Sport

Alvöru kynding hjá Bengals mönnum: Við hittum ykkur öll á Burrowhead

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Joe Burrow fagnar sigri Cincinnati Bengals á Kansas City Chiefs í úrslitakeppninni í fyrra.
 Joe Burrow fagnar sigri Cincinnati Bengals á Kansas City Chiefs í úrslitakeppninni í fyrra. AP/Charlie Riedel

NFL-liðin Cincinnati Bengals og Kansas City Chiefs spila á sunnudaginn um sæti í Super Bowl leiknum í ár.

Leikur liðanna er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og endurtekning á leik liðanna á sama tíma og á sama stað í fyrra.

Leikurinn mikilvægi fer nefnilega fram á heimavelli Kansas City Chiefs sem hetir Arrowhead Stadium.

Leikmenn Cincinnati Bengals höfðu samt ekki miklar áhyggjur af því í lokin á 27-10 sigri á útivelli á móti Buffalo Bills eins og sjá má hér fyrir neðan.

Ástæðan er að þeir kalla ekki Arrowhead leikvanginn réttu nafni heldur hafa endurskírt hann Burrow leikvanginn í höfuðið á leikstjórnenda sínum Joe Burrow.

Joe Burrow hefur unnið alla þrjá innbyrðis leiki liðanna þar af 27-24 í framlengdum leik í úrslitakeppninni í fyrra og 27-24 í deildarleik liðanna fyrr í vetur. Deildarleikurinn fór hins vegar fram á heimavelli Cincinnati Bengals.

Joe Burrow er eins mikill töffari og þeir finnast og hingað til hafa liðsmenn Bengals ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að stærstu sviðin séu of stór fyrir hann.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×