Lífið

Tekjulaus og alls­laus með fjögur börn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Inga Sæland hefur nú verið á þingi í fimm ár og ætlar sér stóra hluti þar.
Inga Sæland hefur nú verið á þingi í fimm ár og ætlar sér stóra hluti þar.

Formaður Flokk Fólksins Inga Sæland bauð Sindra Sindrasyni í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

Þar sagði Inga allt sem henni finnst enda í flokki sem lætur ekki almenningsálit hafa áhrif á stöðu flokksins eða gjörðir þess.

Inga hefur nú verið fimm ár á alþingi. „Mér finnst fyrst og síðast að við í Flokki fólksins höfum komið fátæktinni í umræðuna hér á landi. Við höfum náð ýmsu fram,“ segir Inga og heldur áfram.

Sjálf þekkir Inga fátækt af eigin raun. Inga sem er 63 ára er fædd og uppalinn á Ólafsfirði þar sem hún giftist og eignaðist fjögur börn, þrjá stráka og eina stelpu. Árið 1994 flutti fjölskyldan síðan til Reykjavíkur þar sem maðurinn hennar fékk vinnu. Hann handleggsbrotnaði hins vegar og vegna læknamistaka gréri handleggurinn aldrei rétt.

„Þetta varð þess valdandi að það varð allt mjög erfitt og snúið fyrir okkur með fjögur börn að vera hér tekjulaus og allslaus. Ég var ekki að vinna þar sem ég er lögblind og hugsaði um mín börn,“ segir Inga.

Hún segist hafa viljað fara á þing þegar hún heyrði umræðu á sínum tíma að yfir níu prósent barna hér á landi lifa við fátækt. „Ég fékk bara alveg nóg, sagði við bóndann að ég ætlaði að stofna stjórnmálaflokk, ég ætla útrýma fátækt á Íslandi,“ segir Inga en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.