Afar kærkominn sigur hjá Chelesa | Gott gengi Newcastle heldur áfram 15. janúar 2023 16:04 Chelsea-maðurinn Kai Havertz vinnur hér baráttuna við Vicente Guaita, markvörð Crystal Palace, í leik liðanna í dag. Vísir/Getty Það var þýski framherjinn Kai Havertz sem skoraði sigurmark Chelsea í leiknum en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á þessu ári. Fyrir þennan leik hafði Chelsea beðið ósigur í þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og gert eitt jafntefli. Chelsea komst upp að hlið Liverpool í níunda til tíunda sæti deildarinnar með þessum sigri en liðin hafa hvort um sig 28 stig. Chelsea og Liverpool eru tíu stigum á eftir Newcastle United sem hafði betur gegn spútnikliði deildarinnar, Fulham. Lokatölur í þeim leik urðu 1-0 fyrir Newcastle United en það var sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak sem tryggði lærisveinum Eddie Howe stigin þrjú. Newcastle United og Manchester United eru jöfn að stigum, með 38 stig, í þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Manchester City er þar fyrir ofan með 39 stig og Arsenal trópnir á toppnum með 44 stig. Enski boltinn
Það var þýski framherjinn Kai Havertz sem skoraði sigurmark Chelsea í leiknum en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á þessu ári. Fyrir þennan leik hafði Chelsea beðið ósigur í þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og gert eitt jafntefli. Chelsea komst upp að hlið Liverpool í níunda til tíunda sæti deildarinnar með þessum sigri en liðin hafa hvort um sig 28 stig. Chelsea og Liverpool eru tíu stigum á eftir Newcastle United sem hafði betur gegn spútnikliði deildarinnar, Fulham. Lokatölur í þeim leik urðu 1-0 fyrir Newcastle United en það var sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak sem tryggði lærisveinum Eddie Howe stigin þrjú. Newcastle United og Manchester United eru jöfn að stigum, með 38 stig, í þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Manchester City er þar fyrir ofan með 39 stig og Arsenal trópnir á toppnum með 44 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti