysi.

Leikstjóri:  Billie August. Myndin er byggð á bók eftir Stefan Sweid, Impatience of the Heart 1939.

Aðalleikari myndarinnar, Esben Smed, fer einnig með aðalhlutverk í Óvæntar aðstæður sem er einnig sýnd á hátíðinni.


Fædre og mødre

Stórskemmtileg dönsk gamanmynd Fædre og mødre fjallar um hjón sem þurfa að fóta sig í gegnum ýmsar áskoranir í nýjum skóla dóttur sinnar. Þegar þau fara með í vinsæla útileguferð skólans reynir sérstaklega á þar sem þau gera allt til þess að vera samþykkt af hinum. Leikstjóri er Paprika Steen. Myndin var stærsta danska opnunarmyndin 2022 í Danmörku og hefur vakið mikla lukku. Stórskemmtilegur svartur húmor. 

Þekktir danskir leikarar eru í myndinni, m.a. Amanda Collin, sem fer með aðalhlutverkið í sci-fi seríu Ridley Scott, Raised by Wolves, og Katrine Greis-Rosenthal sem fór með aðahlutverk í A Taste of Hunger (ásamt Nikolaj Coster-Waldau) sem sló í gegn hér á Íslandi í fyrra.


Jentetur

Stórskemmtileg norsk gamanmynd sem fjallar um líf Lindu eftir slæman skilnað. Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur kynnst fallegri fyrirsætu sem verður hægt og rólega meiri móðurímynd fyrir dóttur þeirra en Linda sjálf. Þegar þær fara saman í skíðaferð ásamt sameiginlegri vinkonu fer allt á hliðina og óvæntir hlutir gerast. 

Leikstjóri er Katarina Launing. Sérstakt vinkonukvöld verður haldið þriðjudaginn 9. maí í Háskólabíói á myndina.


Underverden 2

Danska stórmyndin Underverden 2 er sjálfstætt framhald fyrstu myndarinnar sem fjallar um fyrrum hjartaskurðlækninn Zaid sem nú er í fangelsi eftir að hafa hefnt dauða bróður síns fyrir 7 árum. Þegar hann fær boð frá leyniþjónustunni um að ljóstra upp um stærsta glæpagengi Kaupmannahafnar gegn því að vera látinn laus, sér hann tækifæri til þess að endurheimta fjölskyldulíf sitt. 

Leikstjóri er Fenar Ahmad. Underverden 2 sló aðsóknarmet með með stærstu opnun í bíó á árinu í Danmörku. Myndin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda enda vel gerð og hrikalega góð.


Andra akten

Sænska rómantíska dramamyndin Andra Akten fylgir Evu sem finnst hún hafa lítinn tíma fyrir sér þegar hún er við það að fara á eftirlaun. En þegar vinsamband myndast á milli hennar og stórleikarans Harlod Skoog áttar hún sig á því að lífið er ekki við það að verða búið, heldur einungis rétt að byrja. 

Leikstjóri er Marten Klingberg. Andra akten er yndisleg og rómantísk, gamandrama með stórleikaranum Rolf Lassgard (Exit, A Man Called Ove) og Lena Olin (Hunters).


Meter i sekundet

Danska gamanmyndin Meter i sekundet fjallar um hvernig líf Marie og Rasmus umturnast er þau flytja frá Kaupmannahöfn í afskekkta bæinn Velling þar sem Rasmus hefur fengið starf sem kennari. Rasmus er fljótur að aðlagast á meðan Marie verður fyrir menningaráfalli. Með tímanum áttar Marie sig hægt og rólega á því að mögulega þurfi hún jafn mikið á bænum að halda og bærinn á henni. 

Leikstjóri er Hella Joof. Myndin er byggð á bókinni Meter i sekundet (The Land of Short Sentences) eftir Stile Pilgaard 2020.


SISU

Hasar myndin Sisu frá Finnlandi fjallar um fyrrum hermann sem finnur gull í óbyggðum Lapplands. Er hann ætlar að ferðast með gullið til baka inn í borgina verður hann fyrir óvæntri árás frá hermönnum Nasista. 

Leikstjóri er Jalmari Helander sem er einnig leikstjóri Rare Exports og Big Game. Myndin verður sýnd á Tiff hátíðinni í september. Spennu - grín hasarmynd af bestu gerð.


Lykkelige omstændigheder

Rómantíska gamanmyndin Lykkelige omstændigheder fjallar um Karoline sem verður óvart ólétt. Systir hennar Katrine er hinsvegar með áætlun sem gæti leyst vandamál þeirra beggja, en ekkert fer samkvæmt áætlun. 

Leikstjóri: Anders W. Berthelsen. Anders leikstýrði einnig vinsælu spennumyndinni Held for Ransom 2019. Hann er sjálfur leikari og hefur leikið í fjölmögum kvikmyndum ásamt vinsælu þáttaröðinni DNA






Fleiri fréttir

Sjá meira


×