Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 26-37 | FH-ingar tryggðu sér annað sætið Þorsteinn Hjálmsson skrifar 5. apríl 2023 21:08 FH mun hafna í öðru sæti í deildarkeppninni. Vísir/Pawel FH tryggði sér í kvöld annað sætið í Olís-deildinni þetta tímabilið með sigri á ÍR í Skógarseli. Lokatölur 26-37 í óspennandi leik. ÍR-ingar róa því enn lífróðri fyrir tilverurétti sínum í Olís-deildinni en liðið situr í fallsæti einu stigi á eftir KA fyrir lokaumferð tímabilsins. FH tók strax yfirhöndina í leiknum í kvöld og keyrðu á heimamenn við hvert tækifæri. Staðan 4-8 eftir 11 mínútur. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé enda hans menn að fá allt of auðveld mörk á sig. Leikhléið breytt þó litlu fyrir gang leiksins, nema FH bætti enn frekar í. Bjarni Fritzson tók aftur leikhlé sex mínútum seinna þegar það var orðin sjö marka munur á liðunum. Eftir það minnkaði bilið milli liðanna aðeins. Var það í takt við leik FH sem hægðu aðeins á leik sínum það sem eftir lifði hálfleiksins. Staðan í hálfleik 14-19, FH í vil. Líkt og í fyrri hálfleiknum náði sá síðari aldrei að verða spennandi. FH rúllaði á sínu liði og jók forskot sitt hægt og bítandi. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum tók ÍR sitt síðasta leikhlé. Staðan þá 22-28 og algjört formsatriði fyrir FH-inga að klára leikinn, sem og þeir gerðu. Af hverju vann FH? FH-ingar sýndu enga miskunn í kvöld og keyrðu hreinlega yfir heimamenn. Varnarleikur liðsins var fínn á löngum köflum líkt og sóknarleikurinn og náði liðið að nýta sér hraðaupphlaup sín vel til að hamra á liði ÍR. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Már Birgisson, hornamaður FH, var lang besti leikmaður vallarins. Ellefu mörk úr jafn mörgum skotum og ekkert þeirra úr vítum, sex markanna komu úr hraðaupphlaupum. Hann stóð sig einnig vel í varnarleiknum. Hvað gekk illa? Frammistaða ÍR heilt yfir í leiknum. Varnarleikurinn var oft á tímum óboðlegur fyrir efstu deild í handbolta og sóknarleikurinn var brösulegur. Mögulega var spennustig heimamanna vanstillt í kvöld. Hvað gerist næst? Lokaumferðin er framundan og fer hún fram öll á sama tíma þ.e.a.s. mánudaginn 10. apríl, annan í páskum, klukkan 16:00. FH fær þá Selfoss í heimsókn og ÍR leikur gegn Fram í Úlfarsárdal. Bjarni Fritzson gat séð jákvæðu hliðarnar þrátt fyrir tapið.Vísir/Pawel Bjarni Fritzson: Fáum annan séns í lokaumferðinni Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, byrjaði viðtalið í kvöld á að hæla leik sinna manna í síðustu tveimur leikjum og taldi miðað við þær frammistöður ætti lið hans að eiga í fullu tré við FH í kvöld. Annað kom á daginn. „Við erum bara að koma úr tveimur góðum leikjum, sérstaklega varnarlega. Þeir [FH] voru að spila mjög svipaðar leikaðferðir og við vorum að slátra Aftureldingu þar sem að það var mjög hátt intensity og mikil barátta og hugur í mönnum og leystum það frábærlega þar. Í dag erum við bara flatir og við erum að gleyma okkur og við erum bara ekki að ráða við stærð leiksins, því miður. Bara koðnum og erum litlir í okkur, því miður. Ég er svona svekktastur með það.“ Bjarni fann til með öllum þeim ÍR-ingum sem gerðu sér leið í Skógarsel í kvöld. „FH er með frábært lið, erfiður leikur og blablabla en ég hefði viljað gefa þessu smá. Líka bara geðveik mæting og við erum búnir að vera helvíti góðir hérna heima svona heilt yfir í vetur, eða þannig. Búnir að sækja öll stigin nema eitt hérna heima, þannig að mér fannst við skulda fólkinu okkar alvöru leik og sýna að okkur langi þetta. En við réðum ekki við þetta í dag.“ Eftir úrslit kvöldsins á ÍR enn möguleika á að halda sér í Olís-deildinni en liðið er í fallsæti einu stigi frá öruggu sæti sem KA situr í. Aðspurður hvernig hann ætlar að undirbúa leikmenn sína fyrir mikilvægasta leik tímabilsins í lokaumferðinni gegn Fram eftir að leikmenn hans koðnuðu niður í kvöld, þá sagði Bjarni þetta. „Þetta er frábær spurning. Þetta er akkúrat það sem ég er að hugsa núna. Pælið í því að vera búnir að tapa öllu en síðan færðu bara annan séns. Þegar þú ert búinn að glata öllu en svo, heyrðu þetta er ekki búið þú færð að gera þetta allt aftur. Ég er spenntur að sjá hvað gerist,“ sagði Bjarni Fritzson að lokum. Sigursteinn Arndal: Nú fer þetta að verða gaman „Það hafa mörg lið lent í meiri vandræðum en við hérna í Skógarselinu, þannig að ég er bara ánægður með tvö stig og úr því sem komið var er annað sætið besti mögulegi árangur. Við sóttum það hart og erum ánægðir með það,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir að liðið tryggði sér annað sæti Olís-deildarinnar með sigri á ÍR í kvöld. Sigursteini hlakkar til komandi vikna. „Heillt yfir bara búnir að vera nokkuð stöðugir. Áttum í smá örðugleikum í byrjun móts en við erum búnir að vera bæta okkur viku fyrir viku og við ætlum að halda því áfram, nú fer þetta að verða gaman.“ Aðspurður hvort síðasti leikurinn í Olís-deildinni á mánudaginn sé síðasti æfingarleikur fyrir úrslitakeppnina sem framundan er, neitaði Sigursteinn alfarið fyrir það. „Nei, það er bara síðasta umferð og við mætum í hana og reynum að gera eins vel og í öllum hinum leikjunum svo tekur bara við nýtt mót.“ Sigursteinn Arndal er spenntur fyrir komandi verkefnum hjá FH-liðinu. Vísir/Pawel Olís-deild karla ÍR FH
FH tryggði sér í kvöld annað sætið í Olís-deildinni þetta tímabilið með sigri á ÍR í Skógarseli. Lokatölur 26-37 í óspennandi leik. ÍR-ingar róa því enn lífróðri fyrir tilverurétti sínum í Olís-deildinni en liðið situr í fallsæti einu stigi á eftir KA fyrir lokaumferð tímabilsins. FH tók strax yfirhöndina í leiknum í kvöld og keyrðu á heimamenn við hvert tækifæri. Staðan 4-8 eftir 11 mínútur. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé enda hans menn að fá allt of auðveld mörk á sig. Leikhléið breytt þó litlu fyrir gang leiksins, nema FH bætti enn frekar í. Bjarni Fritzson tók aftur leikhlé sex mínútum seinna þegar það var orðin sjö marka munur á liðunum. Eftir það minnkaði bilið milli liðanna aðeins. Var það í takt við leik FH sem hægðu aðeins á leik sínum það sem eftir lifði hálfleiksins. Staðan í hálfleik 14-19, FH í vil. Líkt og í fyrri hálfleiknum náði sá síðari aldrei að verða spennandi. FH rúllaði á sínu liði og jók forskot sitt hægt og bítandi. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum tók ÍR sitt síðasta leikhlé. Staðan þá 22-28 og algjört formsatriði fyrir FH-inga að klára leikinn, sem og þeir gerðu. Af hverju vann FH? FH-ingar sýndu enga miskunn í kvöld og keyrðu hreinlega yfir heimamenn. Varnarleikur liðsins var fínn á löngum köflum líkt og sóknarleikurinn og náði liðið að nýta sér hraðaupphlaup sín vel til að hamra á liði ÍR. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Már Birgisson, hornamaður FH, var lang besti leikmaður vallarins. Ellefu mörk úr jafn mörgum skotum og ekkert þeirra úr vítum, sex markanna komu úr hraðaupphlaupum. Hann stóð sig einnig vel í varnarleiknum. Hvað gekk illa? Frammistaða ÍR heilt yfir í leiknum. Varnarleikurinn var oft á tímum óboðlegur fyrir efstu deild í handbolta og sóknarleikurinn var brösulegur. Mögulega var spennustig heimamanna vanstillt í kvöld. Hvað gerist næst? Lokaumferðin er framundan og fer hún fram öll á sama tíma þ.e.a.s. mánudaginn 10. apríl, annan í páskum, klukkan 16:00. FH fær þá Selfoss í heimsókn og ÍR leikur gegn Fram í Úlfarsárdal. Bjarni Fritzson gat séð jákvæðu hliðarnar þrátt fyrir tapið.Vísir/Pawel Bjarni Fritzson: Fáum annan séns í lokaumferðinni Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, byrjaði viðtalið í kvöld á að hæla leik sinna manna í síðustu tveimur leikjum og taldi miðað við þær frammistöður ætti lið hans að eiga í fullu tré við FH í kvöld. Annað kom á daginn. „Við erum bara að koma úr tveimur góðum leikjum, sérstaklega varnarlega. Þeir [FH] voru að spila mjög svipaðar leikaðferðir og við vorum að slátra Aftureldingu þar sem að það var mjög hátt intensity og mikil barátta og hugur í mönnum og leystum það frábærlega þar. Í dag erum við bara flatir og við erum að gleyma okkur og við erum bara ekki að ráða við stærð leiksins, því miður. Bara koðnum og erum litlir í okkur, því miður. Ég er svona svekktastur með það.“ Bjarni fann til með öllum þeim ÍR-ingum sem gerðu sér leið í Skógarsel í kvöld. „FH er með frábært lið, erfiður leikur og blablabla en ég hefði viljað gefa þessu smá. Líka bara geðveik mæting og við erum búnir að vera helvíti góðir hérna heima svona heilt yfir í vetur, eða þannig. Búnir að sækja öll stigin nema eitt hérna heima, þannig að mér fannst við skulda fólkinu okkar alvöru leik og sýna að okkur langi þetta. En við réðum ekki við þetta í dag.“ Eftir úrslit kvöldsins á ÍR enn möguleika á að halda sér í Olís-deildinni en liðið er í fallsæti einu stigi frá öruggu sæti sem KA situr í. Aðspurður hvernig hann ætlar að undirbúa leikmenn sína fyrir mikilvægasta leik tímabilsins í lokaumferðinni gegn Fram eftir að leikmenn hans koðnuðu niður í kvöld, þá sagði Bjarni þetta. „Þetta er frábær spurning. Þetta er akkúrat það sem ég er að hugsa núna. Pælið í því að vera búnir að tapa öllu en síðan færðu bara annan séns. Þegar þú ert búinn að glata öllu en svo, heyrðu þetta er ekki búið þú færð að gera þetta allt aftur. Ég er spenntur að sjá hvað gerist,“ sagði Bjarni Fritzson að lokum. Sigursteinn Arndal: Nú fer þetta að verða gaman „Það hafa mörg lið lent í meiri vandræðum en við hérna í Skógarselinu, þannig að ég er bara ánægður með tvö stig og úr því sem komið var er annað sætið besti mögulegi árangur. Við sóttum það hart og erum ánægðir með það,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir að liðið tryggði sér annað sæti Olís-deildarinnar með sigri á ÍR í kvöld. Sigursteini hlakkar til komandi vikna. „Heillt yfir bara búnir að vera nokkuð stöðugir. Áttum í smá örðugleikum í byrjun móts en við erum búnir að vera bæta okkur viku fyrir viku og við ætlum að halda því áfram, nú fer þetta að verða gaman.“ Aðspurður hvort síðasti leikurinn í Olís-deildinni á mánudaginn sé síðasti æfingarleikur fyrir úrslitakeppnina sem framundan er, neitaði Sigursteinn alfarið fyrir það. „Nei, það er bara síðasta umferð og við mætum í hana og reynum að gera eins vel og í öllum hinum leikjunum svo tekur bara við nýtt mót.“ Sigursteinn Arndal er spenntur fyrir komandi verkefnum hjá FH-liðinu. Vísir/Pawel
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti