„Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. janúar 2023 14:30 Í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar var rætt við Björgvin Halldórsson. Stöð 2 „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Björgvin er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Þá er hann jafnframt einn af fáum íslenskum tónlistarmönnum sem getur státað sig af því að hafa hljóðritað í kringum níu hundruð lög. Björgvin hefur marga fjöruna sopið á sinni ævi og fór yfir tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Fékk skemmtileg tækifæri í kjölfar Eurovision Í þættinum fer Björgvin um víðan völl og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið árið 1995. Þá fór hann til Dublin og flutti lagið Núna fyrir hönd Íslands. „Það jafnast ekkert á við það. Þetta er allt live. Þú gerir þetta bara einu sinni,“ segir Björgvin sem viðurkennir að honum hafi þó þótt þetta ansi stressandi. „Síðan eftir Eurovision þá er ég svolítið á sönglagarúntinum,“ segir Björgvin sem tók þrisvar þátt í írsku söngvakeppninni og stóð í eitt skiptið uppi sem sigurvegari. Björgvin Halldórsson er án efa einn ástsælasti söngvari landsins.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið var hann beðinn um að taka þátt í söngvakeppni í Pamukkale á Tyrklandi og syngja á tyrknesku í beinni útsendingu fyrir allt Tyrkland og nærliggjandi þjóðir. „Svo kemur að þessu og við förum niður eftir og allir í smink og allt gert klárt. Svo allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur: „Allir út, allir út núna!““ Söng fyrir landstjórann í Tyrklandi Björgvin og aðrir keppendur þorðu ekki öðru en að hlýða. Þeir stauluðust út í steikjandi hitann og Björgvin lýsir því hvernig sminkið lak af honum. Byssumennirnir hafi svo kíkt í hvert horn áður en þeir tilkynntu að svæðið væri öruggt. „Af því þá var einhver að koma,“ segir Björgvin. „Svo förum við að kíkja á þetta allir þátttakendurnir og þá kemur svona opinn Cadillac með landstjóranum, allur borðalagður.“ Björgvin söng því fyrir sjálfan landstjórann og lenti í öðru sæti í keppninni. Klippa: Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur Tónlistarmennirnir okkar Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Björgvin er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Þá er hann jafnframt einn af fáum íslenskum tónlistarmönnum sem getur státað sig af því að hafa hljóðritað í kringum níu hundruð lög. Björgvin hefur marga fjöruna sopið á sinni ævi og fór yfir tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Fékk skemmtileg tækifæri í kjölfar Eurovision Í þættinum fer Björgvin um víðan völl og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið árið 1995. Þá fór hann til Dublin og flutti lagið Núna fyrir hönd Íslands. „Það jafnast ekkert á við það. Þetta er allt live. Þú gerir þetta bara einu sinni,“ segir Björgvin sem viðurkennir að honum hafi þó þótt þetta ansi stressandi. „Síðan eftir Eurovision þá er ég svolítið á sönglagarúntinum,“ segir Björgvin sem tók þrisvar þátt í írsku söngvakeppninni og stóð í eitt skiptið uppi sem sigurvegari. Björgvin Halldórsson er án efa einn ástsælasti söngvari landsins.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið var hann beðinn um að taka þátt í söngvakeppni í Pamukkale á Tyrklandi og syngja á tyrknesku í beinni útsendingu fyrir allt Tyrkland og nærliggjandi þjóðir. „Svo kemur að þessu og við förum niður eftir og allir í smink og allt gert klárt. Svo allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur: „Allir út, allir út núna!““ Söng fyrir landstjórann í Tyrklandi Björgvin og aðrir keppendur þorðu ekki öðru en að hlýða. Þeir stauluðust út í steikjandi hitann og Björgvin lýsir því hvernig sminkið lak af honum. Byssumennirnir hafi svo kíkt í hvert horn áður en þeir tilkynntu að svæðið væri öruggt. „Af því þá var einhver að koma,“ segir Björgvin. „Svo förum við að kíkja á þetta allir þátttakendurnir og þá kemur svona opinn Cadillac með landstjóranum, allur borðalagður.“ Björgvin söng því fyrir sjálfan landstjórann og lenti í öðru sæti í keppninni. Klippa: Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur
Tónlistarmennirnir okkar Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00
Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“