Lífið samstarf

Ætla að verða næst stærstir á eftir Megadeath

X977
Þeir Arnar Júlíusson, Trausti Mar Sigurðarson, Mikael Magnússon og Birgir Þór Bjarnason ætla sér stóra hluti í metalheiminum.
Þeir Arnar Júlíusson, Trausti Mar Sigurðarson, Mikael Magnússon og Birgir Þór Bjarnason ætla sér stóra hluti í metalheiminum.

Hljómsveitin Merkúr er í úrslitum Sykurmolans, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar.

Hljómsveitin var stofnuð í Vestmannaeyjum árið 2017 af þeim Arnari Júlíussyni, Trausta Mar Sigurðarsyni, Mikael Magnússyni og Birgi Þór Bjarnasyni. Tónlistinni lýsa þeir sem blöndu af þrass-, dauða- og grúvmetali og á stefnuskrá sveitarinnar er að verða næst stærsta hljómsveit í heimi sem byrjar á „M“ en hljómsveitin Megadeath eigi titilinn „sú stærsta“ að þeirra mati.

Danni Dæmalausi, útvarpsmaður á X977 tók sveitina tali um lagið þeirra, Faster Burns the Fuse, sem fjallar um ástandið í heiminum undanfarin tvö ár. Textann segja þeir vera niðurdrepandi en lagið agressíft. 

Klippa: Merkúr í úrslitum Sykurmolans

Merkúr gaf út plötuna Melancholia árið 2022


Útslitalög Sykurmolans eru í spilun á X977

Lögin sem komust í úrslit Sykurmolans eru í spilun á X977 út janúar, þau lög eru:

  • Karma Brigade – Alive
  • Winter Leaves – Feel
  • Bucking Fastards – Don Coyote
  • Beef – Góði hirðirinn
  • Blankíflúr & Jerald Coop – Modular Heart
  • Auður Linda – I´m Not The One
  • Merkúr – Faster Burns The Fuse
  • Sóðaskapur – Mamma ver

Í byrjun febrúar fer svo fram kosning, hér á Vísi, sem mun eiga þátt í því að ráða hvaða listafólk hlýtur hvorki meira né minna en 250.000 kr. í verðlaun.

Keppnin í ár er haldin í samstarfi við Orku náttúrunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×