Eydís Evensen tilkynnir Evróputúr Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 11:30 Eydís Evensen var að senda frá sér tónverk og tónlistarmyndband ásamt því að tilkynna væntanlega plötu og tónleikaferðalag. Vísir/Vilhelm Það er mikið um að vera hjá tónskáldinu og píanóleikaranum Eydísi Evensen, sem hefur vakið athygli í hinum stóra heimi, en hún var að senda frá sér tónverkið Tephra Horizon og tónlistarmyndband við. Er um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu en Eydís er einnig á leið í stórt tónleikaferðalag. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. Hér má sjá tónlistarmyndbandið, sem er leikstýrt af Einari Egilssyni: Verkið heitir Tephra Horizon sem þýðist sem jarðlaga sjóndeildarhringur. Eldgos og alls konar tilfinningar „Verkið spratt út frá því þegar við vorum með gosið okkar fagra í Fagradalsfjalli og ég var bara ótrúlega innblásin af því. Við Einar fengum að gera myndverk í kringum það eldgos og máttum fljúga yfir eldgosið 17 klukkutímum eftir að það byrjaði. Ég fór að hágráta og hlæja og upplifði allan tilfinningaskalann,“ segir Eydís og bætir við: „Eftir það gerðum við myndband um þessa upplifun og héldum áfram að koma aftur að gosinu. Þetta var alltaf jafn mindblowing og magnað. Þetta verk kemur út frá því og myndverkið tengir Reykjanesskagann og eldgosið. Þannig við erum með smá myndefni frá því gosi og hraun laginu. Þetta er í rauninni heill hringur (e. full circle) og þetta hring element kemur fram í myndverkinu.“ Einar Egils og Eydís Evensen eru sannarlega skapandi kærustupar.Instagram @eydisevensen Skapandi par Eydís og Einar eru par sem hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina. Að sögn Eydísar eru mjög oft skapandi samræður í gangi hjá parinu. „Það er oft erfitt að ýta á pásu yfir kvöldmatnum, við erum alltaf að fá nýjar hugmyndir og það er frábært að geta unnið með makanum sínum. Það er líka extra mikið traust, við erum óhrædd við að segja nákvæmlega hvað okkur finnst og hvernig við þróum hugmyndirnar áfram.“ Eydís segir innblásturinn koma til sín á ólíka vegu. „Stundum er líka erfitt að ýta á stopp þar en aðra daga finnur maður fyrir til dæmis áhrifum frá veðrinu og þá vill maður vera undir sæng og gera ekki neitt. Þetta fer eftir hugarástandi og þegar ég vil sækja mér innblástur þá leita ég í tónlist, kvikmyndir eða bækur. Þá er ég að detta inn í þannig lestur eða áhorf og þá kannski hjálpar það mér að komast á réttan stað. Það er breytilegt.“ Eydís Evensen mun gefa út plötuna The Light í vor.Aðsend Ný breiðskífa Eins og áður segir er Eydís að fara að senda frá sér plötu sem ber heitið The Light en hún hefur verið lengi í vinnslu og kemur út 26. maí. „Ég samdi nokkur af verkum plötunnar þegar ég bjó í New York á árunum 2018-2020, þannig þetta er í raun samansafn sem spannar yfir nokkur ár. Hugmyndir hér og þar sem ég hef sótt í.“ Hún segir þetta verið krefjandi og lærdómsríkt ferli. „Það er vissulega áskorun að setja saman ákveðið kort af hugsunum og tilfinningum og færa það yfir í heilsteypt verk sem þessi plata er, en það er líka mjög losandi og heilbrigt andlega að geta sett ákveðnar tilfinningar út. Í staðinn fyrir að vilja betrumbæta stöðugt, þá er gott að setja þetta út og halda áfram.“ Eydís sækir innblásturinn víða og finnst stundum erfitt að ýta á stopp takkann.Saga Sig Píanóið traustur vinur Tónlistin hefur í gegnum tíðina reynst Eydísi góður andlegur stuðningur „Alveg frá því ég byrjaði að semja tónlist hefur píanóið verið minn besti vinur. Ég bjó erlendis í sjö ár og ferðaðist mikið. Þegar var komin til nýrrar borgar og átti kannski ekki marga vini þá var píanóið alltaf til staðar, sama hvert ég fór. Líka það að geta sest alltaf sest niður við það, hvort sem það er að spila verk sem ég æfði þegar ég var að læra á píanó eða bara að losa um einhverjar tilfinningar. Þetta er svo mikil losun, alveg eins og oft í jóga tíma eða hugleiðslu.“ Eydís hefur gert það gott í Evrópu og komið fram víða. Sem dæmi má nefna Royal Albert Hall í London og framkomu hennar með Damon Albarn á ARTE Concert Festival í París. Eydís Evensen fer á tónleikaferðalag um Evrópu í sumar en hún verður með tónleika í Hannesarholti næstkomandi föstudag, 24. febrúar.Vísir/Vilhelm Ólýsanlegt móment Árið 2018 markar straumhvörf í hennar lífi þegar hún hélt tónleika í Iðnó og fékk í kjölfarið plötusamning. „Mig var búið að langa að byrja þennan tónlistarferil í mörg ár og við Nick, umboðsmaðurinn minn, ákváðum að halda tónleika. Hann hjálpaði mér að plana allt frá fyrsta degi.“ Á tónleikunum spilaði Eydís sex verk. „Eftir showið var ég mjög eftir og stressuð. Ég ákvað að stökkva á barinn og fá mér einn bjór til að róa taugarnar. Fyrsta manneskjan sem mætir mér eftir giggið er Dirk Lange frá Sony með nafnspjaldið sitt. Ég get ekki lýst því þessu mómenti með orðum.“ Á síðustu árum hefur Eydís þróast mikið í listsköpun sinni. „Ég var alltaf að hugsa hvort þetta væri eitthvað sem maður getur virkilega gert að sínum frama. Ég hafði alltaf gert tónlist bara til hliðar frá því ég var í skóla en eftir þetta móment með Dirk Lange fann ég virkilega innst inni að ég gæti átt tækifæri í tónlistarbransanum.“ Eydís Evensen hefur fundið sjálfstraustið aukast á undanförnum árumAnna Maggý Aukið sjálfstraust í bransanum Samræðurnar leiddu svo til þess að Eydís fékk plötusamning. „Ég hef aldrei lært tónsmíðar, ég hef bara lært píanóleik. Ég var alltaf með smá imposter syndrome í tengslum við það og hugsaði fyrst hvort þetta væri eitthvað sem ég gæti gert.“ Blessunarlega hefur sjálfstraustið aukist til muna hjá Eydísi og þakkar hún þá sérstaklega sínu frábæra teymi. „Þau hjálpuðu mér að komast á næsta stað og vera óhrædd. Sömuleiðis fjölskylda og vinir. Í þessu ferli hef ég fundið sjálfstraustið verða meira. Fyrst þorði ég ekki að segja neitt, fór upp á svið, spilaði og fór. Nú líður mér betur upp á sviði.“ Tónlistin hefur alltaf reynst Eydísi traustur vinur.Instagram @eydisevensen Eydís segist mjög þakklát og heppin með umboðsmanninn sinn. „Hann er bara að vinna með mér og Sóleyju Stefánsdóttur og hefur upp á síðkastið bara viljað vinna með kvenkyns artistum, til að ýta undir að við fáum þessa rödd sem hefur kannski verið skortur á fyrir konur í tónlistarbransanum. Það hafa komið upp tilvik, til dæmis hjá fólki sem starfar í tónleikahöllum þar sem ég er að spila, þar sem ég hugsa að það væri öðruvísi virðing borin fyrir mér ef ég væri karlkyns artisti. En það hefur alltaf verið leist á mjög mindful hátt. Fólk í kringum mig hefur líka geta staðið upp fyrir mér þegar ég á erfitt með það.“ Stórt tónleikaferðalag Eydís fer í tónleikaferðalag um Evrópu í sumar og stefnir á Bandaríkin og Kanada síðar á árinu. Þá kemur hún einnig fram á risa tónlistarhátíðinni South by Southwest í Texas í mars. Hún byrjar þó á að vera með tónleika í Hannesarholti föstudaginn 24. febrúar næstkomandi. Það er margt spennandi framundan hjá Eydísi.Vísir/Vilhelm „Hugmyndin að Hannesarholts tónleikunum fór af stað eftir síðasta sumar. Þá var ég búin að halda tónleika í mínum heimabæ, Blönduósi fyrir norðan. Í kjölfarið hóf ég samræður við Iceland Sync um að halda mögulega tónleikaseríu í kirkjum landsins, sem reyndar hefur ekki enn orðið að. Við hugsuðum að það gæti verið áhugaverð byrjun að hafa tónleika í Hannesarholti, en þetta er í fyrsta skipti sem ég mun spila þar. Þetta er æðislegur salur, fallegur hljómburður og flygillinn er frábær. Ég hlakka mikið til,“ segir Eydís að lokum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig“ Síðastliðin ár hafa verið mikill tilfinningarússíbani hjá tónlistarkonunni Eydísi Evensen en hún var hálfpartinn uppgötvuð á Iceland Airwaves árið 2018 og hefur síðan þá spilað víðs vegar um Evrópu. Eydís kom aftur fram á Airwaves í ár en hún segir alltaf best að spila heima á Íslandi. 8. nóvember 2022 15:01 „Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“ Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. 15. apríl 2022 11:00 Eydís og Einar gefa út myndverk saman við nýtt lag Tónskáldið og píanóleikarinn Eydís Evensen gaf út plötuna FROST um helgina. Samhliða útgáfunni kom út undurfagurt myndverk, sem Eydís gerði ásamt Einari Egils. 11. apríl 2022 14:26 Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 26. október 2021 09:30 Fallegur flutningur Eydísar og GDRN Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur. 4. júní 2021 14:31 Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið, sem er leikstýrt af Einari Egilssyni: Verkið heitir Tephra Horizon sem þýðist sem jarðlaga sjóndeildarhringur. Eldgos og alls konar tilfinningar „Verkið spratt út frá því þegar við vorum með gosið okkar fagra í Fagradalsfjalli og ég var bara ótrúlega innblásin af því. Við Einar fengum að gera myndverk í kringum það eldgos og máttum fljúga yfir eldgosið 17 klukkutímum eftir að það byrjaði. Ég fór að hágráta og hlæja og upplifði allan tilfinningaskalann,“ segir Eydís og bætir við: „Eftir það gerðum við myndband um þessa upplifun og héldum áfram að koma aftur að gosinu. Þetta var alltaf jafn mindblowing og magnað. Þetta verk kemur út frá því og myndverkið tengir Reykjanesskagann og eldgosið. Þannig við erum með smá myndefni frá því gosi og hraun laginu. Þetta er í rauninni heill hringur (e. full circle) og þetta hring element kemur fram í myndverkinu.“ Einar Egils og Eydís Evensen eru sannarlega skapandi kærustupar.Instagram @eydisevensen Skapandi par Eydís og Einar eru par sem hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina. Að sögn Eydísar eru mjög oft skapandi samræður í gangi hjá parinu. „Það er oft erfitt að ýta á pásu yfir kvöldmatnum, við erum alltaf að fá nýjar hugmyndir og það er frábært að geta unnið með makanum sínum. Það er líka extra mikið traust, við erum óhrædd við að segja nákvæmlega hvað okkur finnst og hvernig við þróum hugmyndirnar áfram.“ Eydís segir innblásturinn koma til sín á ólíka vegu. „Stundum er líka erfitt að ýta á stopp þar en aðra daga finnur maður fyrir til dæmis áhrifum frá veðrinu og þá vill maður vera undir sæng og gera ekki neitt. Þetta fer eftir hugarástandi og þegar ég vil sækja mér innblástur þá leita ég í tónlist, kvikmyndir eða bækur. Þá er ég að detta inn í þannig lestur eða áhorf og þá kannski hjálpar það mér að komast á réttan stað. Það er breytilegt.“ Eydís Evensen mun gefa út plötuna The Light í vor.Aðsend Ný breiðskífa Eins og áður segir er Eydís að fara að senda frá sér plötu sem ber heitið The Light en hún hefur verið lengi í vinnslu og kemur út 26. maí. „Ég samdi nokkur af verkum plötunnar þegar ég bjó í New York á árunum 2018-2020, þannig þetta er í raun samansafn sem spannar yfir nokkur ár. Hugmyndir hér og þar sem ég hef sótt í.“ Hún segir þetta verið krefjandi og lærdómsríkt ferli. „Það er vissulega áskorun að setja saman ákveðið kort af hugsunum og tilfinningum og færa það yfir í heilsteypt verk sem þessi plata er, en það er líka mjög losandi og heilbrigt andlega að geta sett ákveðnar tilfinningar út. Í staðinn fyrir að vilja betrumbæta stöðugt, þá er gott að setja þetta út og halda áfram.“ Eydís sækir innblásturinn víða og finnst stundum erfitt að ýta á stopp takkann.Saga Sig Píanóið traustur vinur Tónlistin hefur í gegnum tíðina reynst Eydísi góður andlegur stuðningur „Alveg frá því ég byrjaði að semja tónlist hefur píanóið verið minn besti vinur. Ég bjó erlendis í sjö ár og ferðaðist mikið. Þegar var komin til nýrrar borgar og átti kannski ekki marga vini þá var píanóið alltaf til staðar, sama hvert ég fór. Líka það að geta sest alltaf sest niður við það, hvort sem það er að spila verk sem ég æfði þegar ég var að læra á píanó eða bara að losa um einhverjar tilfinningar. Þetta er svo mikil losun, alveg eins og oft í jóga tíma eða hugleiðslu.“ Eydís hefur gert það gott í Evrópu og komið fram víða. Sem dæmi má nefna Royal Albert Hall í London og framkomu hennar með Damon Albarn á ARTE Concert Festival í París. Eydís Evensen fer á tónleikaferðalag um Evrópu í sumar en hún verður með tónleika í Hannesarholti næstkomandi föstudag, 24. febrúar.Vísir/Vilhelm Ólýsanlegt móment Árið 2018 markar straumhvörf í hennar lífi þegar hún hélt tónleika í Iðnó og fékk í kjölfarið plötusamning. „Mig var búið að langa að byrja þennan tónlistarferil í mörg ár og við Nick, umboðsmaðurinn minn, ákváðum að halda tónleika. Hann hjálpaði mér að plana allt frá fyrsta degi.“ Á tónleikunum spilaði Eydís sex verk. „Eftir showið var ég mjög eftir og stressuð. Ég ákvað að stökkva á barinn og fá mér einn bjór til að róa taugarnar. Fyrsta manneskjan sem mætir mér eftir giggið er Dirk Lange frá Sony með nafnspjaldið sitt. Ég get ekki lýst því þessu mómenti með orðum.“ Á síðustu árum hefur Eydís þróast mikið í listsköpun sinni. „Ég var alltaf að hugsa hvort þetta væri eitthvað sem maður getur virkilega gert að sínum frama. Ég hafði alltaf gert tónlist bara til hliðar frá því ég var í skóla en eftir þetta móment með Dirk Lange fann ég virkilega innst inni að ég gæti átt tækifæri í tónlistarbransanum.“ Eydís Evensen hefur fundið sjálfstraustið aukast á undanförnum árumAnna Maggý Aukið sjálfstraust í bransanum Samræðurnar leiddu svo til þess að Eydís fékk plötusamning. „Ég hef aldrei lært tónsmíðar, ég hef bara lært píanóleik. Ég var alltaf með smá imposter syndrome í tengslum við það og hugsaði fyrst hvort þetta væri eitthvað sem ég gæti gert.“ Blessunarlega hefur sjálfstraustið aukist til muna hjá Eydísi og þakkar hún þá sérstaklega sínu frábæra teymi. „Þau hjálpuðu mér að komast á næsta stað og vera óhrædd. Sömuleiðis fjölskylda og vinir. Í þessu ferli hef ég fundið sjálfstraustið verða meira. Fyrst þorði ég ekki að segja neitt, fór upp á svið, spilaði og fór. Nú líður mér betur upp á sviði.“ Tónlistin hefur alltaf reynst Eydísi traustur vinur.Instagram @eydisevensen Eydís segist mjög þakklát og heppin með umboðsmanninn sinn. „Hann er bara að vinna með mér og Sóleyju Stefánsdóttur og hefur upp á síðkastið bara viljað vinna með kvenkyns artistum, til að ýta undir að við fáum þessa rödd sem hefur kannski verið skortur á fyrir konur í tónlistarbransanum. Það hafa komið upp tilvik, til dæmis hjá fólki sem starfar í tónleikahöllum þar sem ég er að spila, þar sem ég hugsa að það væri öðruvísi virðing borin fyrir mér ef ég væri karlkyns artisti. En það hefur alltaf verið leist á mjög mindful hátt. Fólk í kringum mig hefur líka geta staðið upp fyrir mér þegar ég á erfitt með það.“ Stórt tónleikaferðalag Eydís fer í tónleikaferðalag um Evrópu í sumar og stefnir á Bandaríkin og Kanada síðar á árinu. Þá kemur hún einnig fram á risa tónlistarhátíðinni South by Southwest í Texas í mars. Hún byrjar þó á að vera með tónleika í Hannesarholti föstudaginn 24. febrúar næstkomandi. Það er margt spennandi framundan hjá Eydísi.Vísir/Vilhelm „Hugmyndin að Hannesarholts tónleikunum fór af stað eftir síðasta sumar. Þá var ég búin að halda tónleika í mínum heimabæ, Blönduósi fyrir norðan. Í kjölfarið hóf ég samræður við Iceland Sync um að halda mögulega tónleikaseríu í kirkjum landsins, sem reyndar hefur ekki enn orðið að. Við hugsuðum að það gæti verið áhugaverð byrjun að hafa tónleika í Hannesarholti, en þetta er í fyrsta skipti sem ég mun spila þar. Þetta er æðislegur salur, fallegur hljómburður og flygillinn er frábær. Ég hlakka mikið til,“ segir Eydís að lokum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig“ Síðastliðin ár hafa verið mikill tilfinningarússíbani hjá tónlistarkonunni Eydísi Evensen en hún var hálfpartinn uppgötvuð á Iceland Airwaves árið 2018 og hefur síðan þá spilað víðs vegar um Evrópu. Eydís kom aftur fram á Airwaves í ár en hún segir alltaf best að spila heima á Íslandi. 8. nóvember 2022 15:01 „Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“ Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. 15. apríl 2022 11:00 Eydís og Einar gefa út myndverk saman við nýtt lag Tónskáldið og píanóleikarinn Eydís Evensen gaf út plötuna FROST um helgina. Samhliða útgáfunni kom út undurfagurt myndverk, sem Eydís gerði ásamt Einari Egils. 11. apríl 2022 14:26 Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 26. október 2021 09:30 Fallegur flutningur Eydísar og GDRN Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur. 4. júní 2021 14:31 Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig“ Síðastliðin ár hafa verið mikill tilfinningarússíbani hjá tónlistarkonunni Eydísi Evensen en hún var hálfpartinn uppgötvuð á Iceland Airwaves árið 2018 og hefur síðan þá spilað víðs vegar um Evrópu. Eydís kom aftur fram á Airwaves í ár en hún segir alltaf best að spila heima á Íslandi. 8. nóvember 2022 15:01
„Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“ Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. 15. apríl 2022 11:00
Eydís og Einar gefa út myndverk saman við nýtt lag Tónskáldið og píanóleikarinn Eydís Evensen gaf út plötuna FROST um helgina. Samhliða útgáfunni kom út undurfagurt myndverk, sem Eydís gerði ásamt Einari Egils. 11. apríl 2022 14:26
Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 26. október 2021 09:30
Fallegur flutningur Eydísar og GDRN Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur. 4. júní 2021 14:31
Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. 29. janúar 2021 13:31