Átján ára Álvaro kom Real til bjargar í Madrídarslagnum Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. febrúar 2023 19:43 Fyrsta markið. vísir/Getty Real Madrid og Atletico Madrid skildu jöfn í stórleik helgarinnar í spænska fótboltanum. Leikurinn var markalaus lengi framan af og eftir rúmlega klukkutíma leik fékk Angel Correa úr liði gestanna að líta rauða spjaldið. Einum færri tókst Atletico engu að síður að ná forystunni með marki Jose Gimenez á 78.mínútu. Hinn átján ára gamli Álvaro Rodriguez náði að jafna metin þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Real Madrid en hann var að leika sinn þriðja leik fyrir aðalliðið. Lokatölur 1-1 sem þýðir að Barcelona getur aukið forystu sína á toppi deildarinnar upp í tíu stig á morgun þegar liðið heimsækir Almeria. Spænski boltinn
Real Madrid og Atletico Madrid skildu jöfn í stórleik helgarinnar í spænska fótboltanum. Leikurinn var markalaus lengi framan af og eftir rúmlega klukkutíma leik fékk Angel Correa úr liði gestanna að líta rauða spjaldið. Einum færri tókst Atletico engu að síður að ná forystunni með marki Jose Gimenez á 78.mínútu. Hinn átján ára gamli Álvaro Rodriguez náði að jafna metin þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Real Madrid en hann var að leika sinn þriðja leik fyrir aðalliðið. Lokatölur 1-1 sem þýðir að Barcelona getur aukið forystu sína á toppi deildarinnar upp í tíu stig á morgun þegar liðið heimsækir Almeria.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti