„Ekkert erfitt við tónlist nema að fá pening fyrir hana“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. mars 2023 16:02 Brynhildur og Friðrik mynda hljómsveitina Kvikindi en þau eru tilnefd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2023. Skjáskot/Vísir Hljómsveitin Kvikindi samanstendur af Brynhildi Karlsdóttur, Friðriki Margrétar-Guðmundssyni og Valgeiri Skorra Vernharðssyni. Með tónlist sinni leggja þau upp úr því að koma fólki til að dansa í gegnum tárin, finna stelpulegu hliðina og elska meira en tónlistin hefur alltaf verið hluti af þeirra lífi. Kvikindi eru tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2023 sem fara fram 17. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan, þar sem Kvikindi deila meðal annars mjög fyndinni gigg sögu: Klippa: Nýliðinn: Kvikindi Hver eruð þið með eigin orðum? Kvikindi er lítið dýr sem borar sig í eyrun þín, hreiðrar þar um sig og nærist á eyrnamerg og heilafrumum. Við erum sérfræðingar í rafpoppi og einsetjum okkur að koma fólki til að dansa í gegnum tárin, finna stelpulegu hliðina og elska meira. Við sem persónur erum svo Brynhildur Karlsdóttir söngkona, laga- og textahöfundur, Friðrik Margrétar- Guðmundsson lagahöfundur og útsetjari með meiru og með í för er Valgeir Skorri Vernharðsson trommari. View this post on Instagram A post shared by Kvikindi (@kvikindi_music) Hvernig mynduð þið lýsa ykkar tónlistarstíl? Hann er ekki við eina fjölina felldur heldur vitnar í allar áttir kannski svipað og ef gervigreind væri látin semja verðlaunapopp í mörgum stílum en þó erum við einnig með óhemju miklar tilfinningar. Hver var kveikjan að því að þið byrjuðuð í tónlist? Við fengum engu um það ráðið, sumt bara gerist og annað, eins og til dæmis tónlist, er alltaf viðloðandi líf okkar. Tónlistin er eins og herpes að því leyti, eða meðvirkni, eða Bónus. Við Friðrik vissum af hvoru öðru og okkur fannst áhugavert að prófa að gera popptónlist saman, hann að koma úr klassíska tónlistarheiminum og ég að koma úr pönki. Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist? Að fá að vinna með besta vini sínum og sjá hugmyndir sínar verða að veruleika og að fá að vera miðdepill athyglinnar eina og eina kvöldstund. View this post on Instagram A post shared by Kvikindi (@kvikindi_music) En erfiðasta? Það er ekkert erfitt við tónlist nema að fá pening fyrir hana. Er eitthvað við tónlistarbransann sem hefur komið ykkur á óvart? Já það kom okkur alveg í opna skjöldu hvað þetta er harður heimur og mörg brögð í tafli, það er erfitt að sjá hverjir eru traustir og hverjir leika tveimur skjöldum, eina stundina eru það blómvendir og þá næstu eru það rýtingar. Það þarf bein í nefið til að harka þetta af sér en hér erum við. Djók. Ætli það komi ekki skemmtilega á óvart allt fólkið sem gefur sér tíma til að hlusta, mæta á tónleika og pæla í tónlistinni sem við gerum. Maður vonar alltaf að fólk hlusti en það er alls ekki sjálfsagt þegar framboðið er endalaust. Drauma samstarfsaðili? Björk Guðmundsdóttir. Númer eitt, tvö og þrjú. Eftir henni KefLavík, ClubDub, Mammút og Bríet. Eigið þið einhverja íslenska fyrirmynd í tónlistarheiminum? Aftur elskum við Björk Guðmundsdóttur en hún hlýtur að vera fyrirmynd flests tónlistarfólks á íslandi. Bríet er frábær tónlistarkona og fær í að blanda saman miðlum og listformum á borð við dans, tísku og myndböndum sem er eitthvað sem við viljum gera, tónlistin getur sameinað margt. Við elskum Mammút og höfum alltaf gert og KefLavík hefur líka veitt okkur mikinn innblástur enda tímalaus snilld þar á ferð. Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem Nýliði ársins? Við vorum alveg í skýjunum með þessa tilnefningu og bara yfir höfuð með viðbrögðin við okkur og plötunni okkar. Við erum spennt fyrir framhaldinu, gefa út fleiri lög og spila fleiri tónleika. Hlustendaverðlaunin Tónlist Tengdar fréttir „Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 08:01 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 9. febrúar 2023 12:00 „Rússíbaninn heldur áfram“ Rafpopphljómsveitin Kvikindi ætlar sér að halda langþráða útgáfutónleika fyrir plötuna Ungfrú Ísland á Húrra 10. mars næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á meðlimum sveitarinnar en það er sannarlega viðburðaríkt ár að baki hjá þeim. 6. mars 2023 15:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2023 sem fara fram 17. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan, þar sem Kvikindi deila meðal annars mjög fyndinni gigg sögu: Klippa: Nýliðinn: Kvikindi Hver eruð þið með eigin orðum? Kvikindi er lítið dýr sem borar sig í eyrun þín, hreiðrar þar um sig og nærist á eyrnamerg og heilafrumum. Við erum sérfræðingar í rafpoppi og einsetjum okkur að koma fólki til að dansa í gegnum tárin, finna stelpulegu hliðina og elska meira. Við sem persónur erum svo Brynhildur Karlsdóttir söngkona, laga- og textahöfundur, Friðrik Margrétar- Guðmundsson lagahöfundur og útsetjari með meiru og með í för er Valgeir Skorri Vernharðsson trommari. View this post on Instagram A post shared by Kvikindi (@kvikindi_music) Hvernig mynduð þið lýsa ykkar tónlistarstíl? Hann er ekki við eina fjölina felldur heldur vitnar í allar áttir kannski svipað og ef gervigreind væri látin semja verðlaunapopp í mörgum stílum en þó erum við einnig með óhemju miklar tilfinningar. Hver var kveikjan að því að þið byrjuðuð í tónlist? Við fengum engu um það ráðið, sumt bara gerist og annað, eins og til dæmis tónlist, er alltaf viðloðandi líf okkar. Tónlistin er eins og herpes að því leyti, eða meðvirkni, eða Bónus. Við Friðrik vissum af hvoru öðru og okkur fannst áhugavert að prófa að gera popptónlist saman, hann að koma úr klassíska tónlistarheiminum og ég að koma úr pönki. Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist? Að fá að vinna með besta vini sínum og sjá hugmyndir sínar verða að veruleika og að fá að vera miðdepill athyglinnar eina og eina kvöldstund. View this post on Instagram A post shared by Kvikindi (@kvikindi_music) En erfiðasta? Það er ekkert erfitt við tónlist nema að fá pening fyrir hana. Er eitthvað við tónlistarbransann sem hefur komið ykkur á óvart? Já það kom okkur alveg í opna skjöldu hvað þetta er harður heimur og mörg brögð í tafli, það er erfitt að sjá hverjir eru traustir og hverjir leika tveimur skjöldum, eina stundina eru það blómvendir og þá næstu eru það rýtingar. Það þarf bein í nefið til að harka þetta af sér en hér erum við. Djók. Ætli það komi ekki skemmtilega á óvart allt fólkið sem gefur sér tíma til að hlusta, mæta á tónleika og pæla í tónlistinni sem við gerum. Maður vonar alltaf að fólk hlusti en það er alls ekki sjálfsagt þegar framboðið er endalaust. Drauma samstarfsaðili? Björk Guðmundsdóttir. Númer eitt, tvö og þrjú. Eftir henni KefLavík, ClubDub, Mammút og Bríet. Eigið þið einhverja íslenska fyrirmynd í tónlistarheiminum? Aftur elskum við Björk Guðmundsdóttur en hún hlýtur að vera fyrirmynd flests tónlistarfólks á íslandi. Bríet er frábær tónlistarkona og fær í að blanda saman miðlum og listformum á borð við dans, tísku og myndböndum sem er eitthvað sem við viljum gera, tónlistin getur sameinað margt. Við elskum Mammút og höfum alltaf gert og KefLavík hefur líka veitt okkur mikinn innblástur enda tímalaus snilld þar á ferð. Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem Nýliði ársins? Við vorum alveg í skýjunum með þessa tilnefningu og bara yfir höfuð með viðbrögðin við okkur og plötunni okkar. Við erum spennt fyrir framhaldinu, gefa út fleiri lög og spila fleiri tónleika.
Hlustendaverðlaunin Tónlist Tengdar fréttir „Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 08:01 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 9. febrúar 2023 12:00 „Rússíbaninn heldur áfram“ Rafpopphljómsveitin Kvikindi ætlar sér að halda langþráða útgáfutónleika fyrir plötuna Ungfrú Ísland á Húrra 10. mars næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á meðlimum sveitarinnar en það er sannarlega viðburðaríkt ár að baki hjá þeim. 6. mars 2023 15:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 08:01
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 9. febrúar 2023 12:00
„Rússíbaninn heldur áfram“ Rafpopphljómsveitin Kvikindi ætlar sér að halda langþráða útgáfutónleika fyrir plötuna Ungfrú Ísland á Húrra 10. mars næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á meðlimum sveitarinnar en það er sannarlega viðburðaríkt ár að baki hjá þeim. 6. mars 2023 15:30