Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. apríl 2023 11:27 Villan kom upp eftir að aurarnir voru felldir niður á laugardag. Margir hafa sagt frá upplifun sinni af vænum kortastraujunum á samfélagsmiðlum. vísir/kristján Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. Meðal þeirra sem hafa lent í villum eru Árni Helgason lögmaður. Hann skrifar á Twitter: „Gott móment á kassanum í Hagkaup í morgun að fá ekki heimild á kortinu fyrir appelsínusafa handa syninum. Skoðaði færsluyfirlitið og sá þá skýringu, kallinn var greinilega stór um helgina, straujaði milljón í Byko og 176 þús. á Bæjarins Bestu. Sé ekki eftir neinu.“ Gott móment á kassanum í Hagkaup í morgun að fá ekki heimild á kortinu fyrir appelsínusafa handa syninum. Skoðaði færsluyfirlitið og sá þá skýringu, kallinn var greinilega stór um helgina, straujaði milljón í Byko og 176 þús. á Bæjarins Bestu. Sé ekki eftir neinu.— Árni Helgason (@arnih) April 17, 2023 Fleiri birta færslur. Meðal annars kona sem á að hafa verslað í Krónunni fyrir 642.600 krónur samkvæmt færsluyfirliti á laugardag. Annar verslaði á asískum veitingastað fyrir 57 krónur. Staðan verður leiðrétt sem fyrst „Vegna breytinga sem gerðar voru hjá alþjóðlegu kortasamtökunum um helgina þar sem aukastafir íslensku krónunnar voru fjarlægðir birtist hluti þeirra færslna sem gerðar voru hjá íslenskum söluaðilum með Mastercard korti rangar núna í morgun. Leiðrétting hefur þegar verið send til Mastercard og staða hjá korthöfum verður leiðrétt sem fyrst“ segir í tilkynningu Rapyd (áður Valitor). „Rapyd harmar óþægindin sem þetta hefur haft í för með sér fyrir hlutaðeigandi.“ Villur í Danmörku fyrir helgi Á föstudag voru aurarnir felldir niður i greiðslukerfum VISA og American Express. Urðu nokkrar truflanir á greiðslukortafærslum notenda VISA greiðslukorta Landsbankans, Arion banka og Indó í Danmörku eða í viðskiptum með danskar krónur. Voru dæmi um að færslur hefðu hundraðfaldast. Samkvæmt Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, markaðsstjóra Indó, sagði málið bundið við Danmörku vegna villu þar í landi en hvatti viðskiptavini til að vera vakandi fyrir villum á reikningum sínum. Um tíma var kortum lokað og unnið hefur verið að því að leiðrétta villurnar. Landsbankinn og Arion gáfu út tilkynningar vegna málsins og að færslurnar yrðu leiðréttar. Eins og sjá má á dæmunum að neðan lenti fólk ýmist í því að „greiða“ alltof mikið eða alltof lítið fyrir vöru eða þjónustu. Fyrst fannst mér þetta skrítið, svo hugsaði ég að þetta væri líklega bara eðlilegt gjald í Garðabæ. #sundið #Monaco pic.twitter.com/y9a6IGvBAH— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) April 17, 2023 Ég straujaði fyrir hálfa kúlu í Byko líka. Keypti rollsinn í garðaklórum og gluggasköfum virðist vera.— Gummi Jóh (@gummijoh) April 17, 2023 Gleðilegan mánudag pic.twitter.com/q7Mnixtzai— kvendýr (@assajons) April 17, 2023 Hársprey í Beautybar fyrir 729 þúsund— Ása G. Ásgeirsdóttir (@AsaGudny) April 17, 2023 Sama stemning hér. Verslaði fyrir 1,8 mills í Bónus og ríflega 600 þús í Vínbúðinni. Eintóm veisla framundan hjá mér.— Ævar félagsvísindamaður (@thorolfsson) April 17, 2023 820 þúsund hér fyrir hvítvínsflösku í Ríkinu á laugardag. Gott hvítvín en það þeirra peninga virði. Höfnun á korti í morgun.— Björn Pétursson (@PeturssonBjorn) April 17, 2023 214.000kr hér fyrir 2pullur og gos 😂 pic.twitter.com/AmE8QgjmeO— Gunnar Birgisson (@gunnarb5) April 17, 2023 Ég keypti í fínasta Thai red curry í gær fyrir 57 krónur, þetta nýja hagkerfi hentar mér mjög vel.— Pétur Jónsson (@senordonpedro) April 17, 2023 Lenti einmitt í þessu sama áðan, kortið dugði ekki fyrir skyrdollu og hrökkbrauði í Bónus, kom svo í ljós að ég hafði tekið milljón útúr hraðbanka um helgina 🤣— Skúli Hansen (@HansenSkuli) April 17, 2023 Greiðslumiðlun Íslandsbanki Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa lent í villum eru Árni Helgason lögmaður. Hann skrifar á Twitter: „Gott móment á kassanum í Hagkaup í morgun að fá ekki heimild á kortinu fyrir appelsínusafa handa syninum. Skoðaði færsluyfirlitið og sá þá skýringu, kallinn var greinilega stór um helgina, straujaði milljón í Byko og 176 þús. á Bæjarins Bestu. Sé ekki eftir neinu.“ Gott móment á kassanum í Hagkaup í morgun að fá ekki heimild á kortinu fyrir appelsínusafa handa syninum. Skoðaði færsluyfirlitið og sá þá skýringu, kallinn var greinilega stór um helgina, straujaði milljón í Byko og 176 þús. á Bæjarins Bestu. Sé ekki eftir neinu.— Árni Helgason (@arnih) April 17, 2023 Fleiri birta færslur. Meðal annars kona sem á að hafa verslað í Krónunni fyrir 642.600 krónur samkvæmt færsluyfirliti á laugardag. Annar verslaði á asískum veitingastað fyrir 57 krónur. Staðan verður leiðrétt sem fyrst „Vegna breytinga sem gerðar voru hjá alþjóðlegu kortasamtökunum um helgina þar sem aukastafir íslensku krónunnar voru fjarlægðir birtist hluti þeirra færslna sem gerðar voru hjá íslenskum söluaðilum með Mastercard korti rangar núna í morgun. Leiðrétting hefur þegar verið send til Mastercard og staða hjá korthöfum verður leiðrétt sem fyrst“ segir í tilkynningu Rapyd (áður Valitor). „Rapyd harmar óþægindin sem þetta hefur haft í för með sér fyrir hlutaðeigandi.“ Villur í Danmörku fyrir helgi Á föstudag voru aurarnir felldir niður i greiðslukerfum VISA og American Express. Urðu nokkrar truflanir á greiðslukortafærslum notenda VISA greiðslukorta Landsbankans, Arion banka og Indó í Danmörku eða í viðskiptum með danskar krónur. Voru dæmi um að færslur hefðu hundraðfaldast. Samkvæmt Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, markaðsstjóra Indó, sagði málið bundið við Danmörku vegna villu þar í landi en hvatti viðskiptavini til að vera vakandi fyrir villum á reikningum sínum. Um tíma var kortum lokað og unnið hefur verið að því að leiðrétta villurnar. Landsbankinn og Arion gáfu út tilkynningar vegna málsins og að færslurnar yrðu leiðréttar. Eins og sjá má á dæmunum að neðan lenti fólk ýmist í því að „greiða“ alltof mikið eða alltof lítið fyrir vöru eða þjónustu. Fyrst fannst mér þetta skrítið, svo hugsaði ég að þetta væri líklega bara eðlilegt gjald í Garðabæ. #sundið #Monaco pic.twitter.com/y9a6IGvBAH— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) April 17, 2023 Ég straujaði fyrir hálfa kúlu í Byko líka. Keypti rollsinn í garðaklórum og gluggasköfum virðist vera.— Gummi Jóh (@gummijoh) April 17, 2023 Gleðilegan mánudag pic.twitter.com/q7Mnixtzai— kvendýr (@assajons) April 17, 2023 Hársprey í Beautybar fyrir 729 þúsund— Ása G. Ásgeirsdóttir (@AsaGudny) April 17, 2023 Sama stemning hér. Verslaði fyrir 1,8 mills í Bónus og ríflega 600 þús í Vínbúðinni. Eintóm veisla framundan hjá mér.— Ævar félagsvísindamaður (@thorolfsson) April 17, 2023 820 þúsund hér fyrir hvítvínsflösku í Ríkinu á laugardag. Gott hvítvín en það þeirra peninga virði. Höfnun á korti í morgun.— Björn Pétursson (@PeturssonBjorn) April 17, 2023 214.000kr hér fyrir 2pullur og gos 😂 pic.twitter.com/AmE8QgjmeO— Gunnar Birgisson (@gunnarb5) April 17, 2023 Ég keypti í fínasta Thai red curry í gær fyrir 57 krónur, þetta nýja hagkerfi hentar mér mjög vel.— Pétur Jónsson (@senordonpedro) April 17, 2023 Lenti einmitt í þessu sama áðan, kortið dugði ekki fyrir skyrdollu og hrökkbrauði í Bónus, kom svo í ljós að ég hafði tekið milljón útúr hraðbanka um helgina 🤣— Skúli Hansen (@HansenSkuli) April 17, 2023
Greiðslumiðlun Íslandsbanki Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22
Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10