Magnaður píanóflutningur Víkings Ólafssonar á eyðieyju Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 12:32 Víkingur Ólafsson flutti Ave Maria á Engey. Erlendur Sveinsson Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var að senda frá sér stórfenglegt myndband af píanótónleikum, í samvinnu við Deutsche Grammofone, Erlend Sveinsson og Kristínu Sævarsdóttur. Á myndbandinu spilar hann lag Sigvalda Kaldalóns, Ave María, á eyðieyjunni Engey. Eyjan er staðsett rétt fyrir utan Reykjavík, skammt frá Viðey. Flugu með píanó á eyðieyju Í samtali við Vísi segir Erlendur, leikstjóri myndbandsins, að þau hafi flogið með píanó út í Engey til að taka upp þennan tónlistarflutning. Kristín Sævarsdóttir, sem framleiddi myndbandið, er eigandi píanósins og komst það að heilu og höldnu fram og til baka. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má finna í spilaranum hér að neðan: Klippa: Víkingur Ólafsson spilar Ave Maria í Engey Þau tóku einnig upp myndband af gerð tónlistarflutningsins og eins og sjá má er ansi metnaðarfullt verk að baki: Klippa: Bak við tjöldin: Víkingur Ólafsson í Engey Gefur von og færir ljós „Við ansi stolt með viðbrögðin sem myndbandið hefur fengið,“ segir Erlendur og bætir við: „Engey er ansi áhugaverð eyðieyja. Þar var búið lengi vel og má rekja hina víðfrægu Engeyjarætt þangað. Þar eru rústir í dag og minnisvarðar um kirkju sem eitt sinn stóð þar.“ Öllu var til tjaldað fyrir gerð myndbandsins.Erlendur Sveinsson „Þetta lag er mjög oft spilað á dimmustu stundum lífs okkar, til að gefa von og færa ljós,“ segir Víkingur Heiðar meðal annars í tengslum við valið á Ave María. Víkingur og Sigurður Kristinsson, jafnan þekktur sem Diddi, sem flaug með hópnum á eyjuna til að stilla píanóið. Erlendur Sveinsson Magnað augnablik Frægðarsól Víkings skín ansi skært um þessar mundir enda er hann einn eftirsóttasti píanóleikari heims og er lagið tekið af nýútgefinni plötu hans From Afar sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur. „Undir lok myndbandsins, þegar Víkingur slær seinustu nótu sína, er hrafn sem flýgur af stað í átt að myndavélinni, eins og um sé að ræða þaulæft augnablik. Þess má geta að þetta er ansi mögnuð tilviljun og náðust viðbrögð leikstjóra á mynd,“ segir Erlendur en hægt er að sjá þau í gerð myndbandsins. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tökustað: Víkingur Ólafsson hefur náð miklum árangri í tónlistarheiminum en plata hans From Afar hefur hlotið mjög góðar viðtökur.Erlendur Sveinsson Píanóinu var flogið út á eyjuna en það er í eigu Kristínar og komst heim óskaddað.Erlendur Sveinsson Bak við tjöldin.Erlendur Sveinsson Tökur fóru fram á eyðieyjunni Engey.Erlendur Sveinsson Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni. 22. ágúst 2022 12:30 Víkingur Heiðar og EFLA hlutu útflutningsverðlaunin Fyrirtækið EFLA hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari var heiðraður fyrir störf sín á erlendri grundu. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 28. júní 2022 22:45 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Flugu með píanó á eyðieyju Í samtali við Vísi segir Erlendur, leikstjóri myndbandsins, að þau hafi flogið með píanó út í Engey til að taka upp þennan tónlistarflutning. Kristín Sævarsdóttir, sem framleiddi myndbandið, er eigandi píanósins og komst það að heilu og höldnu fram og til baka. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má finna í spilaranum hér að neðan: Klippa: Víkingur Ólafsson spilar Ave Maria í Engey Þau tóku einnig upp myndband af gerð tónlistarflutningsins og eins og sjá má er ansi metnaðarfullt verk að baki: Klippa: Bak við tjöldin: Víkingur Ólafsson í Engey Gefur von og færir ljós „Við ansi stolt með viðbrögðin sem myndbandið hefur fengið,“ segir Erlendur og bætir við: „Engey er ansi áhugaverð eyðieyja. Þar var búið lengi vel og má rekja hina víðfrægu Engeyjarætt þangað. Þar eru rústir í dag og minnisvarðar um kirkju sem eitt sinn stóð þar.“ Öllu var til tjaldað fyrir gerð myndbandsins.Erlendur Sveinsson „Þetta lag er mjög oft spilað á dimmustu stundum lífs okkar, til að gefa von og færa ljós,“ segir Víkingur Heiðar meðal annars í tengslum við valið á Ave María. Víkingur og Sigurður Kristinsson, jafnan þekktur sem Diddi, sem flaug með hópnum á eyjuna til að stilla píanóið. Erlendur Sveinsson Magnað augnablik Frægðarsól Víkings skín ansi skært um þessar mundir enda er hann einn eftirsóttasti píanóleikari heims og er lagið tekið af nýútgefinni plötu hans From Afar sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur. „Undir lok myndbandsins, þegar Víkingur slær seinustu nótu sína, er hrafn sem flýgur af stað í átt að myndavélinni, eins og um sé að ræða þaulæft augnablik. Þess má geta að þetta er ansi mögnuð tilviljun og náðust viðbrögð leikstjóra á mynd,“ segir Erlendur en hægt er að sjá þau í gerð myndbandsins. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tökustað: Víkingur Ólafsson hefur náð miklum árangri í tónlistarheiminum en plata hans From Afar hefur hlotið mjög góðar viðtökur.Erlendur Sveinsson Píanóinu var flogið út á eyjuna en það er í eigu Kristínar og komst heim óskaddað.Erlendur Sveinsson Bak við tjöldin.Erlendur Sveinsson Tökur fóru fram á eyðieyjunni Engey.Erlendur Sveinsson
Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni. 22. ágúst 2022 12:30 Víkingur Heiðar og EFLA hlutu útflutningsverðlaunin Fyrirtækið EFLA hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari var heiðraður fyrir störf sín á erlendri grundu. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 28. júní 2022 22:45 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni. 22. ágúst 2022 12:30
Víkingur Heiðar og EFLA hlutu útflutningsverðlaunin Fyrirtækið EFLA hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari var heiðraður fyrir störf sín á erlendri grundu. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 28. júní 2022 22:45