„Algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. mars 2023 16:01 Una Torfa er viðmælandi í Nýliðanum, en hún er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Skjáskot/Vísir Tónlistarkonan Una Torfadóttir ber marga hatta og segist fyrst og fremst vera stemningskona. Hún hefur verið í kringum tónlist allt sitt líf og segir algjöran draum að geta nú unnið við það sem hún elskar. Una Torfa er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2023 sem fara fram 17. mars næstkomandi í Háskólabíói. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Una Torfa þáttur tvö Hver ert þú með eigin orðum? Ég er söngvaskáld og nemi í klæðskurði, samt stemningskona fyrst og fremst. Hvernig myndir þú lýsa þínum tónlistarstíl? Ég sem texta á íslensku og lög við sem vinna vel með textanum. Ég lýsi tónlistinni minni oftast sem svona poppaðri folk/indie sönglagatónlist eða eitthvað svoleiðis. Ég er ekkert að finna upp hjólið, bara að syngja frá hjartanu. Hver var kveikjan að því að þú byrjaðir í tónlist? Það er svolítið erfitt að setja fingurinn á hvar snjóboltinn byrjaði að rúlla. Ég fæddist inn í fjölskyldu þar sem allir syngja og flestir spila á hljóðfæri, það var bara tímaspursmál hvenær ég færi að spreyta mig. En það var smá örlagastund þegar Júlía Margrét, vinkona mín, kom mér í samband við Hildi Kristínu sem vann fyrstu plötuna mína með mér, þá var ekki aftur snúið. Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist? Mér finnst lang skemmtilegast að spila fyrir fólk. Að opna mig og vona að mér takist að mynda tengsl við þau sem hlusta. Það er líka geggjuð tilfinning að klára að semja nýtt lag og svo er svo gaman að spila með hljómsveit. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) En erfiðasta? Það getur orðið ansi snúið að halda utan um allt sem er í gangi, að finna tíma fyrir æfingar og gigg og fundi. En vinnan er öll þess virði, það er algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska. Er eitthvað við tónlistarbransann sem hefur komið þér á óvart? Ég er búin að læra svo margt á þessu eina ári sem ég hef verið í bransanum. Það eru enn þá alls konar hlutir sem ég skil ekki og kann ekki en þá skiptir mig mestu máli að hafa gott fólk í kringum mig sem ég get leitað til og unnið með. Það er enginn góður í þessu öllu. Drauma samstarfs aðili? Ég veit það er smá væmið en ég er búin að vera að vinna með Hafsteini Þráinssyni, kærastanum mínum, og ég var löngu búin að tilkynna honum að ég hefði áhuga á samstarfi áður en við byrjuðum saman. Það er ómetanlegt að geta unnið með honum, hann er svo flinkur og þekkir mig svo vel. Auðvitað dreymir mig líka um að gera lög með öðrum artistum og prófa að vinna með öðrum pródúserum, það er svo margt spennandi sem væri hægt að gera. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Áttu þér einhverja íslenska fyrirmynd í tónlistarheiminum? Platan hans Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, var mjög mikið spiluð heima þegar hún kom út. Hann er magnaður lagasmiður og söngvari. Við hlustuðum líka á Emiliönu Torrini, Pál Óskar, Stuðmenn og Þursaflokkinn og margt fleira sniðugt. Svo elska ég textana og laglínurnar hjá Sprengjuhöllinni og Hjálmum. Undanfarin ár hef ég hlustað mikið á Bríeti, Jóa Pé og Króla, FLOTT og svo var að koma út svo falleg plata með Uppáhellingunum þar sem mágkona mín Salóme Katrín syngur eitt lag, mæli með. Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem Nýliði ársins?Bara frábær! Það er ótrúlega skemmtilegt að fá svona góðar viðtökur og ekki annað hægt en að fyllast þakklæti. Ég hlakka bara til að halda áfram. Hlustendaverðlaunin Tónlist Tengdar fréttir Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 9. febrúar 2023 12:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2023 sem fara fram 17. mars næstkomandi í Háskólabíói. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Una Torfa þáttur tvö Hver ert þú með eigin orðum? Ég er söngvaskáld og nemi í klæðskurði, samt stemningskona fyrst og fremst. Hvernig myndir þú lýsa þínum tónlistarstíl? Ég sem texta á íslensku og lög við sem vinna vel með textanum. Ég lýsi tónlistinni minni oftast sem svona poppaðri folk/indie sönglagatónlist eða eitthvað svoleiðis. Ég er ekkert að finna upp hjólið, bara að syngja frá hjartanu. Hver var kveikjan að því að þú byrjaðir í tónlist? Það er svolítið erfitt að setja fingurinn á hvar snjóboltinn byrjaði að rúlla. Ég fæddist inn í fjölskyldu þar sem allir syngja og flestir spila á hljóðfæri, það var bara tímaspursmál hvenær ég færi að spreyta mig. En það var smá örlagastund þegar Júlía Margrét, vinkona mín, kom mér í samband við Hildi Kristínu sem vann fyrstu plötuna mína með mér, þá var ekki aftur snúið. Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist? Mér finnst lang skemmtilegast að spila fyrir fólk. Að opna mig og vona að mér takist að mynda tengsl við þau sem hlusta. Það er líka geggjuð tilfinning að klára að semja nýtt lag og svo er svo gaman að spila með hljómsveit. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) En erfiðasta? Það getur orðið ansi snúið að halda utan um allt sem er í gangi, að finna tíma fyrir æfingar og gigg og fundi. En vinnan er öll þess virði, það er algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska. Er eitthvað við tónlistarbransann sem hefur komið þér á óvart? Ég er búin að læra svo margt á þessu eina ári sem ég hef verið í bransanum. Það eru enn þá alls konar hlutir sem ég skil ekki og kann ekki en þá skiptir mig mestu máli að hafa gott fólk í kringum mig sem ég get leitað til og unnið með. Það er enginn góður í þessu öllu. Drauma samstarfs aðili? Ég veit það er smá væmið en ég er búin að vera að vinna með Hafsteini Þráinssyni, kærastanum mínum, og ég var löngu búin að tilkynna honum að ég hefði áhuga á samstarfi áður en við byrjuðum saman. Það er ómetanlegt að geta unnið með honum, hann er svo flinkur og þekkir mig svo vel. Auðvitað dreymir mig líka um að gera lög með öðrum artistum og prófa að vinna með öðrum pródúserum, það er svo margt spennandi sem væri hægt að gera. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Áttu þér einhverja íslenska fyrirmynd í tónlistarheiminum? Platan hans Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, var mjög mikið spiluð heima þegar hún kom út. Hann er magnaður lagasmiður og söngvari. Við hlustuðum líka á Emiliönu Torrini, Pál Óskar, Stuðmenn og Þursaflokkinn og margt fleira sniðugt. Svo elska ég textana og laglínurnar hjá Sprengjuhöllinni og Hjálmum. Undanfarin ár hef ég hlustað mikið á Bríeti, Jóa Pé og Króla, FLOTT og svo var að koma út svo falleg plata með Uppáhellingunum þar sem mágkona mín Salóme Katrín syngur eitt lag, mæli með. Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem Nýliði ársins?Bara frábær! Það er ótrúlega skemmtilegt að fá svona góðar viðtökur og ekki annað hægt en að fyllast þakklæti. Ég hlakka bara til að halda áfram.
Hlustendaverðlaunin Tónlist Tengdar fréttir Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 9. febrúar 2023 12:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 9. febrúar 2023 12:00