Peterrr fremstur meðal jafningja þegar Þór lagði Viðstöðu Snorri Rafn Hallsson skrifar 20. janúar 2023 15:01 Dusty hafði unnið sinn leik fyrr um kvöldið og því mikilvægt fyrir Þór að sækja tvö stig gegn Viðstöðu. Leikurinn fór fram í Anubis og Viðstöðu tryggði sér hnífalotuna til að byrja leikinn í vörn. Klassy bjargaði skammbyssulotunni fyrir horn með þremur fellum þegar hann átti einungis eitt líf eftir og því fylgdi liðið eftir með því að vinna aðra lotuna líka. Í þriðju lotunni sóttu blankir og illa búnir Þórsarar á B svæðið og tókst að brjótast í gegnum vörnina á snyrtilegan hátt. Þórsarar voru þannig fljótir að koma til baka og ná stjórn á leiknum. Þeir voru í litlum vandræðum með að koma sprengjunni fyrir og leika á vörn Viðstöðu. Þór nýtti þar að auki alla veikleika og mistök sem Viðstöðu gerði, til að mynda þegar Allee náði þrefaldri fellu með vappanum í níundu lotu eftir óþarfa áhættu hjá Viðstöðu. Þreföld fella frá Peterrr í elleftu lotu kom Þór í 8–3, sem leit afar vel út í sóknarhlutverkinu í Anubis. Viðstöðu tókst þó að ná sér í eina lotu í viðbót þegar Pabo náði fjórum fellum með deiglu en Þórsarar luku hálfleiknum með þriggja lotu runu og virkilega gott forskot. Staðan í hálfleik: Þór 11 – 4 Viðstöðu Þór nýtti meðbyrinn inn í síðari hálfleikinn sem reyndist þeim auðveldur. Þreföld fella Dabbehhh sem tryggði Þór skammbyssulotuna setti tóninn fyrir hálfleikinn þar sem Peterrr, Rean og Allee röðuðu inn fellunum. Viðstöðu náði aðeins einni lotu en Peterrr innsiglaði sigurinn með tvöfaldri fellu í 21. lotu. Lokastaða: Þór 16 – 5 Viðstöðu Næstu leikir: 15. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO verður leikin í heild sinni á Ofurlaugardegi 21. janúar og er dagskráin eftirfarandi: Atlantic – Dusty, laugardaginn 21/1 kl. 17:00 FH – Breiðablik, laugardaginn 21/1 kl. 18:00 Ármann – LAVA, laugardaginn 21/1 kl. 19:00 Þór – TEN5ION, laugardaginn 21/1 kl. 20:00 Viðstöðu – Fylkir, laugardaginn 21/1 kl. 21:00 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri
Dusty hafði unnið sinn leik fyrr um kvöldið og því mikilvægt fyrir Þór að sækja tvö stig gegn Viðstöðu. Leikurinn fór fram í Anubis og Viðstöðu tryggði sér hnífalotuna til að byrja leikinn í vörn. Klassy bjargaði skammbyssulotunni fyrir horn með þremur fellum þegar hann átti einungis eitt líf eftir og því fylgdi liðið eftir með því að vinna aðra lotuna líka. Í þriðju lotunni sóttu blankir og illa búnir Þórsarar á B svæðið og tókst að brjótast í gegnum vörnina á snyrtilegan hátt. Þórsarar voru þannig fljótir að koma til baka og ná stjórn á leiknum. Þeir voru í litlum vandræðum með að koma sprengjunni fyrir og leika á vörn Viðstöðu. Þór nýtti þar að auki alla veikleika og mistök sem Viðstöðu gerði, til að mynda þegar Allee náði þrefaldri fellu með vappanum í níundu lotu eftir óþarfa áhættu hjá Viðstöðu. Þreföld fella frá Peterrr í elleftu lotu kom Þór í 8–3, sem leit afar vel út í sóknarhlutverkinu í Anubis. Viðstöðu tókst þó að ná sér í eina lotu í viðbót þegar Pabo náði fjórum fellum með deiglu en Þórsarar luku hálfleiknum með þriggja lotu runu og virkilega gott forskot. Staðan í hálfleik: Þór 11 – 4 Viðstöðu Þór nýtti meðbyrinn inn í síðari hálfleikinn sem reyndist þeim auðveldur. Þreföld fella Dabbehhh sem tryggði Þór skammbyssulotuna setti tóninn fyrir hálfleikinn þar sem Peterrr, Rean og Allee röðuðu inn fellunum. Viðstöðu náði aðeins einni lotu en Peterrr innsiglaði sigurinn með tvöfaldri fellu í 21. lotu. Lokastaða: Þór 16 – 5 Viðstöðu Næstu leikir: 15. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO verður leikin í heild sinni á Ofurlaugardegi 21. janúar og er dagskráin eftirfarandi: Atlantic – Dusty, laugardaginn 21/1 kl. 17:00 FH – Breiðablik, laugardaginn 21/1 kl. 18:00 Ármann – LAVA, laugardaginn 21/1 kl. 19:00 Þór – TEN5ION, laugardaginn 21/1 kl. 20:00 Viðstöðu – Fylkir, laugardaginn 21/1 kl. 21:00 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti