Lífið

Maturinn sem Íslendingar gúffuðu í sig yfir Super Bowl

Samúel Karl Ólason skrifar
MaturinnÁSb

Útlit er fyrir að nokkuð góður hópur Íslendinga hafi vaknað með nokkurs konar þynnku í dag. Í mörgum tilfellum hefur það ekki verið vegna drykkju heldur mikils áts, langt fram á nótt.

Það þarf nefnilega orku til að vaka langt fram á nótt til að horfa á Super Bowl.

Þeim Íslendingum sem gúffa í sig kjúklingavængjum, rifjum og annarskonar „amerískum“ mat yfir Ofurskálinni fer sífellt fjölgandi, ef marka má myndirnar sem birtar eru af kræsingunum með myllumerkinu #NFLisland en þær sýna vel metnaðinn í bæði matreiðslunni og framsetningunni.

Sjá einnig: Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað

Samhliða því hefur metnaðurinn á matarborðunum aukist gífurlega og eru margir sem leggja mikið á sig fyrir gesti sína og fjölskyldumeðlimi. Svo eru auðvitað einhverjir sem leggja mikinn metnað í það að taka upp símann og panta mat. Þar getur framsetningin þó gert mikið.

Hér að neðan má sjá myndir af hnossgætinu í fyrra.

Hér að neðan má svo sjá hluta þess sem Íslendingar stærðu sig af með #NFLisland í gærkvöldi og í nótt. Tístin eru ekki í neinni sérstakri röð, fyrir utan það að myndin mín er fyrst. Ég eldaði samt ekki neitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×