Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2023 15:05 Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar sem haldin var á föstudaginn. Getty/Max Mumby Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. Lilibet sem heitir fullu nafni Lilibet Diana Mountbatten-Windsor í höfuðið á ömmu sinni og langömmu fæddist í júní árið 2021. Hún er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau Archie sem verður fjögurra ára gamall í maí. Á föstudaginn hélt fjölskyldan litla skírnarathöfn fyrir Lilibet á heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. Talið er að 20-30 gestum hafi verið boðið í skírnina. Í athöfninni voru meðal annars Doria Ragland, móðir Meghan, leikarinn Tyler Perry sem er guðfaðir Lilibetar og óþekkt guðmóðir Lilibetar. Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar og Lilibet er sögð hafa dansað við stóra bróður sinn. Heimildir People herma að Karli Bretakonungi, Kamillu Bretadrottningu, Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu prinsessu hafi öllum verið boðið í athöfnina en þau létu þó ekki sjá sig. Harry og Meghan eiga tvö börn, þau Archie fjögurra ára og Lilibet sem verður tveggja ára í júní.The Duke & Duchess of Sussex Óskar þess að börnin geti átt í góðu sambandi við fjölskylduna Harry og Meghan hættu að starfa sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar árið 2020. Þau yfirgáfu Bretland skömmu síðar og eru nú búsett í Kaliforníu. Í síðustu viku var greint frá því að þeim hafi verið gert að tæma híbýli sitt á lóð Windsor-kastala sem Elísabet drottning hafði boðið þeim til afnota. BBC segir frá því að þau Harry og Meghan hafi fengið skilaboð um að tæma Frogmore í janúar síðast liðnum, fáeinum dögum eftir útgáfu bókar Harry, Spare. Í byrjun árs sagði Harry í viðtali að hann óskaði þess að börnin hans gætu átt í góðu sambandi við konungsfjölskylduna. „Ég hef sagt það áður að mig langaði í fjölskyldu, ekki stofnun. Þannig að auðvitað þrái ég ekkert heitar en börnin okkar eigi í sambandi við fjölskylduna mína. Þau eiga gott samband við suma og það gleður mig svo mikið,“ sagði Harry í viðtalinu. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50 Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira
Lilibet sem heitir fullu nafni Lilibet Diana Mountbatten-Windsor í höfuðið á ömmu sinni og langömmu fæddist í júní árið 2021. Hún er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau Archie sem verður fjögurra ára gamall í maí. Á föstudaginn hélt fjölskyldan litla skírnarathöfn fyrir Lilibet á heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. Talið er að 20-30 gestum hafi verið boðið í skírnina. Í athöfninni voru meðal annars Doria Ragland, móðir Meghan, leikarinn Tyler Perry sem er guðfaðir Lilibetar og óþekkt guðmóðir Lilibetar. Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar og Lilibet er sögð hafa dansað við stóra bróður sinn. Heimildir People herma að Karli Bretakonungi, Kamillu Bretadrottningu, Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu prinsessu hafi öllum verið boðið í athöfnina en þau létu þó ekki sjá sig. Harry og Meghan eiga tvö börn, þau Archie fjögurra ára og Lilibet sem verður tveggja ára í júní.The Duke & Duchess of Sussex Óskar þess að börnin geti átt í góðu sambandi við fjölskylduna Harry og Meghan hættu að starfa sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar árið 2020. Þau yfirgáfu Bretland skömmu síðar og eru nú búsett í Kaliforníu. Í síðustu viku var greint frá því að þeim hafi verið gert að tæma híbýli sitt á lóð Windsor-kastala sem Elísabet drottning hafði boðið þeim til afnota. BBC segir frá því að þau Harry og Meghan hafi fengið skilaboð um að tæma Frogmore í janúar síðast liðnum, fáeinum dögum eftir útgáfu bókar Harry, Spare. Í byrjun árs sagði Harry í viðtali að hann óskaði þess að börnin hans gætu átt í góðu sambandi við konungsfjölskylduna. „Ég hef sagt það áður að mig langaði í fjölskyldu, ekki stofnun. Þannig að auðvitað þrái ég ekkert heitar en börnin okkar eigi í sambandi við fjölskylduna mína. Þau eiga gott samband við suma og það gleður mig svo mikið,“ sagði Harry í viðtalinu.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50 Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira
Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50
Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06