Ekkert verður af Bandarísku söngvakeppninni 2023 Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2023 08:03 Kynnarnir Snoop Dogg og Kelly Clarkson með sigurvegara American Song Contest 2023, AleXa sem keppti fyrir hönd Oklahoma. Getty Óhætt er að segja að vinsældir Bandarísku söngvakeppninnar, systurkeppni Eurovision, hafi ekki orðið eins miklar og aðstandendur keppninnar höfðu vonast eftir. Nú staðfesta þeir að ekkert verði af keppninni í ár, en vonast til að keppnin verði aftur á skjánum 2024. Frá þessu segir í sænska Aftonbladet þar sem rætt er við Christer Björkman sem var maðurinn sem fenginn var til að koma Bandarísku söngvakeppninni, eða American Song Contest, á koppinn. Hann hafði áður verið allt í öllu þegar kom framleiðslu á Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Bandaríska söngvakeppnin var í fyrsta sinn haldin á síðasta ári þar sem K-pop stjarnan AleXa, sem flutti lagið Wonderland stóð uppi sem sigurvegari. Hún var fulltrúi Oklahoma í keppninni. Riker Lynch frá Colorado var í öðru sæti og Jordan Smith frá Kentucky í því þriðja. Meðal annarra keppenda í fyrra voru frægir tónlistarmenn á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó. Kynnar voru svo söngvararnir Kelly Clarkson og Snoop Dogg. Björkman segir mjög erfitt að koma keppni sem þessari inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Það krefst þess að vera þolinmóður til að tryggja að fyrirbærið nái að festa sig í sessi. Áhorfið á keppnina í fyrra var ekki mikið, raunar minna en áhorfið í Melodifestivalen í Svíþjóð. Björkman segist þó vonast til að hægt verði að halda keppnina aftur árið 2024. Hann segist stoltur af teyminu sem stóð að framkvæmd Bandarísku söngvakeppninnar. Hann segir þó óvíst hvort að NBC vilji halda áfram að framleiða keppnina. Björkman bendir á að markaðssetningin hafi ekki verið nægilega góð og þá hafi það verið mistök af hálfu NBC að sýna keppnina á sama tíma og Idol var í gangi. Hann segir einnig að vonir standi enn til að hægt verði að koma á laggirnar söngvakeppni, sem svipi til Eurovision, bæði í Kanada og í Suður-Ameríku. Sú vinna sé enn í gangi. Í keppninni voru tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna, fimm yfirráðasvæðum og svo höfuðborginni sjálfri. Keppnin stóð í átta vikur þar sem þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu. Bandaríska söngvakeppnin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Frá þessu segir í sænska Aftonbladet þar sem rætt er við Christer Björkman sem var maðurinn sem fenginn var til að koma Bandarísku söngvakeppninni, eða American Song Contest, á koppinn. Hann hafði áður verið allt í öllu þegar kom framleiðslu á Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Bandaríska söngvakeppnin var í fyrsta sinn haldin á síðasta ári þar sem K-pop stjarnan AleXa, sem flutti lagið Wonderland stóð uppi sem sigurvegari. Hún var fulltrúi Oklahoma í keppninni. Riker Lynch frá Colorado var í öðru sæti og Jordan Smith frá Kentucky í því þriðja. Meðal annarra keppenda í fyrra voru frægir tónlistarmenn á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó. Kynnar voru svo söngvararnir Kelly Clarkson og Snoop Dogg. Björkman segir mjög erfitt að koma keppni sem þessari inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Það krefst þess að vera þolinmóður til að tryggja að fyrirbærið nái að festa sig í sessi. Áhorfið á keppnina í fyrra var ekki mikið, raunar minna en áhorfið í Melodifestivalen í Svíþjóð. Björkman segist þó vonast til að hægt verði að halda keppnina aftur árið 2024. Hann segist stoltur af teyminu sem stóð að framkvæmd Bandarísku söngvakeppninnar. Hann segir þó óvíst hvort að NBC vilji halda áfram að framleiða keppnina. Björkman bendir á að markaðssetningin hafi ekki verið nægilega góð og þá hafi það verið mistök af hálfu NBC að sýna keppnina á sama tíma og Idol var í gangi. Hann segir einnig að vonir standi enn til að hægt verði að koma á laggirnar söngvakeppni, sem svipi til Eurovision, bæði í Kanada og í Suður-Ameríku. Sú vinna sé enn í gangi. Í keppninni voru tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna, fimm yfirráðasvæðum og svo höfuðborginni sjálfri. Keppnin stóð í átta vikur þar sem þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu.
Bandaríska söngvakeppnin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00