Sport

„Getum farið jákvæðir út úr þessu tímabili“

Andri Már Eggertsson skrifar
Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR.
Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR. Vísir/Hulda Margrét

ÍR tapaði gegn Fram 32-30 í lokaumferð Olís deildarinnar. ÍR endaði tímabilið í ellefta sæti og féll niður í Grill-66 deildina. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð sáttur með tímabilið og ætlaði að þjálfa ÍR á næsta tímabili.

„Þetta féll á nokkrum slæmum ákvörðunum hjá okkur þar sem við vorum að gefa lélegar sendingar. Ég var frekar ánægður með leikinn. Við spiluðum vel og vorum að opna þá ítrekað og vorum með lausnir gegn þeim sóknarlega. Við tókum nokkrar slæmar ákvarðanir sóknarlega sem bjó til þetta bil,“ sagði Bjarni Fritzson eftir leik og hrósaði Fram sem gerði fá mistök. 

ÍR endar tímabilið í næst neðsta sæti deildarinnar og mun leika í Grill-66 deildinni á næsta tímabili. 

„Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við getum farið jákvæðir út úr þessu tímabili. Við fýlum okkur vel í nýju aðstöðunni og erum að koma upp með flotta yngri flokka.“

„Við þurfum að byggja ofan á þetta tímabil og byggja á þeim efnivið sem er að koma og halda áfram að bæta okkur sem félag og lið.“

Bjarni Fritzson sagði að lokum að hann myndi þjálfa ÍR á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×