Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 09:00 Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur í Tækniskólanum telur ekki rétt orðað að við séum að aumingjavæða unga fólkið. Staðreyndin sé sú að ungt fólk er að alast upp við allt aðrar aðstæður en áður voru. Hann telur samt mikilvægt að það sé hægt að tala um það að það getur gert okkur gott að axla ábyrgð, læra að bjarga okkur, vera dugleg og hörð af okkur. Vísir/Vilhelm Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. „Nei, mér finnst ekki rétt orðað að við séum að aumingjavæða unga fólkið, en ég tel að við verðum að geta talað um það að það getur gert okkur gott að axla ábyrgð, læra að bjarga okkur, vera dugleg og hörð af okkur,“ segir Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur hjá Tækniskólanum og bætir við: „Ég tel í sumum tilvikum að foreldrar megi huga að því að halda þessu betur að börnunum. Ungt fólk er að alast upp við allt annað umhverfi en það sem eitt sinn var. Netið, snjallsímar og áhrifavaldar eru dæmi um umhverfi sem hefur áhrif. Og því miður oft neikvæð áhrif.“ Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag fjöllum við um kvíða, þunglyndi og félagsfælni hjá framhaldsskólanemum. Fá samviskubit ofan á aðra vanlíðan Benedikt Bragi útskrifaðist með Cand. Psych. gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 en hafði áður lokið BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Benedikt hefur meðal annars starfað sem forstöðumaður Fjölskylduheimilisins við Ásvallagötu sem er úrræði fyrir 14-18 ára unglinga. Þá hefur hann starfað sem klínískur sálfræðingur hjá Fjölskyldumiðstöðinni, Sálstofunni og skólasálfræðingur hjá grunnskólum Kópavogs. Í Kópavogi starfaði Benedikt við fjóra skóla. Og sá þar um greiningar, meðferð, ráðgjöf og fræðslu. „Það sem mér hefur fundist mjög mikill kostur, bæði í Kópavogi og hér í Tækniskólanum, er að vera staðsettur í skólabyggingunum. Þannig að nemendur þurfa ekki að ganga nema nokkra metra til að koma til mín og ég hef líka allt aðra nálgun við nemendur vegna þess að ég er á staðnum.“ Benedikt segir það líka koma sér vel að starfa í nálægð við kennarana sem eru með puttann á púlsinum með nemendum alla daga. „Þetta eru kollegar mínir sem ég fæ mér kaffi með og borða hádegismat með. Vegna nálægðarinnar myndast öðruvísi samstarf. Sumir kennarar senda mér stundum línu eða hringja út af einhverju máli og almennt samtal er öðruvísi og nánara.“ Benedikt segist telja aukningu á því að framhaldsskólar séu með sálfræðinga í starfi. Það sé þó ekki orðið alls staðar. „Hér í Tækniskólanum er mikill vilji til að efla andlega heilsu nemenda þannig að þeim líði öllum sem best. Enda ákveðin forsenda fyrir velgengni í námi að nemendum líði vel og gangi þannig sem best.“ Hann segir unga fólkið leita til sín með alls kyns mál. Þegar þú ert að glíma við kvíða eða þunglyndi getur verið erfið tilhugsun að rétta upp hendi og spyrja kennara að einhverju. Eða að standa fyrir framan bekkinn og kynna eitthvað. Sumum líður illa og missa úr daga í skóla. Og eiga síðan erfitt með að koma sér af stað aftur. Því ofan á vanlíðanina sem þau eru að upplifa bætist við samviskubit yfir því að hafa ekki mætt.“ Þá segir hann nemendur líka koma til sín vegna mála sem standa þeim nærri hverju sinni. „Sumir strákarnir koma svolítið til mín út af sambandsslitum á meðan sumar stelpurnar eru kannski meira að hugsa um aðra hluti, en heilt yfir er lítill munur á strákum og stelpum þegar kemur að umfjöllunarefni í sálfræðitíma.“ Fyrst og fremst segir Benedikt nemendur vera mjög upplýsta, skynsama og duglega. „Það getur verið erfið tilhugsun að koma til mín eða að byrja að ræða málin. En mér finnst nemendur upp til hópa mjög dugleg, að gera góða hluti og með markmið um framtíðina.“ Benedikt telur það af hinu góða að sálfræðingur starfi innan skólabygginganna og mælir með því að framhaldsskólanemar geti bókað sig sjálfir í tíma, eins og hægt er í gegnum INNU skólakerfið. Hann segir það geta verið erfið tilhugsun að rétta upp hendi og spyrja kennarann að einhverju ef fólk er að glíma við kvíða eða þunglyndi. Nemendur missi úr skóla, fá síðan samviskubit yfir því að hafa ekki mætt og líður enn verr. Vísir/Vilhelm Margir áhrifaþættir Benedikt segist hafa fylgst með því eins og aðrir að samkvæmt upplýsingum Embættis landlæknis hefur geðheilsu ungs fólks, 18-34, farið hrakandi. „Dag frá degi er maður samt bara að vinna í einstökum málum. Þannig að ég viðurkenni alveg að frá því að ég byrjaði í þessu starfi hjá Tækniskólanum árið 2018 er ég svo sem ekki að finna neina breytingu,“ segir Benedikt en bætir við: „En vissulega eru margar breytingar sem hafa orðið síðustu árin. Við vitum til dæmis að það að sofa ekki nægilega vel, eykur líkurnar á kvíða og vanlíðan. Að spila tölvuleiki eða vera á netinu getur leitt til þess að ungt fólk er ekki að sofa nægilega mikið. Og þegar vantar upp á svefninn í langan tíma, er ekkert óeðlilegt við það að kvíði eða einkenni þunglyndis geti farið að sýna sig.“ Þá er vitað að margt tengt tölvuleikjum, samfélagsmiðlum eða áhrifavöldum getur haft neikvæð áhrif. Áhrifavaldar vilja væntanlega ekki hafa neikvæð áhrif á fólk. Staðreyndin er samt sú að eitt af því sem hefur gert alla viðmiðun svolítið vanstillta eru áhrifavaldar og samfélagsmiðlar. Þess vegna þarf ég oft að fara yfir það með nemendum að auðvitað þarf enginn að vera í flottum merkjafötum, sýna nekt, fá mörg like eða fara til Balí til að láta sér líða vel.“ Almennt glíma 5-10% fólks við þunglyndi hverju sinni. Hins vegar er meira talað um kvíðahneigð, félagsfælni og fleira. Hvað finnst Benedikt um þetta? „Já ég vil reyndar tala meira um þunglyndi og geri það oft þegar ástæða þykir til. Til þess að útskýra hvernig þunglyndi virkar og hvers vegna það er alveg eðlilegt að á tímum getum við verið að upplifa þunglyndi.“ Myndir þú þá segja að við ættum að tala meira um þunglyndi en kvíða? „Þunglyndi og kvíði eru í raun þessi tvö stóru tilfinningakerfi. Sem meira og minna allir eru að fást við. Annað hvort eða bæði. Í samtölum við nemendur kemur fyrir að ég ræði um hvernig fólk er oft að gera hitt og þetta sem er kannski eins konar forvarnarstarf gegn þunglyndi þó fólk hugsi það ekki svoleiðis, til dæmis bara að mæta til vinnu og standa sig í sínu þar, vakna snemma, hreyfa sig reglulega, hitta annað fólk og svo framvegis. Því eitt af því sem við gerum til að sporna við þunglyndi er að vinna að einhverju þar sem okkur finnst við vera að gera gagn. Það getur verið lykilatriði, að upplifa að maður sé að gera gagnlega hluti.“ Benedikt tekur undir þá orðræðu að ungt fólk sé almennt duglegra að ræða um tilfinningar sínar og líðan en eldri kynslóðir. „En þetta getur samt alveg verið erfitt í byrjun. Fólk er feimið og kvíðið og finnst tilhugsunin um að mæta til mín og fara að ræða einverja erfiða hluti ekkert rosalega þægileg tilhugsun. En það slaknar á þessu strax í fyrsta tíma. Því þá skýri ég þessa hluti bara út og fer líka yfir það að við getum rætt um alls kyns verkfæri sem hægt er að nota til að láta sér líða betur og það get ég kennt þeim, þótt þau séu ekki endilega að segja mér eitthvað mikið persónulegt á meðan þau eru ekki tilbúin til þess.“ Þá segir hann það líka oft gera fólki auðveldara fyrir að horfa á verkfærin og skilja út á hvað þau ganga. Því það taki svolítið pressuna af því að þurfa að tala um eitthvað sem fólki finnst kannski erfitt eða óþægilegt að tala um. Sem er líka allt í lagi að bíði um sinn. Benedikt segir líka af hinu góða að fólk átti sig á því hversu eðlilegt það getur verið að þunglyndi banki upp á. Þegar að aðrir hlutir eru kannski ekki í jafnvægi. „Eins og ég nefndi áðan með svefninn. En síðan finna sumir til einkenna þunglyndis og fá samviskubit yfir því að vera ekki oftar glaðari eða að vera á bömmer. Og líður þá enn verr fyrir vikið. Enn alvarlegra er það síðan ef að ungu fólki finnst hreinlega lífið sitt ömurlegt og á það eru að sækja vondar hugsanir. Þá skiptir öllu máli að það sé greið aðstoð fyrir þau til staðar og enginn biðtími,“ segir Benedikt og bætir við: „Bókunarkerfið okkar í Tækniskólanum er til dæmis alveg frábært. Því það er hluti af skólakerfinu INNU sem þýðir að nemendur geta bara farið þangað inn sjálfir, sjá hvaða tímar eru lausir hjá mér og bókað sig. Það þarf ekkert að ræða við mig eða einhvern annan fyrst. Þau eru bara sjálfbær um þetta.“ Benedikt segir mikilvægt fyrir alla að upplifa að við séum að gera eitthvað gagn. Það geti verið erfitt þegar einkenni þunglyndis eru, því þunglyndi dregur úr allri áhugahvöt. Lyf geta gert mikið gagn en ekkert ein og sér. Mikilvægt sé að vinna með verkfæri og leiðir til að læra að sporna gegn kvíða, þunglyndi, félagsfælni eða öðru.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Benedikt segir mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að geðheilsa ungs fólks hefur hrakað síðustu árin og það sé eitthvað sem taka þurfi alvarlega. Að ungt fólk hafi aðgengi að aðstoð og fái tækifæri til þess að læra á þau verkfæri sem eru til staðar til að láta sér líða betur er þar lykilatriði. Margir nemendur sem leita til mín hafa fengið uppáskrifað frá lækni þunglyndis- eða kvíðalyf eins og Sertral, en virðast ekki hafa fengið nægar upplýsingar um kvíða og þunglyndi, og hvað þarf að gera í framhaldinu. Það er mjög mikilvægt að vita hvað þarf að gera til að minnka einkenni kvíða og þunglyndis, hvort sem maður tekur lyf eða ekki. Lyfin geta verið mjög hjálpleg en þau eru oft ekki lausn ein og sér. Í tilfelli kvíða þarf oft að gera það sem manni finnst erfitt að gera, og í tilfellum þunglyndis þarf að ná upp virkni, svo dæmi séu tekin. Ef fólk sem glímir við mikinn kvíða, félagsfælni eða þunglyndi fær ekki aðstoð við að vinna sig í gegnum það, er hætta á að vanlíðanin annað hvort haldi áfram eða komi upp aftur þegar fólk hættir á lyfjum.“ Benedikt segir verkfæri sem geta hjálpað fólki út úr vanlíðan eins og þunglyndi eða kvíða ekki alltaf þurfa að vera flókin. En aðstoð og meðferð þurfi samt að vera til staðar. „Margir nefna til dæmis við mig þegar þeir koma að þeir séu nú þegar búnir að gera heilmargt til að reyna að láta sér líða betur. Öndunaræfingar eru mjög oft nefndar. Þar sem fólk gefur sér tíma í að draga andann djúpt út og inn. Sem vissulega gerir okkur gott og við getum orðið rólegri fyrir vikið í stutta stund. En eitt og sér mun það aldrei leysa kvíða.“ Það atriði sem Benedikt segir mjög miklu máli skipta sé hins vegar þessi upplifun að vera alltaf að gera eitthvað gagnlegt. Sem getur verið sérstaklega erfitt þegar það eru einkenni þunglyndis, því þá dettur áhugahvötin svo mikið niður. „Einstaklingur sem glímir við þunglyndi getur skort orku, áhugahvöt og fundið fyrir depurðartilfinningu. Þá er hægt að reyna að vinna með hugsanir, auka félagslega virkni, bæta hreyfingu, svefn og mataræði, auk þess að vinna almennt með virkni, upplifa að maður sé að gera gagnlega hluti. Til þess að svo megi verða getur verið mikilvægt að setja sér markmið, skipuleggja og búa til rútínur. En þetta getur verið mjög erfitt, alla vega fyrst um sinn af því að það skortir áhugahvöt og orku, og því er mikilvægt að átta sig á því að það má byrja smátt, gera litlar breytingar á lífi sínu.“ Fræðsla skipti því svo miklu máli. Til dæmis bara samhengið á milli þess að við séum að fá nægilega mikinn svefn til að draga úr líkum á því að okkur fari að líða illa, upplifa kvíða eða þunglyndi. „Þá finnst mér mjög mikilvægt að tryggja að nemendur þurfi ekki að bíða og geti bókað sig sjálf. Því sumir bóka sig í nokkur skipti, afboða sig en taka loksins af skarið. Það hefur líka reynst mér vel að láta þau alltaf vita að ef þau vilja, geti einhver komið með þeim í fyrsta tíma. Til dæmis foreldri, vinur eða vinkona. Því fyrirfram ímynda sér mjög margir að samtalið hjá mér verði óþægilegt eða erfitt, sem það er alls ekki en til að finnast auðveldara að byrja að koma, finnst sumum gott að hafa einhvern með.“ Benedikt segir líka gott fyrir okkur öll að horfa á þróunina og skilja samhengi hlutanna. „Til dæmis er alveg eðlilegt að vissu leyti að félagsfælni sé að aukast. Því í dag eru samtöl að miklu leyti að fara fram í gegnum samfélagsmiðla. Sem er allt annað en að hitta fólk. Viðmiðanir hafa hreinlega gjörbreyst og allt umhverfið líka. Með þetta þurfum við að vinna.“ Á haustin hefur Benedikt þá venju að kynna sjálfan sig og sitt starf fyrir nemendum. Það sé liður í því að opna fyrir fræðslu og að þau viti að þau geti alltaf sótt sér aðstoð. Enda sé það ekkert nema eðlilegt. Okkur finnst svo eðlilegt að bóka tíma og fá aðstoð ef við erum með tannpínu. Eða snúum okkur um ökkla. Að vinna sig út úr vanlíðan er vissulega áskorun. En við eigum samt að hugsa um geðheilsuna á sama hátt og með aðra hluti. Ef okkur finnst til dæmis lífið erfitt, sjáum fátt jákvætt , þá eigum við að fá aðstoð því það eru verkfæri og leiðir til að hjálpa okkur til þess að líða betur.“ Áskorun Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Fjölskyldumál Heilsa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 „Ég var á barmi þess að fyrirfara mér“ Fyrir sjö árum síðan fór íslensk kona á fimmtugsaldri í svokallað „ferðalag“ með hugvíkkandi efninu Ayahuasca. Eftir ferðalagið segist hún hafa hún náð botninum andlega og fór hún sjálfviljug á geðdeild Landspítalans vegna afleiðinga ferðalagsins. Hún var með sjálfsvígshugsanir og var hún greind í djúpri geðlægð. 13. janúar 2023 15:31 „Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa“ „Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, sem tilnefndur er sem maður ársins 2022. Hann lýsir því að hafa liðið illa á sínum yngri árum og hugleitt sjálfsvíg. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna og segir líf sitt hafa umbreyst á síðustu árum. 27. desember 2022 22:46 Hugvíkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni. 30. nóvember 2022 10:30 Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja „Ég þekki vel sársaukann sem getur fylgt ADHD,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. 28. október 2022 08:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
„Nei, mér finnst ekki rétt orðað að við séum að aumingjavæða unga fólkið, en ég tel að við verðum að geta talað um það að það getur gert okkur gott að axla ábyrgð, læra að bjarga okkur, vera dugleg og hörð af okkur,“ segir Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur hjá Tækniskólanum og bætir við: „Ég tel í sumum tilvikum að foreldrar megi huga að því að halda þessu betur að börnunum. Ungt fólk er að alast upp við allt annað umhverfi en það sem eitt sinn var. Netið, snjallsímar og áhrifavaldar eru dæmi um umhverfi sem hefur áhrif. Og því miður oft neikvæð áhrif.“ Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag fjöllum við um kvíða, þunglyndi og félagsfælni hjá framhaldsskólanemum. Fá samviskubit ofan á aðra vanlíðan Benedikt Bragi útskrifaðist með Cand. Psych. gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 en hafði áður lokið BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Benedikt hefur meðal annars starfað sem forstöðumaður Fjölskylduheimilisins við Ásvallagötu sem er úrræði fyrir 14-18 ára unglinga. Þá hefur hann starfað sem klínískur sálfræðingur hjá Fjölskyldumiðstöðinni, Sálstofunni og skólasálfræðingur hjá grunnskólum Kópavogs. Í Kópavogi starfaði Benedikt við fjóra skóla. Og sá þar um greiningar, meðferð, ráðgjöf og fræðslu. „Það sem mér hefur fundist mjög mikill kostur, bæði í Kópavogi og hér í Tækniskólanum, er að vera staðsettur í skólabyggingunum. Þannig að nemendur þurfa ekki að ganga nema nokkra metra til að koma til mín og ég hef líka allt aðra nálgun við nemendur vegna þess að ég er á staðnum.“ Benedikt segir það líka koma sér vel að starfa í nálægð við kennarana sem eru með puttann á púlsinum með nemendum alla daga. „Þetta eru kollegar mínir sem ég fæ mér kaffi með og borða hádegismat með. Vegna nálægðarinnar myndast öðruvísi samstarf. Sumir kennarar senda mér stundum línu eða hringja út af einhverju máli og almennt samtal er öðruvísi og nánara.“ Benedikt segist telja aukningu á því að framhaldsskólar séu með sálfræðinga í starfi. Það sé þó ekki orðið alls staðar. „Hér í Tækniskólanum er mikill vilji til að efla andlega heilsu nemenda þannig að þeim líði öllum sem best. Enda ákveðin forsenda fyrir velgengni í námi að nemendum líði vel og gangi þannig sem best.“ Hann segir unga fólkið leita til sín með alls kyns mál. Þegar þú ert að glíma við kvíða eða þunglyndi getur verið erfið tilhugsun að rétta upp hendi og spyrja kennara að einhverju. Eða að standa fyrir framan bekkinn og kynna eitthvað. Sumum líður illa og missa úr daga í skóla. Og eiga síðan erfitt með að koma sér af stað aftur. Því ofan á vanlíðanina sem þau eru að upplifa bætist við samviskubit yfir því að hafa ekki mætt.“ Þá segir hann nemendur líka koma til sín vegna mála sem standa þeim nærri hverju sinni. „Sumir strákarnir koma svolítið til mín út af sambandsslitum á meðan sumar stelpurnar eru kannski meira að hugsa um aðra hluti, en heilt yfir er lítill munur á strákum og stelpum þegar kemur að umfjöllunarefni í sálfræðitíma.“ Fyrst og fremst segir Benedikt nemendur vera mjög upplýsta, skynsama og duglega. „Það getur verið erfið tilhugsun að koma til mín eða að byrja að ræða málin. En mér finnst nemendur upp til hópa mjög dugleg, að gera góða hluti og með markmið um framtíðina.“ Benedikt telur það af hinu góða að sálfræðingur starfi innan skólabygginganna og mælir með því að framhaldsskólanemar geti bókað sig sjálfir í tíma, eins og hægt er í gegnum INNU skólakerfið. Hann segir það geta verið erfið tilhugsun að rétta upp hendi og spyrja kennarann að einhverju ef fólk er að glíma við kvíða eða þunglyndi. Nemendur missi úr skóla, fá síðan samviskubit yfir því að hafa ekki mætt og líður enn verr. Vísir/Vilhelm Margir áhrifaþættir Benedikt segist hafa fylgst með því eins og aðrir að samkvæmt upplýsingum Embættis landlæknis hefur geðheilsu ungs fólks, 18-34, farið hrakandi. „Dag frá degi er maður samt bara að vinna í einstökum málum. Þannig að ég viðurkenni alveg að frá því að ég byrjaði í þessu starfi hjá Tækniskólanum árið 2018 er ég svo sem ekki að finna neina breytingu,“ segir Benedikt en bætir við: „En vissulega eru margar breytingar sem hafa orðið síðustu árin. Við vitum til dæmis að það að sofa ekki nægilega vel, eykur líkurnar á kvíða og vanlíðan. Að spila tölvuleiki eða vera á netinu getur leitt til þess að ungt fólk er ekki að sofa nægilega mikið. Og þegar vantar upp á svefninn í langan tíma, er ekkert óeðlilegt við það að kvíði eða einkenni þunglyndis geti farið að sýna sig.“ Þá er vitað að margt tengt tölvuleikjum, samfélagsmiðlum eða áhrifavöldum getur haft neikvæð áhrif. Áhrifavaldar vilja væntanlega ekki hafa neikvæð áhrif á fólk. Staðreyndin er samt sú að eitt af því sem hefur gert alla viðmiðun svolítið vanstillta eru áhrifavaldar og samfélagsmiðlar. Þess vegna þarf ég oft að fara yfir það með nemendum að auðvitað þarf enginn að vera í flottum merkjafötum, sýna nekt, fá mörg like eða fara til Balí til að láta sér líða vel.“ Almennt glíma 5-10% fólks við þunglyndi hverju sinni. Hins vegar er meira talað um kvíðahneigð, félagsfælni og fleira. Hvað finnst Benedikt um þetta? „Já ég vil reyndar tala meira um þunglyndi og geri það oft þegar ástæða þykir til. Til þess að útskýra hvernig þunglyndi virkar og hvers vegna það er alveg eðlilegt að á tímum getum við verið að upplifa þunglyndi.“ Myndir þú þá segja að við ættum að tala meira um þunglyndi en kvíða? „Þunglyndi og kvíði eru í raun þessi tvö stóru tilfinningakerfi. Sem meira og minna allir eru að fást við. Annað hvort eða bæði. Í samtölum við nemendur kemur fyrir að ég ræði um hvernig fólk er oft að gera hitt og þetta sem er kannski eins konar forvarnarstarf gegn þunglyndi þó fólk hugsi það ekki svoleiðis, til dæmis bara að mæta til vinnu og standa sig í sínu þar, vakna snemma, hreyfa sig reglulega, hitta annað fólk og svo framvegis. Því eitt af því sem við gerum til að sporna við þunglyndi er að vinna að einhverju þar sem okkur finnst við vera að gera gagn. Það getur verið lykilatriði, að upplifa að maður sé að gera gagnlega hluti.“ Benedikt tekur undir þá orðræðu að ungt fólk sé almennt duglegra að ræða um tilfinningar sínar og líðan en eldri kynslóðir. „En þetta getur samt alveg verið erfitt í byrjun. Fólk er feimið og kvíðið og finnst tilhugsunin um að mæta til mín og fara að ræða einverja erfiða hluti ekkert rosalega þægileg tilhugsun. En það slaknar á þessu strax í fyrsta tíma. Því þá skýri ég þessa hluti bara út og fer líka yfir það að við getum rætt um alls kyns verkfæri sem hægt er að nota til að láta sér líða betur og það get ég kennt þeim, þótt þau séu ekki endilega að segja mér eitthvað mikið persónulegt á meðan þau eru ekki tilbúin til þess.“ Þá segir hann það líka oft gera fólki auðveldara fyrir að horfa á verkfærin og skilja út á hvað þau ganga. Því það taki svolítið pressuna af því að þurfa að tala um eitthvað sem fólki finnst kannski erfitt eða óþægilegt að tala um. Sem er líka allt í lagi að bíði um sinn. Benedikt segir líka af hinu góða að fólk átti sig á því hversu eðlilegt það getur verið að þunglyndi banki upp á. Þegar að aðrir hlutir eru kannski ekki í jafnvægi. „Eins og ég nefndi áðan með svefninn. En síðan finna sumir til einkenna þunglyndis og fá samviskubit yfir því að vera ekki oftar glaðari eða að vera á bömmer. Og líður þá enn verr fyrir vikið. Enn alvarlegra er það síðan ef að ungu fólki finnst hreinlega lífið sitt ömurlegt og á það eru að sækja vondar hugsanir. Þá skiptir öllu máli að það sé greið aðstoð fyrir þau til staðar og enginn biðtími,“ segir Benedikt og bætir við: „Bókunarkerfið okkar í Tækniskólanum er til dæmis alveg frábært. Því það er hluti af skólakerfinu INNU sem þýðir að nemendur geta bara farið þangað inn sjálfir, sjá hvaða tímar eru lausir hjá mér og bókað sig. Það þarf ekkert að ræða við mig eða einhvern annan fyrst. Þau eru bara sjálfbær um þetta.“ Benedikt segir mikilvægt fyrir alla að upplifa að við séum að gera eitthvað gagn. Það geti verið erfitt þegar einkenni þunglyndis eru, því þunglyndi dregur úr allri áhugahvöt. Lyf geta gert mikið gagn en ekkert ein og sér. Mikilvægt sé að vinna með verkfæri og leiðir til að læra að sporna gegn kvíða, þunglyndi, félagsfælni eða öðru.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Benedikt segir mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að geðheilsa ungs fólks hefur hrakað síðustu árin og það sé eitthvað sem taka þurfi alvarlega. Að ungt fólk hafi aðgengi að aðstoð og fái tækifæri til þess að læra á þau verkfæri sem eru til staðar til að láta sér líða betur er þar lykilatriði. Margir nemendur sem leita til mín hafa fengið uppáskrifað frá lækni þunglyndis- eða kvíðalyf eins og Sertral, en virðast ekki hafa fengið nægar upplýsingar um kvíða og þunglyndi, og hvað þarf að gera í framhaldinu. Það er mjög mikilvægt að vita hvað þarf að gera til að minnka einkenni kvíða og þunglyndis, hvort sem maður tekur lyf eða ekki. Lyfin geta verið mjög hjálpleg en þau eru oft ekki lausn ein og sér. Í tilfelli kvíða þarf oft að gera það sem manni finnst erfitt að gera, og í tilfellum þunglyndis þarf að ná upp virkni, svo dæmi séu tekin. Ef fólk sem glímir við mikinn kvíða, félagsfælni eða þunglyndi fær ekki aðstoð við að vinna sig í gegnum það, er hætta á að vanlíðanin annað hvort haldi áfram eða komi upp aftur þegar fólk hættir á lyfjum.“ Benedikt segir verkfæri sem geta hjálpað fólki út úr vanlíðan eins og þunglyndi eða kvíða ekki alltaf þurfa að vera flókin. En aðstoð og meðferð þurfi samt að vera til staðar. „Margir nefna til dæmis við mig þegar þeir koma að þeir séu nú þegar búnir að gera heilmargt til að reyna að láta sér líða betur. Öndunaræfingar eru mjög oft nefndar. Þar sem fólk gefur sér tíma í að draga andann djúpt út og inn. Sem vissulega gerir okkur gott og við getum orðið rólegri fyrir vikið í stutta stund. En eitt og sér mun það aldrei leysa kvíða.“ Það atriði sem Benedikt segir mjög miklu máli skipta sé hins vegar þessi upplifun að vera alltaf að gera eitthvað gagnlegt. Sem getur verið sérstaklega erfitt þegar það eru einkenni þunglyndis, því þá dettur áhugahvötin svo mikið niður. „Einstaklingur sem glímir við þunglyndi getur skort orku, áhugahvöt og fundið fyrir depurðartilfinningu. Þá er hægt að reyna að vinna með hugsanir, auka félagslega virkni, bæta hreyfingu, svefn og mataræði, auk þess að vinna almennt með virkni, upplifa að maður sé að gera gagnlega hluti. Til þess að svo megi verða getur verið mikilvægt að setja sér markmið, skipuleggja og búa til rútínur. En þetta getur verið mjög erfitt, alla vega fyrst um sinn af því að það skortir áhugahvöt og orku, og því er mikilvægt að átta sig á því að það má byrja smátt, gera litlar breytingar á lífi sínu.“ Fræðsla skipti því svo miklu máli. Til dæmis bara samhengið á milli þess að við séum að fá nægilega mikinn svefn til að draga úr líkum á því að okkur fari að líða illa, upplifa kvíða eða þunglyndi. „Þá finnst mér mjög mikilvægt að tryggja að nemendur þurfi ekki að bíða og geti bókað sig sjálf. Því sumir bóka sig í nokkur skipti, afboða sig en taka loksins af skarið. Það hefur líka reynst mér vel að láta þau alltaf vita að ef þau vilja, geti einhver komið með þeim í fyrsta tíma. Til dæmis foreldri, vinur eða vinkona. Því fyrirfram ímynda sér mjög margir að samtalið hjá mér verði óþægilegt eða erfitt, sem það er alls ekki en til að finnast auðveldara að byrja að koma, finnst sumum gott að hafa einhvern með.“ Benedikt segir líka gott fyrir okkur öll að horfa á þróunina og skilja samhengi hlutanna. „Til dæmis er alveg eðlilegt að vissu leyti að félagsfælni sé að aukast. Því í dag eru samtöl að miklu leyti að fara fram í gegnum samfélagsmiðla. Sem er allt annað en að hitta fólk. Viðmiðanir hafa hreinlega gjörbreyst og allt umhverfið líka. Með þetta þurfum við að vinna.“ Á haustin hefur Benedikt þá venju að kynna sjálfan sig og sitt starf fyrir nemendum. Það sé liður í því að opna fyrir fræðslu og að þau viti að þau geti alltaf sótt sér aðstoð. Enda sé það ekkert nema eðlilegt. Okkur finnst svo eðlilegt að bóka tíma og fá aðstoð ef við erum með tannpínu. Eða snúum okkur um ökkla. Að vinna sig út úr vanlíðan er vissulega áskorun. En við eigum samt að hugsa um geðheilsuna á sama hátt og með aðra hluti. Ef okkur finnst til dæmis lífið erfitt, sjáum fátt jákvætt , þá eigum við að fá aðstoð því það eru verkfæri og leiðir til að hjálpa okkur til þess að líða betur.“
Áskorun Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Fjölskyldumál Heilsa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 „Ég var á barmi þess að fyrirfara mér“ Fyrir sjö árum síðan fór íslensk kona á fimmtugsaldri í svokallað „ferðalag“ með hugvíkkandi efninu Ayahuasca. Eftir ferðalagið segist hún hafa hún náð botninum andlega og fór hún sjálfviljug á geðdeild Landspítalans vegna afleiðinga ferðalagsins. Hún var með sjálfsvígshugsanir og var hún greind í djúpri geðlægð. 13. janúar 2023 15:31 „Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa“ „Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, sem tilnefndur er sem maður ársins 2022. Hann lýsir því að hafa liðið illa á sínum yngri árum og hugleitt sjálfsvíg. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna og segir líf sitt hafa umbreyst á síðustu árum. 27. desember 2022 22:46 Hugvíkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni. 30. nóvember 2022 10:30 Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja „Ég þekki vel sársaukann sem getur fylgt ADHD,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. 28. október 2022 08:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
„Ég var á barmi þess að fyrirfara mér“ Fyrir sjö árum síðan fór íslensk kona á fimmtugsaldri í svokallað „ferðalag“ með hugvíkkandi efninu Ayahuasca. Eftir ferðalagið segist hún hafa hún náð botninum andlega og fór hún sjálfviljug á geðdeild Landspítalans vegna afleiðinga ferðalagsins. Hún var með sjálfsvígshugsanir og var hún greind í djúpri geðlægð. 13. janúar 2023 15:31
„Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa“ „Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, sem tilnefndur er sem maður ársins 2022. Hann lýsir því að hafa liðið illa á sínum yngri árum og hugleitt sjálfsvíg. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna og segir líf sitt hafa umbreyst á síðustu árum. 27. desember 2022 22:46
Hugvíkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni. 30. nóvember 2022 10:30
Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja „Ég þekki vel sársaukann sem getur fylgt ADHD,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. 28. október 2022 08:01