Lífið

Mynda­veisla: Ó­vænt til­kynning jók spennu­stigið í Idol­höllinni

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Keppendurnir sjö sem spreyttu sig á ástarlögum í Idolhöllinni síðasta föstudag.
Keppendurnir sjö sem spreyttu sig á ástarlögum í Idolhöllinni síðasta föstudag. Vísir/Hulda Margrét

Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum.

Útsendingin var seinna á dagskrá en vanalega sökum leik karlalandsliðsins í handbolta. Þrátt fyrir tap Íslands hafði það ekki áhrif á stemninguna í Idolhöllinni sem var rafmögnuð.

Eftir að keppendur höfðu lokið við sinn flutning komu kynnarnir Sigrún Ósk og Aron Már með tilkynningu sem kom öllum í opna skjöldu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir. Varð það til þess að spennustigið jókst enn frekar.

Eftir símakosningu áhorfenda kom það í ljós að það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem höfðu fengið fæst atkvæði. Að lokum voru það þó Þórhildur og Ninja sem voru sendar heim. Nú standa því aðeins fimm keppendur eftir; Bía, Símon Grétar, Guðjón Smári, Saga Matthildur og Kjalar, og er ljóst að keppnin verður harðari með hverri vikunni sem líður.

Handboltaleikurinn var sýndur á stórum skjá fyrir útsendingu. Á þessu augnabliki var Birgitta mögulega að lifa sig inn í leikinn.Vísir/Hulda Margrét
Herra Hnetusmjör eitursvalur.Vísir/Hulda Margrét
Birgitta Haukdal stórglæsileg að venju, með fléttur sem eru alveg í hennar anda.Vísir/Hulda Margrét
Daníel Ágúst var með lúkkið upp á tíu eins og honum einum er lagið.Vísir/Hulda Margrét
Það er alltaf forvitnilegt að sjá hvers konar lúkk Bríet bíður upp á. Að þessu sinni skartaði hún nýjum hárlit.Vísir/Hulda Margrét
Það var Þórhildur Helga sem byrjaði kvöldið og flutti hún lagið Hallelujah með Leonard Cohen.Vísir/Hulda Margrét
Þórhildur var eins og engill á sviðinu í öllu hvítu.Vísir/Hulda Margrét
Næst á svið var Bía sem flutti lagið In Case You Don't Live Forever með Ben Platt.Vísir/Hulda Margrét
Bía tileinkaði afa sínum flutninginn. Það klökknuðu eflaust einhverjir þegar mynd af afa Bíu var varpað upp á svið í miðju laginu.Vísir/Hulda Margrét
Símon Grétar flutti lagið Wicked Game með Chris Isaak.Vísir/Hulda Margrét
Símon var með gítarinn í hönd í byrjun flutningsins en sleppti honum svo þegar leið á. Vísir/Hulda Margrét
Ninja flutti lagið All I Could Do Was Cry með Ettu James en flutti það í útfærslu Beyoncé.Vísir/Hulda Margrét
Útlit Ninju var alveg í takt við lagið. Hún var í svörtum síðkjól með rauðan varalit, hanska og hárgreiðslu í anda sjötta áratugsins.Vísir/Hulda Margrét
Guðjón Smári flutti lagið I Want to Know What Love Is með Foreigner.Vísir/Hulda Margrét
Guðjón var flottur á sviðinu og lifði sig inn í flutninginn.Vísir/Hulda Margrét
Saga Matthildur flutti lagið Tennessee Whiskey með Chris Stapleton.Vísir/Hulda Margrét
Saga Matthildur lék á gítar í laginu og viðurkenndi hún að það væri ögn erfiðara að koma gítarnum fyrir nú þegar hún er ófrísk.Vísir/Hulda Margrét
Kjalar flutti lagið Something með Bítlunum.Vísir/Hulda Margrét
Kjalar byrjaði lagið á því að leika á úkúlele sem hann hafði fengið í jólagjöf.Vísir/Hulda Margrét
Kynnarnir Sigrún Ósk og Aron Már stýrðu kvöldinu með glæsibrag.Vísir/Hulda Margrét
Það var mikil spenna í loftinu þegar keppendur biðu þess að vita hvort þau hefðu komist áfram eða hvort þau væru á leiðinni heim.Vísir/Hulda Margrét
Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem voru í þremur neðstu sætunum.Vísir/Hulda Margrét
Það var Þórhildur Helga sem var fyrst til þess að vera send heim.Vísir/Hulda Margrét
Í lokin var það Ninja sem laut í lægra haldi gegn Bíu og heldur Bía því áfram en Ninja var send heimVísir/Hulda Margrét


Tengdar fréttir

Þessir kepp­endur kvöddu í kvöld

Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×