Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 08:29 Elon Musk, eigandi Tesla, hefur haldið því fram að sjálfstýringarbúnaður hans sé öruggari en mennskir ökumenn og að ökumenn þurfi nánast aldrei að taka við stjórn bíla sem eru búnir henni. AP/David Zalubowski Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin er sögð hluti af umfangsmeiri rannsókn bandarískra samgönguyfirvalda á sjálfstýringarkerfi Tesla. Þau þrýstu á fyrirtækið að kalla inn 363.000 bifreiðar með kerfinu í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Um 400.000 Tesla-bifreiðar eru búnar sjálfstýringunni sem fyrirtækið er enn að prófa sig áfram með. Kerfið hefur meðal annars ekið bílum beint yfir gatnamót jafnvel þótt þeir séu á beygjuakrein eða á gulu ljósi. Bílarnir nema stundum ekki alveg staðar við stöðvunarskyldu og þeir fylgja ekki alltaf hámarkshraða. Vegaöryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) segir að vandamál af þessu tagi komi upp við sjaldgæfar aðstæður. Tesla vildi ekki kalla inn bílana þar sem fyrirtækið segist ósammála greiningu stofnunarinnar á vandamálinu. Tesla á að bæta úr göllunum með hugbúnaðaruppfærslu á næstu vikum. Elon Musk, eigandi Tesla, tuðaði yfir að aðgerðin sé kölluð innköllun í færslu á samfélagsmiðli sínum Twitter í gær. Það væri tímaskekkja og hreinlega rangt að tala um hugbúnaðaruppfærslu sem innköllun. NHTSA hefur rannsakað sjálfstýringarbúnað Teslu frá því að ökumaður lést þegar hann ók bíl sínum undir tengivagn flutningabíls í Flórída í júní árið 2016. Önnur rannsókn var opnuð þegar Teslur byrjuðu að keyra á neyðarbíla í ágúst 2021. Að minnsta kosti fjórtán Teslum með sjálfstýringunni hefur verið ekið á neyðarbifreiðar. Einnig eru kvartanir undan því að Teslur geti nauðhemlað skyndilega án tilefnis til skoðunar hjá yfirvöldum. Tesla Innköllun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent
Innköllunin er sögð hluti af umfangsmeiri rannsókn bandarískra samgönguyfirvalda á sjálfstýringarkerfi Tesla. Þau þrýstu á fyrirtækið að kalla inn 363.000 bifreiðar með kerfinu í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Um 400.000 Tesla-bifreiðar eru búnar sjálfstýringunni sem fyrirtækið er enn að prófa sig áfram með. Kerfið hefur meðal annars ekið bílum beint yfir gatnamót jafnvel þótt þeir séu á beygjuakrein eða á gulu ljósi. Bílarnir nema stundum ekki alveg staðar við stöðvunarskyldu og þeir fylgja ekki alltaf hámarkshraða. Vegaöryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) segir að vandamál af þessu tagi komi upp við sjaldgæfar aðstæður. Tesla vildi ekki kalla inn bílana þar sem fyrirtækið segist ósammála greiningu stofnunarinnar á vandamálinu. Tesla á að bæta úr göllunum með hugbúnaðaruppfærslu á næstu vikum. Elon Musk, eigandi Tesla, tuðaði yfir að aðgerðin sé kölluð innköllun í færslu á samfélagsmiðli sínum Twitter í gær. Það væri tímaskekkja og hreinlega rangt að tala um hugbúnaðaruppfærslu sem innköllun. NHTSA hefur rannsakað sjálfstýringarbúnað Teslu frá því að ökumaður lést þegar hann ók bíl sínum undir tengivagn flutningabíls í Flórída í júní árið 2016. Önnur rannsókn var opnuð þegar Teslur byrjuðu að keyra á neyðarbíla í ágúst 2021. Að minnsta kosti fjórtán Teslum með sjálfstýringunni hefur verið ekið á neyðarbifreiðar. Einnig eru kvartanir undan því að Teslur geti nauðhemlað skyndilega án tilefnis til skoðunar hjá yfirvöldum.
Tesla Innköllun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent