Öruggt hjá Tottenham gegn Nottingham Forest Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. mars 2023 16:55 Tvenna. Eftir erfitt gengi að undanförnu vann Tottenham öruggan heimasigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn mættu virkilega kröftugir til leiks og virtust vera að ná forystunni strax á þriðju mínútu þegar Richarlison skoraði en við nánari athugun VAR kom í ljós að Brasilíumaðurinn var rangstæður. Harry Kane tók leikinn í sínar hendur í fyrri hálfleik og kom Tottenham í tveggja marka forystu með mörkum á 19. og 35.mínútu en síðara markið kom úr vítaspyrnu. Eftir klukkutíma leik gerði Son Heung Min svo nánast út um leikinn þegar hann kom Tottenham í 3-0 eftir undirbúning Richarlison. Joe Worrall klóraði í bakkann fyrir nýliðana með marki á 81.mínútu og í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd en Andre Ayew brást bogalistin og lokatölur því 3-1 fyrir Tottenham. Enski boltinn
Eftir erfitt gengi að undanförnu vann Tottenham öruggan heimasigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn mættu virkilega kröftugir til leiks og virtust vera að ná forystunni strax á þriðju mínútu þegar Richarlison skoraði en við nánari athugun VAR kom í ljós að Brasilíumaðurinn var rangstæður. Harry Kane tók leikinn í sínar hendur í fyrri hálfleik og kom Tottenham í tveggja marka forystu með mörkum á 19. og 35.mínútu en síðara markið kom úr vítaspyrnu. Eftir klukkutíma leik gerði Son Heung Min svo nánast út um leikinn þegar hann kom Tottenham í 3-0 eftir undirbúning Richarlison. Joe Worrall klóraði í bakkann fyrir nýliðana með marki á 81.mínútu og í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd en Andre Ayew brást bogalistin og lokatölur því 3-1 fyrir Tottenham.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti