Paris Hilton orðin móðir Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2023 07:40 Samband þeirra Paris Hilton og Carter Reum hófst árið 2019. Getty Bandaríska raunveruleikastjarnan Paris Hilton og eiginmaður hennar Carter Reum hafa eignast sitt fyrsta barn saman. Hilton greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem sjá má hönd lítils barns með textanum: „Þú ert nú þegar elskuð meira en orð fá lýst.“ Hin 41 árs Hilton og hinn 41 árs Reum gengu í það heilaga í nóvember 2021, en frá því að samband þeirra hófst árið 2019 hafa þau verið opin með það að þau dreymi um að eignast saman börn. Reum á fyrir dótturina Evie, ellefu ára, með raunveruleikastjörnunni Laura Bellizi. Hilton staðfestir í samtali við People að hjónin hafi eignast dreng með aðstoð staðgöngumóður. „Það hefur alltaf verið draumur minn að verða mamma og ég er svo ánægð með að leiðir okkar Carter lágu saman. Ég er svo ánægð að stofna þessa fjölskyldu okkar saman og hjörtu okkar springa af ást til drengsins okkar,“ segir Hilton. Hún hefur ekki gefið upp nafnið á drengnum. View this post on Instagram A post shared by Paris Hilton (@parishilton) Hilton greindi frá því í lok 2021 að þau hjónin hafi hafið glasameðferð í þeirri von að eignast tvíbura, dreng og stúlku. Hún sagði þá að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hafi sagt henni frá þeim möguleika að eignast barn með aðstoð staðgöngumóður, en Kardashian eignaðist þriðja og fjórða barn sitt með þeim hætti. Paris Hilton er ein af erfingjum Hilton-hótelkeðjunnar og varð heimsfræg í upphafi aldarinnar sem fyrirsæta, söngkona og raunveruleikastjarna. Hún mun gefa út sjálfsævisögu sína í mars næstkomandi. Hollywood Barnalán Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Hilton greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem sjá má hönd lítils barns með textanum: „Þú ert nú þegar elskuð meira en orð fá lýst.“ Hin 41 árs Hilton og hinn 41 árs Reum gengu í það heilaga í nóvember 2021, en frá því að samband þeirra hófst árið 2019 hafa þau verið opin með það að þau dreymi um að eignast saman börn. Reum á fyrir dótturina Evie, ellefu ára, með raunveruleikastjörnunni Laura Bellizi. Hilton staðfestir í samtali við People að hjónin hafi eignast dreng með aðstoð staðgöngumóður. „Það hefur alltaf verið draumur minn að verða mamma og ég er svo ánægð með að leiðir okkar Carter lágu saman. Ég er svo ánægð að stofna þessa fjölskyldu okkar saman og hjörtu okkar springa af ást til drengsins okkar,“ segir Hilton. Hún hefur ekki gefið upp nafnið á drengnum. View this post on Instagram A post shared by Paris Hilton (@parishilton) Hilton greindi frá því í lok 2021 að þau hjónin hafi hafið glasameðferð í þeirri von að eignast tvíbura, dreng og stúlku. Hún sagði þá að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hafi sagt henni frá þeim möguleika að eignast barn með aðstoð staðgöngumóður, en Kardashian eignaðist þriðja og fjórða barn sitt með þeim hætti. Paris Hilton er ein af erfingjum Hilton-hótelkeðjunnar og varð heimsfræg í upphafi aldarinnar sem fyrirsæta, söngkona og raunveruleikastjarna. Hún mun gefa út sjálfsævisögu sína í mars næstkomandi.
Hollywood Barnalán Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira