B0ndi og félagar bökuðu Fylki Snorri Rafn Hallsson skrifar 20. janúar 2023 14:01 Dusty nældi sér í hnífalotuna gegn Fylki í Mirage og hóf leikinn í vörn. Gvendur opnaði á EddezeNNN í upphafi fyrstu lotunnar en Dusty voru snöggir að svara og fella alla leikmenn Fylkis. Dusty lék af miklu öryggi í upphafi leiksins og leikmenn liðsins sýndu frumkvæði í að sækja fellur og gjörsamlega loka á Fylki. Th0r var skæður á vappanum og Detinate og EddezeNNN fylgdu opnunum hans eftir á afar sannfærandi hátt til að klára fyrstu fimm loturnar. Fylkir komst loks á blað í 6. lotu eftir sprengjuregn og góða opnun frá Snæ. Gátu þeir þannig komið sprengjunni fyrir og Akkeri lauk lotunni einn á einn gegn StebbaC0C0. Fylkir fylgdi þessu eftir með hraðri sókn á A svæðið þar sem öll einvígin féllu með Fylki. En fleiri urðu stig Fylkis ekki í þetta skiptið. Dusty voru orðnir blankir en Mikki24 gerði stór mistök í næstu lotu þegar hann skildi sprengjuna eftir og voru Dusty því fljótir að rétta sig við og ljúka hálfleiknum með þéttri vörn. Klaufaskapur einkenndi leik Fylkis en Dusty byggði leikinn sinn í kringum beittan vappann hjá Th0r á meðan B0ndi felldi Fylkismenn á fullu. Staðan í hálfleik: Dusty 13 – 2 Fylkir Það var ekki langt í land fyrir Dusty þegar liðin skiptu um hlutverk. Dusty gerði sér lítið fyrir og vann léttilega þrjár lotur í röð í viðbót við þær átta sem þeir tengdu saman í lok fyrri hálfleiks. Lokastaða: Dusty 16 – 2 Fylkir Næstu leikir: 15. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO verður leikin í heild sinni á Ofurlaugardegi 21. janúar og er dagskráin eftirfarandi: Atlantic – Dusty, laugardaginn 21/1 kl. 17:00 FH – Breiðablik, laugardaginn 21/1 kl. 18:00 Ármann – LAVA, laugardaginn 21/1 kl. 19:00 Þór – TEN5ION, laugardaginn 21/1 kl. 20:00 Viðstöðu – Fylkir, laugardaginn 21/1 kl. 21:00 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Fylkir
Dusty nældi sér í hnífalotuna gegn Fylki í Mirage og hóf leikinn í vörn. Gvendur opnaði á EddezeNNN í upphafi fyrstu lotunnar en Dusty voru snöggir að svara og fella alla leikmenn Fylkis. Dusty lék af miklu öryggi í upphafi leiksins og leikmenn liðsins sýndu frumkvæði í að sækja fellur og gjörsamlega loka á Fylki. Th0r var skæður á vappanum og Detinate og EddezeNNN fylgdu opnunum hans eftir á afar sannfærandi hátt til að klára fyrstu fimm loturnar. Fylkir komst loks á blað í 6. lotu eftir sprengjuregn og góða opnun frá Snæ. Gátu þeir þannig komið sprengjunni fyrir og Akkeri lauk lotunni einn á einn gegn StebbaC0C0. Fylkir fylgdi þessu eftir með hraðri sókn á A svæðið þar sem öll einvígin féllu með Fylki. En fleiri urðu stig Fylkis ekki í þetta skiptið. Dusty voru orðnir blankir en Mikki24 gerði stór mistök í næstu lotu þegar hann skildi sprengjuna eftir og voru Dusty því fljótir að rétta sig við og ljúka hálfleiknum með þéttri vörn. Klaufaskapur einkenndi leik Fylkis en Dusty byggði leikinn sinn í kringum beittan vappann hjá Th0r á meðan B0ndi felldi Fylkismenn á fullu. Staðan í hálfleik: Dusty 13 – 2 Fylkir Það var ekki langt í land fyrir Dusty þegar liðin skiptu um hlutverk. Dusty gerði sér lítið fyrir og vann léttilega þrjár lotur í röð í viðbót við þær átta sem þeir tengdu saman í lok fyrri hálfleiks. Lokastaða: Dusty 16 – 2 Fylkir Næstu leikir: 15. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO verður leikin í heild sinni á Ofurlaugardegi 21. janúar og er dagskráin eftirfarandi: Atlantic – Dusty, laugardaginn 21/1 kl. 17:00 FH – Breiðablik, laugardaginn 21/1 kl. 18:00 Ármann – LAVA, laugardaginn 21/1 kl. 19:00 Þór – TEN5ION, laugardaginn 21/1 kl. 20:00 Viðstöðu – Fylkir, laugardaginn 21/1 kl. 21:00 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti