Mahomes valinn sá mikilvægasti með miklum yfirburðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2023 13:00 Patrick Mahomes átti frábært tímabil með Kansas City Chiefs og það getur orðið enn betra á sunnudagskvöldið. AP/Charlie Riedel Patrick Mahomes var í gær útnefndur mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili en framundan er stórleikur hjá honum á sunnudagskvöldið þegar hann spilar með liði sínu Kansas City Chiefs í sjálfum Super Bowl. Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Mahomes er valinn bestur en hann hafði mikla yfirburði í kosningunni. Hann er aðeins á sínu sjötta tímabili í NFL-deildinni. MVP set the league on fire @PatrickMahomes pic.twitter.com/adx4t9PUFj— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes fékk 48 af 50 atkvæðum í fyrsta sætið en þeir sem kjósa eru bandarískir fjölmiðlamenn sem fjalla um NFL-deildina í fullu starfi. Mahomes fékk því alls 490 stig en næstur á eftir hinum var Jalen Hurts hjá Philadelphia Eagles með 193 stig. Hurts mætir einmitt Mahomes í Super Bowl leiknum um helgina. Leikstjórnendur voru í fjórum efstu sætunum því Josh Allen hjá Buffalo Bills varð þriðji og Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals endaði í fjórða sætinu. .@PatrickMahomes joins the 2x MVP club! #NFLHonors | @Invisalign pic.twitter.com/M25Yu3VyhS— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes er aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að vinna þessi virtu verðlaun tvisvar. Hann átti flesta sendingajarda í deildinni á tímabilinu (5.250) sem og flestar sendingar fyrir snertimörkum (41). Það voru líka veitt önnur verðlaun. New York Jets mennirnir Sauce Gardner (vörn) og Garrett Wilson (sókn) voru valdir nýliðar ársins. Justin Jefferson, útherji Minnesota Vikings, var kosinn besti sóknarmaðurinn og Nick Bosa hjá San Francisco 49ers þótti besti varnarmaður deildarinnar. Geno Smith, leikstjórnandi hjá Seattle Seahawks, átti endurkomu ársins og Brian Daboll hjá New York Giants var valinn þjálfari ársins. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00. Garrett Wilson is the 2022 Offensive Rookie of the Year! #NFLHonors @GarrettWilson_V pic.twitter.com/noVXmuhDRC— NFL (@NFL) February 10, 2023 SAUCE Defensive Rookie of the Year! #NFLHonors @iamsaucegardner pic.twitter.com/QH0LoUr8yX— NFL (@NFL) February 10, 2023 One of the best seasons for a WR of all time. @JJettas2 is your Offensive Player of the Year! #NFLHonors @surface pic.twitter.com/gaK5gvTvLw— NFL (@NFL) February 10, 2023 .@Giants head coach Brian Daboll wins Coach of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/8VePcysgG9— NFL (@NFL) February 10, 2023 STILL NOT WRITING BACK. @GenoSmith3 | #NFLHonors pic.twitter.com/ShC47ylj2s— NFL (@NFL) February 10, 2023 Nick Bosa wins the 2022 Defensive Player of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/IBqhDtfD3W— NFL (@NFL) February 10, 2023 NFL Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira
Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Mahomes er valinn bestur en hann hafði mikla yfirburði í kosningunni. Hann er aðeins á sínu sjötta tímabili í NFL-deildinni. MVP set the league on fire @PatrickMahomes pic.twitter.com/adx4t9PUFj— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes fékk 48 af 50 atkvæðum í fyrsta sætið en þeir sem kjósa eru bandarískir fjölmiðlamenn sem fjalla um NFL-deildina í fullu starfi. Mahomes fékk því alls 490 stig en næstur á eftir hinum var Jalen Hurts hjá Philadelphia Eagles með 193 stig. Hurts mætir einmitt Mahomes í Super Bowl leiknum um helgina. Leikstjórnendur voru í fjórum efstu sætunum því Josh Allen hjá Buffalo Bills varð þriðji og Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals endaði í fjórða sætinu. .@PatrickMahomes joins the 2x MVP club! #NFLHonors | @Invisalign pic.twitter.com/M25Yu3VyhS— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes er aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að vinna þessi virtu verðlaun tvisvar. Hann átti flesta sendingajarda í deildinni á tímabilinu (5.250) sem og flestar sendingar fyrir snertimörkum (41). Það voru líka veitt önnur verðlaun. New York Jets mennirnir Sauce Gardner (vörn) og Garrett Wilson (sókn) voru valdir nýliðar ársins. Justin Jefferson, útherji Minnesota Vikings, var kosinn besti sóknarmaðurinn og Nick Bosa hjá San Francisco 49ers þótti besti varnarmaður deildarinnar. Geno Smith, leikstjórnandi hjá Seattle Seahawks, átti endurkomu ársins og Brian Daboll hjá New York Giants var valinn þjálfari ársins. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00. Garrett Wilson is the 2022 Offensive Rookie of the Year! #NFLHonors @GarrettWilson_V pic.twitter.com/noVXmuhDRC— NFL (@NFL) February 10, 2023 SAUCE Defensive Rookie of the Year! #NFLHonors @iamsaucegardner pic.twitter.com/QH0LoUr8yX— NFL (@NFL) February 10, 2023 One of the best seasons for a WR of all time. @JJettas2 is your Offensive Player of the Year! #NFLHonors @surface pic.twitter.com/gaK5gvTvLw— NFL (@NFL) February 10, 2023 .@Giants head coach Brian Daboll wins Coach of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/8VePcysgG9— NFL (@NFL) February 10, 2023 STILL NOT WRITING BACK. @GenoSmith3 | #NFLHonors pic.twitter.com/ShC47ylj2s— NFL (@NFL) February 10, 2023 Nick Bosa wins the 2022 Defensive Player of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/IBqhDtfD3W— NFL (@NFL) February 10, 2023
NFL Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira