Páskagular viðvaranir eftir hádegi Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2023 08:46 Allhvasst og blautt verður á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm Gular veðurviðvaranir verða í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að alldjúp og hægfara lægð suðvestur af landinu muni stjórna veðrinu um páskana. Í dag má búast við nokkuð hvassri suðaustanátt og að slái í storm suðvestanlands. Þess vegna hafa gular veðurviðvaranir verið gefnar út. Á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun taki gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15 og gildi til klukkan 19. Þar megi búast við suðaustan 18 til 23 metrum á sekúndu og fólk er hvatt til að tryggja lausamuni. Á Suðurlandi megi gera ráð fyrir suðaustan stormi, 15 til 25 metrum á sekúndu og vindkviðum yfir þrjátíu metrum á sekúndu, hvassast við ströndina. Þar verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 18:30 og varasamt ferðaveður. Á Faxaflóa verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 19. Þar verður suðaustan stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og vindhviður staðbundið yfir 35 metrum á sekúndu, til dæmis á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Varasamt ferðaveður. Hvessir aftur á páskadag Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun verði milt í veðri. Suðaustan kaldi eða stinningskaldi, þurrt norðanlands og bjart með köflum, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hins vegar sé áfram útlit fyrir lægð og suðaustanátt á páskasunnudag með rigningu syðra en lítilli sem engri úrkomu norðan heiða. Veðurhorfur næstu daga: Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s. Þurrt að kalla norðanlands, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hiti 3 til 10 stig. Á sunnudag (páskadagur): Gengur í allhvassa eða hvassa austan- og suðaustanátt. Rigning, einkum um landið suðaustanvert, en yfirleitt þurrt á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hiti 4 til 12 stig. Dregur úr vindi um kvöldið. Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag: Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en slydda austantil á þriðjudag. Heldur kólnandi. Á miðvikudag: Breytileg átt og dálítil rigning eða slydda í flestum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn. Á fimmtudag: Líklega norðlæg átt og úrkomulítið. Veður Tengdar fréttir Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. 3. apríl 2023 18:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Í dag má búast við nokkuð hvassri suðaustanátt og að slái í storm suðvestanlands. Þess vegna hafa gular veðurviðvaranir verið gefnar út. Á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun taki gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15 og gildi til klukkan 19. Þar megi búast við suðaustan 18 til 23 metrum á sekúndu og fólk er hvatt til að tryggja lausamuni. Á Suðurlandi megi gera ráð fyrir suðaustan stormi, 15 til 25 metrum á sekúndu og vindkviðum yfir þrjátíu metrum á sekúndu, hvassast við ströndina. Þar verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 18:30 og varasamt ferðaveður. Á Faxaflóa verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 19. Þar verður suðaustan stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og vindhviður staðbundið yfir 35 metrum á sekúndu, til dæmis á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Varasamt ferðaveður. Hvessir aftur á páskadag Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun verði milt í veðri. Suðaustan kaldi eða stinningskaldi, þurrt norðanlands og bjart með köflum, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hins vegar sé áfram útlit fyrir lægð og suðaustanátt á páskasunnudag með rigningu syðra en lítilli sem engri úrkomu norðan heiða. Veðurhorfur næstu daga: Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s. Þurrt að kalla norðanlands, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hiti 3 til 10 stig. Á sunnudag (páskadagur): Gengur í allhvassa eða hvassa austan- og suðaustanátt. Rigning, einkum um landið suðaustanvert, en yfirleitt þurrt á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hiti 4 til 12 stig. Dregur úr vindi um kvöldið. Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag: Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en slydda austantil á þriðjudag. Heldur kólnandi. Á miðvikudag: Breytileg átt og dálítil rigning eða slydda í flestum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn. Á fimmtudag: Líklega norðlæg átt og úrkomulítið.
Veður Tengdar fréttir Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. 3. apríl 2023 18:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. 3. apríl 2023 18:50