Keppendur Söngvakeppninnar trylla leikskóla landsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 15:04 Hljómsveitin Celebs hefur troðið upp á leikskólum landsins undanfarna daga. aðsend Það má ætla að hljómsveitin Celebs, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, hafi eignast marga unga aðdáendur á síðustu dögum. Sveitin hefur verið á svokölluðum leikskólatúr á höfuðborgarsvæðinu en í dag eru þau stödd á Vestfjörðum þar sem þau hafa verið bókuð af átta leikskólum. Það eru systkinin Valgeir Skorri, Hrafnkell Hugi og Katla Vigdís Vernharðsbörn sem skipa hljómsveitina Celebs. Systkinin koma frá Suðureyri og eiga það sameiginlegt að hafa öll unnið keppnina Músíktilraunir. Þeir Valgeir og Hrafnkell unnu keppnina árið 2015 sem hljómsveitinni Rythmatik. Katla fetaði svo í fótspor þeirra árið 2017 þegar hún vann keppnina með hljómsveitinni Between Mountains. Árið 2019 ákváðu systkinin svo að sameina krafta sína og stofna hljómsveitina Celebs. Leikskólabörnin hafa tekið Celebs mjög vel.aðsend Vatt fljótt upp á sig Sigurinn í Músiktilraunum er þó ekki það eina sem systkinin eiga sameiginlegt, því þau eru öll að vinna á leikskólum. Þá starfar móðir þeirra einnig sem leikskólastjóri. Það lá því beinast við að hljómsveitin færi á leikskólatúr með lagið sitt Dómsdagsdans. „Okkur fannst þetta bara alveg tilvalið. Við kunnum á krakkana og vitum alveg hvað er skemmtilegt að gera. Við fórum fyrst bara í það að bóka okkur í leikskólana okkar og hitta krakkana sem við þekkjum en síðan bara vatt það mjög fljótt upp á sig,“ segir Katla Vigdís í samtali við Vísi. Á síðustu dögum hafa systkinin spilað á tíu leikskólum á höfuðborgarsvæðinu og hefur þeim verið tekið mjög vel, bæði af börnunum en ekki síður leikskólakennurunum. View this post on Instagram A post shared by Celebs (@we.are.celebs) Bílabúningurinn orðinn vel sveittur eftir öll giggin „Við keyrðum svo vestur í gær eftir að hafa spilað á fjórum leikskólum fyrir sunnan fyrr um daginn. Þannig að við erum orðin svolítið soðin en þetta er bara svo ofboðslega gaman, þannig við getum ekki hætt. Við erum að koma fram í átta leikskólum bara í dag, “ segir Katla sem segir sveitina þá hafa spilað átján gigg á fjórum dögum eftir daginn í dag. Systkinin reyna að höfða til barnanna með hinum ýmsu leiðum, meðal annars með prumpubröndrunum og skrautlegum klæðaburði. Sem dæmi um það keypti Hrafnkell, einn meðlimur hljómsveitarinnar, sér sérstakan bílabrautabúning sem hefur vakið mikla lukku meðal barnanna. „Hann segir að þetta sé í eina skipti sem svona „targeted“ Instagram auglýsing hafi bara virkað 100% þegar hann sá þennan galla auglýstan. Þannig hann er orðinn alveg vel sveittur eftir allar heimsóknirnar. Hann þarf kannski að fara setja hann í hreinsun eftir öll danssporin,“ segir Katla. Markmiðið með laginu Dómsdagsdans er að leggja áhyggjur og vandamál til hliðar og gleyma sér í eitt augnablik og dansa.aðsend „Við þurfum ekki að vera með stöðugt samviskubit“ Celebs stíga á stokk á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar þann 18. febrúar þar sem þau munu flytja lagið Dómsdagsdans. „Þetta er náttúrlega svolítið rosalegur titill á einhverju lagi, Dómsdagsdans. En pælingin er sú að fólk verður fyrir svo rosalega miklu áreiti, sérstaklega ungt fólk. Það eru alls konar áhyggjur sem unga kynslóðin er með, það er ekki hægt að kaupa íbúð og heimurinn er að farast. Stundum er eins og allt sé að fara til fjandans.“ „Þetta lag á að vera smá svona áminning um það að við megum alveg setja þetta allt saman til hliðar eitt kvöld og dansa og hafa gaman. Við þurfum ekki að vera með stöðugt samviskubit. Jafnvel þó svo að það sé eitthvað slæmt í gangi, þá megum taka augnablik og skemmta okkur. Það má,“ segir Katla að lokum, rétt áður en hún er kölluð á svið á leikskóla á Ísafirði. Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Leikskólar Tengdar fréttir Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54 Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40 Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. 27. janúar 2023 16:28 Rísandi Söngvakeppnisstjarna líkleg til vinsælda á Íslenska listanum Tónlistarkonan Diljá tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið „Lifandi inní mér“ eða „Power“ eins og það heitir á ensku. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag og er fyrsta Söngvakeppnis lagið sem ratar á listann. 4. febrúar 2023 17:01 Mest lesið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Lífið samstarf Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira
Það eru systkinin Valgeir Skorri, Hrafnkell Hugi og Katla Vigdís Vernharðsbörn sem skipa hljómsveitina Celebs. Systkinin koma frá Suðureyri og eiga það sameiginlegt að hafa öll unnið keppnina Músíktilraunir. Þeir Valgeir og Hrafnkell unnu keppnina árið 2015 sem hljómsveitinni Rythmatik. Katla fetaði svo í fótspor þeirra árið 2017 þegar hún vann keppnina með hljómsveitinni Between Mountains. Árið 2019 ákváðu systkinin svo að sameina krafta sína og stofna hljómsveitina Celebs. Leikskólabörnin hafa tekið Celebs mjög vel.aðsend Vatt fljótt upp á sig Sigurinn í Músiktilraunum er þó ekki það eina sem systkinin eiga sameiginlegt, því þau eru öll að vinna á leikskólum. Þá starfar móðir þeirra einnig sem leikskólastjóri. Það lá því beinast við að hljómsveitin færi á leikskólatúr með lagið sitt Dómsdagsdans. „Okkur fannst þetta bara alveg tilvalið. Við kunnum á krakkana og vitum alveg hvað er skemmtilegt að gera. Við fórum fyrst bara í það að bóka okkur í leikskólana okkar og hitta krakkana sem við þekkjum en síðan bara vatt það mjög fljótt upp á sig,“ segir Katla Vigdís í samtali við Vísi. Á síðustu dögum hafa systkinin spilað á tíu leikskólum á höfuðborgarsvæðinu og hefur þeim verið tekið mjög vel, bæði af börnunum en ekki síður leikskólakennurunum. View this post on Instagram A post shared by Celebs (@we.are.celebs) Bílabúningurinn orðinn vel sveittur eftir öll giggin „Við keyrðum svo vestur í gær eftir að hafa spilað á fjórum leikskólum fyrir sunnan fyrr um daginn. Þannig að við erum orðin svolítið soðin en þetta er bara svo ofboðslega gaman, þannig við getum ekki hætt. Við erum að koma fram í átta leikskólum bara í dag, “ segir Katla sem segir sveitina þá hafa spilað átján gigg á fjórum dögum eftir daginn í dag. Systkinin reyna að höfða til barnanna með hinum ýmsu leiðum, meðal annars með prumpubröndrunum og skrautlegum klæðaburði. Sem dæmi um það keypti Hrafnkell, einn meðlimur hljómsveitarinnar, sér sérstakan bílabrautabúning sem hefur vakið mikla lukku meðal barnanna. „Hann segir að þetta sé í eina skipti sem svona „targeted“ Instagram auglýsing hafi bara virkað 100% þegar hann sá þennan galla auglýstan. Þannig hann er orðinn alveg vel sveittur eftir allar heimsóknirnar. Hann þarf kannski að fara setja hann í hreinsun eftir öll danssporin,“ segir Katla. Markmiðið með laginu Dómsdagsdans er að leggja áhyggjur og vandamál til hliðar og gleyma sér í eitt augnablik og dansa.aðsend „Við þurfum ekki að vera með stöðugt samviskubit“ Celebs stíga á stokk á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar þann 18. febrúar þar sem þau munu flytja lagið Dómsdagsdans. „Þetta er náttúrlega svolítið rosalegur titill á einhverju lagi, Dómsdagsdans. En pælingin er sú að fólk verður fyrir svo rosalega miklu áreiti, sérstaklega ungt fólk. Það eru alls konar áhyggjur sem unga kynslóðin er með, það er ekki hægt að kaupa íbúð og heimurinn er að farast. Stundum er eins og allt sé að fara til fjandans.“ „Þetta lag á að vera smá svona áminning um það að við megum alveg setja þetta allt saman til hliðar eitt kvöld og dansa og hafa gaman. Við þurfum ekki að vera með stöðugt samviskubit. Jafnvel þó svo að það sé eitthvað slæmt í gangi, þá megum taka augnablik og skemmta okkur. Það má,“ segir Katla að lokum, rétt áður en hún er kölluð á svið á leikskóla á Ísafirði.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Leikskólar Tengdar fréttir Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54 Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40 Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. 27. janúar 2023 16:28 Rísandi Söngvakeppnisstjarna líkleg til vinsælda á Íslenska listanum Tónlistarkonan Diljá tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið „Lifandi inní mér“ eða „Power“ eins og það heitir á ensku. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag og er fyrsta Söngvakeppnis lagið sem ratar á listann. 4. febrúar 2023 17:01 Mest lesið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Lífið samstarf Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira
Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54
Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40
Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. 27. janúar 2023 16:28
Rísandi Söngvakeppnisstjarna líkleg til vinsælda á Íslenska listanum Tónlistarkonan Diljá tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið „Lifandi inní mér“ eða „Power“ eins og það heitir á ensku. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag og er fyrsta Söngvakeppnis lagið sem ratar á listann. 4. febrúar 2023 17:01