Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 10:47 Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar keppast um að verða næsta Idolstjarna Íslands. Stöð 2 „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. Kjalar, Saga Matthildur, Bía og Símon Grétar eru þeir fjórir keppendur sem eftir eru. Það styttist óðum í það að ný Idol stjarna verði krýnd og er spennan orðin áþreifanleg. Eins og flestir ættu að vera farnir að þekkja eru föstudagar Idol dagar. Gústi B ræddi því við þau Kjalar, Sögu Matthildi og Bíu og tók púlsinn á þeim fyrir kvöldið, en Símon Grétar var fjarri góðu gamni. „Maður er stressaður af því að maður vill gera vel“ Þó svo að Kjalar og Saga Matthildur segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hve margir séu í raun heima í stofu að horfa á þau syngja í hverri viku, finna þau vissulega öll fyrir pressu. Í svona keppni getur pressan þó unnið með keppendum. „Ef ég er rólegur uppi á sviði, ekkert stress og engin pressa, þá næ ég ekki að lifa mig inn í atriðið,“ segir Kjalar og Bía tekur undir. „Þá er eins og þetta skipti mann minna máli. Maður er stressaður af því að maður vill gera vel,“ segir hún. Stressið kemur þó ekki endilega áður en þau stíga á svið eða á meðan á flutningnum stendur, heldur getur það einnig komið eftir á. STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON „Ég lenti í því fyrir tveimur vikum að ég var ekkert stressaður áður en ég fór upp á svið eða á sviðinu. Svo eftir á, þá var ég bara í stresskasti restina af kvöldinu,“ segir Kjalar. „Maður er svo hræddur. Maður er annað hvort að fara heim eða þá að kveðja einhvern. Það er svo leiðinlegt,“ segir Bía. Í síðustu viku kvaddi hópurinn Guðjón Smára, en hann og Bía voru orðnir nánir vinir. Langar að kaupa sér hund fyrir verðlaunaféð Sá keppandi sem vinnur Idolið hlýtur meðal annars tvær milljónir í verðlaun. Gústi B spyr keppendur hvað þeir myndu eyða peningnum í. „Ætli ég myndi ekki kaupa mér bíl,“ segir Kjalar. „Ég þarf að kaupa mér stærri íbúð,“ segir Saga sem er ófrísk af sínu fyrsta barni. „En mig langar ógeðslega mikið í fleiri hunda.“ „Ég held ég myndi henda mér til Ítalíu með kærastanum mínum. Einhverja svona rómó ferð, bara við tvö,“ segir Bía sem áttar sig svo á því að nýkrýnd Idol stjarna mun líklega eiga lítinn tíma aflögu fyrir slíka ferð á næstunni. Í kvöld munu keppendurnir fjórir stíga á stokk í Idolhöllinni. Í þetta skiptið mun hver keppandi flytja tvö lög, eitt íslenskt og eitt gamalt. Eins og fyrri kvöld eru örlög keppenda í höndum áhorfenda. Síðustu vikur hafa verið slegin met í símakosningu og er orðið ljóst að hvert atkvæði getur skipt máli. Hér fyrir neðan má hlusta á Veilsuna með Gústa B í heild sinni. Viðtalið við Idol keppendur hefst á mínútu 01:07:33. Idol Bíó og sjónvarp Tónlist FM957 Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun Nú styttist óðum í að ný Idolstjarna Íslands verði krýnd en aðeins fjórir keppendur standa eftir; Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar. 2. febrúar 2023 10:28 Myndaveisla: Spennan magnast og aðeins fjögur standa eftir Það var rafmagnað andrúmsloftið í Idol höllinni á föstudagskvöld. Guðjón Smári kvaddi keppnina eftir að keppendurnir fimm höfðu lokið flutningi sínum. 31. janúar 2023 12:30 „Þetta er náttúrulega bara rugl“ Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. 30. janúar 2023 13:31 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Kjalar, Saga Matthildur, Bía og Símon Grétar eru þeir fjórir keppendur sem eftir eru. Það styttist óðum í það að ný Idol stjarna verði krýnd og er spennan orðin áþreifanleg. Eins og flestir ættu að vera farnir að þekkja eru föstudagar Idol dagar. Gústi B ræddi því við þau Kjalar, Sögu Matthildi og Bíu og tók púlsinn á þeim fyrir kvöldið, en Símon Grétar var fjarri góðu gamni. „Maður er stressaður af því að maður vill gera vel“ Þó svo að Kjalar og Saga Matthildur segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hve margir séu í raun heima í stofu að horfa á þau syngja í hverri viku, finna þau vissulega öll fyrir pressu. Í svona keppni getur pressan þó unnið með keppendum. „Ef ég er rólegur uppi á sviði, ekkert stress og engin pressa, þá næ ég ekki að lifa mig inn í atriðið,“ segir Kjalar og Bía tekur undir. „Þá er eins og þetta skipti mann minna máli. Maður er stressaður af því að maður vill gera vel,“ segir hún. Stressið kemur þó ekki endilega áður en þau stíga á svið eða á meðan á flutningnum stendur, heldur getur það einnig komið eftir á. STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON „Ég lenti í því fyrir tveimur vikum að ég var ekkert stressaður áður en ég fór upp á svið eða á sviðinu. Svo eftir á, þá var ég bara í stresskasti restina af kvöldinu,“ segir Kjalar. „Maður er svo hræddur. Maður er annað hvort að fara heim eða þá að kveðja einhvern. Það er svo leiðinlegt,“ segir Bía. Í síðustu viku kvaddi hópurinn Guðjón Smára, en hann og Bía voru orðnir nánir vinir. Langar að kaupa sér hund fyrir verðlaunaféð Sá keppandi sem vinnur Idolið hlýtur meðal annars tvær milljónir í verðlaun. Gústi B spyr keppendur hvað þeir myndu eyða peningnum í. „Ætli ég myndi ekki kaupa mér bíl,“ segir Kjalar. „Ég þarf að kaupa mér stærri íbúð,“ segir Saga sem er ófrísk af sínu fyrsta barni. „En mig langar ógeðslega mikið í fleiri hunda.“ „Ég held ég myndi henda mér til Ítalíu með kærastanum mínum. Einhverja svona rómó ferð, bara við tvö,“ segir Bía sem áttar sig svo á því að nýkrýnd Idol stjarna mun líklega eiga lítinn tíma aflögu fyrir slíka ferð á næstunni. Í kvöld munu keppendurnir fjórir stíga á stokk í Idolhöllinni. Í þetta skiptið mun hver keppandi flytja tvö lög, eitt íslenskt og eitt gamalt. Eins og fyrri kvöld eru örlög keppenda í höndum áhorfenda. Síðustu vikur hafa verið slegin met í símakosningu og er orðið ljóst að hvert atkvæði getur skipt máli. Hér fyrir neðan má hlusta á Veilsuna með Gústa B í heild sinni. Viðtalið við Idol keppendur hefst á mínútu 01:07:33.
Idol Bíó og sjónvarp Tónlist FM957 Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun Nú styttist óðum í að ný Idolstjarna Íslands verði krýnd en aðeins fjórir keppendur standa eftir; Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar. 2. febrúar 2023 10:28 Myndaveisla: Spennan magnast og aðeins fjögur standa eftir Það var rafmagnað andrúmsloftið í Idol höllinni á föstudagskvöld. Guðjón Smári kvaddi keppnina eftir að keppendurnir fimm höfðu lokið flutningi sínum. 31. janúar 2023 12:30 „Þetta er náttúrulega bara rugl“ Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. 30. janúar 2023 13:31 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun Nú styttist óðum í að ný Idolstjarna Íslands verði krýnd en aðeins fjórir keppendur standa eftir; Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar. 2. febrúar 2023 10:28
Myndaveisla: Spennan magnast og aðeins fjögur standa eftir Það var rafmagnað andrúmsloftið í Idol höllinni á föstudagskvöld. Guðjón Smári kvaddi keppnina eftir að keppendurnir fimm höfðu lokið flutningi sínum. 31. janúar 2023 12:30
„Þetta er náttúrulega bara rugl“ Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. 30. janúar 2023 13:31