Lífið

Loreen keppir fyrir hönd Svía í Eurovision

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Gleðin var ósvikin þegar Loreen var krýnd sigurvegari Melodifestivalen.
Gleðin var ósvikin þegar Loreen var krýnd sigurvegari Melodifestivalen. skjá

Söngkonan Loreen vann undankeppni Svía í Eurovision, Melodifestivalen, í kvöld. Hún er sem fyrr talin langsigurstranglegust í keppninni sem haldin verður í Liverpool í ár. 

Melodifestivalen lauk í kvöld með sigri Loreen. Í öðru sæti höfnuðu þeir Marcus og Matrinus með lagið Air. Hlaut Loreen 92 stig frá dómnefnd en þeir Marcus og Martinus 71 stig. Það var svo símakosning sem skar endanlega úr um sigurvegara.

Loreen mun því flytja lagið Tattoo í Liverpool í maí fyrir hönd Svía. Samkvæmt veðbönkum eru taldar 37 prósent líkur á því að Loreen muni bera sigur úr býtum í keppninni í ár. Í öðru sæti eru Úkraínumenn og Finnar í því þriðja.

Hér að neðan má sjá flutning Loreen á sigurlaginu Tattoo í kvöld:

Loreen sigraði Eurovisionkeppnina sem haldin var í Bakú í Aserbaísjan árið 2012 með laginu Euphoria. Hlaut hún þá 372 stig en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig.


Tengdar fréttir

Fjórðungslíkur á sigri Svía í Eurovision

Veðbankar eru á einu máli um að Svíar muni bera sigur úr býtum í Eurovision í ár, þrátt fyrir að framlag þeirra hafi ekki enn verið valið. Ísland situr í 33. sæti yfir sigurstranglegustu liðin. 

Ruddust inn á sviðið hjá Lor­een í miðju lagi

Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×