Stórhættulegur Skoon sá við Blikum

Snorri Rafn Hallsson skrifar
risi-ld-2022-top-performer-1920x1280--c42ac464-a55c-424f-9ddb-b898e11e2cf9

Síðast mættust liðin í Nuke þar sem Breiðablik hafði betur 16–11, og leiðinni völdu að mætast á sama velli. FH hafði betur í hnífalotunni og kaus að byrja í vörn.

FH vann fyrstu lotuna en Breiðablik svaraði um hæl og tók næstu 3 loturnar með WNKR í fararbroddi. Einn réði hann ekki við þrjá FH-inga í fimmtu lotu og var leikurinn því nokkuð jafn í upphafi. Þreföld fella frá WZRD sem Skoon fylgdi eftir kom FH aftur yfir í 4–3. FH hafði stjórn á kortinu á meðan óskipulag einkenndi Breiðablik. Reyksprengjur og flöss mistókust hjá þeim og einvígin féllu með FH þar sem Skoon fór á kostum.

Vandræðin eltu Breiðablik á röndum og tengdi FH saman 8 lotur þar til Sax náði þremur fellum og krækti í fjórða stig Blika. Skoon bætti um betur og felldi fjóra Blika til að koma FH í 10–4, og þrjá til að klára hálfleikinn 11–4 og komast í 24 fellur.

Staðan í hálfleik: Breiðablik 4 – 11 FH

Skoon hélt áfram að plaffa niður Breiðablik og opnaði skammbyssulotuna í seinni hálfleik þar sem Furious endaði einn gegn þremur og féll fyrir ZerQ. Blikar brugðust kokhraustir við þessu í næstu lotu en þar féll allt um sjálft sig og FH kláraði þá án þess að missa mann. 

Útlitið var orðið afar slæmt en Breiðablik tókst að tefja fyrir FH og sækja fellurnar sem þurfti til að ná sér í 2 stig. Liðin skiptust þá á lotum en þreföld fella frá WNKR kláraði bankann hjá FH. LiLLehh náði svo ás á útisvæðinu þegar FH þurfti að spara og loksins var farið að hitna undir Blikunum. Enn og aftur komu svör FH frá Skoon sem felldi þrjá, rauf 30-fellu múrinn og kom FH í 15–8. Í lotunni þar á eftir var allt á herðum Viruz sem þurfti að aftengja sprengjuna en ADHD sá við honum.

Lokastaða: Breiðablik 8 – 16 FH

Næstu leikir liðanna:

  • Atlantic – Breiðablik, þriðjudaginn 31/1 kl. 19:30
  • Fylkir – FH, fimmtudaginn, 2/2, kl. 20:30

Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira