„Ég var á barmi þess að fyrirfara mér“ Elma Rut Valtýsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 13. janúar 2023 15:31 Í nýjasta þætti af Íslandi í dag lýsir kona á fimmtugsaldri upplifun sinni af hugvíkkandi efninu Ayahuasca. Stöð 2 Fyrir sjö árum síðan fór íslensk kona á fimmtugsaldri í svokallað „ferðalag“ með hugvíkkandi efninu Ayahuasca. Eftir ferðalagið segist hún hafa hún náð botninum andlega og fór hún sjálfviljug á geðdeild Landspítalans vegna afleiðinga ferðalagsins. Hún var með sjálfsvígshugsanir og var hún greind í djúpri geðlægð. Konan kýs að láta ekki nafns síns getið en sagði sögu sína í Íslandi í dag. Svo virðist sem umræða um hugvíkkandi eða hugbreytandi efni hafi á einu augabragði orðið að nokkurs konar æði hér á landi. Í fjölmiðlum hefur umfjöllunin verið mikil og í gær hófst ráðstefna í Hörpu þar sem leiðandi sérfræðingar í hugvíkkandi efnum verða með fyrirlestra og ljóst er að áhugi landsmanna er mikill. Sjá: Mælir alls ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni heima hjá sér Skiptar skoðanir eru á gagnsemi hugvíkkandi efna og fjölmargir innan fagstétta heilbrigðiskerfisins hafa lýst sínum skoðunum og jafnvel áhyggjum af notkun efnanna. Fyrr í vikunni líkti Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur umræðunni um hugvíkkandi efni við æði sem áður hafa riðið yfir þjóðina á borð við fótanuddtæki og air fryer. Pistil Hafrúnar má lesa hér. Tengslarof í frumbernsku rót vandans Konan segir frá því að hún hafi alist upp í litlu sjávarþorpi úti á landi, hafi hlotið gott uppeldi en að ákveðið tengslarof hafi myndast í frumbernsku sökum veikinda móður hennar. „Ég verð sem sagt fyrir tengslarofi mjög líklega þegar ég fæðist því að móðir mín missir geðheilsuna þegar hún gengur með mig,“ segir konan og bætir við að aðrir aðstandendur hafi gert sitt besta til að sinna henni í bernsku. Hún segir áfallið hafa haft mótandi áhrif á hana, hún hafi upplifað mikið óöryggi, hafi átt erfitt með að treysta öðrum og að þunglyndi hafi fylgt henni í lífinu. Eftir mikla rannsóknarvinnu ákvað hún að fara í ferðalag, eins og það er kallað, með hugvíkkandi efninu Ayahuascha, í þeim tilgangi að vinna bót á andlegum erfiðleikum. Árið 2015 mætti hún í sína fyrstu athöfn sem fór fram í heimahúsi í Kópavogi. Það var perúískur shaman, sem á íslensku gæti kallast seiðmaður eða heilari, sem leiddi athöfnina. Konan segir reynslu sína af fyrsta ferðalaginu hafa verið góða, hún hafi upplifað þakklæti og umhyggju. Eins og hún væri föst í helvíti Fljótlega eftir fyrsta ferðalagið með perúíska shamaninum fór hún aftur í athöfn. Þá var upplifunin allt önnur og reyndist það ferðalag henni gríðarlega erfitt. „Þetta var bara rosaleg kröftugt og fór með mig á mjög dökkan stað og ég var bara hrædd.“ „Ég var svo vanmáttug og þetta var pínu eins og ég væri í helvíti og ég væri bara föst þar og það var engin björg meðan á ferðalaginu stóð og ég man eftir því að ég grét og ég bað shamaninn um að hjálpa mér.“ Konan segist ekki hafa fengið þá aðstoð sem hún þurfti á að halda. Þegar hún bað um hjálp segist hún hafa upplifað sig fyrir. Hún leggur áherslu á það að aðstoð við úrvinnslu, bæði á ferðalögum og eftir þau, sé algjört lykilatriði. Botninum náð eftir erfitt ferðalag Eftir athöfnina segist hún hafa átt erfitt með að ráða við tilveruna og segir hún að botninum hafi verið náð. Hún leitaði til aðstandenda eftir stuðningi en að lokum var það sonur hennar sem er á fullorðinsaldri sem fylgdi henni á geðdeild. „Þetta endar þannig að ég er alveg að missa tökin. Þetta var í október 2016 og þá fer ég bara sjálfviljug inn á geðdeild og ég finn að ég er á barmi þess að fyrirfara mér,“ segir konan en hún dvaldi í tíu daga á geðdeild. Að hennar mati er mikilvægt fyrir alla að taka upplýsta ákvörðun um að nota hugvíkkandi efni. Þá leggur hún ríka áherslu á það að eftirfylgni og úrvinnsla eftir notkun slíkra efna sé lykilatriði. „Passaðu þig á því að setja þig í samband við einhvern sem getur leitt þig, ekki bara í gegnum athöfnina, heldur líka það sem kemur á eftir,“ segir hún. Hún segir að þegar farið er í slíkar athafnir er alveg óvíst hvað muni koma upp á yfirborðið. „Það á enginn að fara í svona ferðalag nema það sé einhver ásetningur eða honum finnist hann þurfa þess, því þetta breytir þér.“ Fagnar umræðunni og hefur farið aftur í ferðalög Þrátt fyrir þessa erfiðu reynslu hefur konan farið aftur í „ferðalög“ en þá með fullvissu um að aðilinn sem leiðir ferðalagið sé til þess bær að aðstoða hana, bæði á meðan ferðalaginu stendur og einnig við úrvinnslu. Hún fagnar því að umræðan á Íslandi sé komin upp á yfirborðið en að það megi ekki líta á hugvíkkandi efni sem skyndilausn við andlegum kvillum. „Þrátt fyrir mína erfiðu reynslu þá er ég alveg gríðarlega þakklát fyrir hana. Ég myndi ekki óska neinum að upplifa hana en ef ég gæti spólað til baka myndi ég ekki breyta neinu.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Mælir alls ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni heima hjá sér Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna. 12. janúar 2023 21:22 Hugvíkkandi efni spennandi en margt enn óljóst Geðlæknar eru upp til hópa spenntir fyrir þeirri nálgun að hugvíkkandi efni í lækningarskyni að sögn Karls Reynis Einarssonar, formanns Geðlæknafélags Íslands. 9. janúar 2023 20:34 Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. 5. janúar 2023 15:43 Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5. janúar 2023 07:01 Hugvíkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni. 30. nóvember 2022 10:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Konan kýs að láta ekki nafns síns getið en sagði sögu sína í Íslandi í dag. Svo virðist sem umræða um hugvíkkandi eða hugbreytandi efni hafi á einu augabragði orðið að nokkurs konar æði hér á landi. Í fjölmiðlum hefur umfjöllunin verið mikil og í gær hófst ráðstefna í Hörpu þar sem leiðandi sérfræðingar í hugvíkkandi efnum verða með fyrirlestra og ljóst er að áhugi landsmanna er mikill. Sjá: Mælir alls ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni heima hjá sér Skiptar skoðanir eru á gagnsemi hugvíkkandi efna og fjölmargir innan fagstétta heilbrigðiskerfisins hafa lýst sínum skoðunum og jafnvel áhyggjum af notkun efnanna. Fyrr í vikunni líkti Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur umræðunni um hugvíkkandi efni við æði sem áður hafa riðið yfir þjóðina á borð við fótanuddtæki og air fryer. Pistil Hafrúnar má lesa hér. Tengslarof í frumbernsku rót vandans Konan segir frá því að hún hafi alist upp í litlu sjávarþorpi úti á landi, hafi hlotið gott uppeldi en að ákveðið tengslarof hafi myndast í frumbernsku sökum veikinda móður hennar. „Ég verð sem sagt fyrir tengslarofi mjög líklega þegar ég fæðist því að móðir mín missir geðheilsuna þegar hún gengur með mig,“ segir konan og bætir við að aðrir aðstandendur hafi gert sitt besta til að sinna henni í bernsku. Hún segir áfallið hafa haft mótandi áhrif á hana, hún hafi upplifað mikið óöryggi, hafi átt erfitt með að treysta öðrum og að þunglyndi hafi fylgt henni í lífinu. Eftir mikla rannsóknarvinnu ákvað hún að fara í ferðalag, eins og það er kallað, með hugvíkkandi efninu Ayahuascha, í þeim tilgangi að vinna bót á andlegum erfiðleikum. Árið 2015 mætti hún í sína fyrstu athöfn sem fór fram í heimahúsi í Kópavogi. Það var perúískur shaman, sem á íslensku gæti kallast seiðmaður eða heilari, sem leiddi athöfnina. Konan segir reynslu sína af fyrsta ferðalaginu hafa verið góða, hún hafi upplifað þakklæti og umhyggju. Eins og hún væri föst í helvíti Fljótlega eftir fyrsta ferðalagið með perúíska shamaninum fór hún aftur í athöfn. Þá var upplifunin allt önnur og reyndist það ferðalag henni gríðarlega erfitt. „Þetta var bara rosaleg kröftugt og fór með mig á mjög dökkan stað og ég var bara hrædd.“ „Ég var svo vanmáttug og þetta var pínu eins og ég væri í helvíti og ég væri bara föst þar og það var engin björg meðan á ferðalaginu stóð og ég man eftir því að ég grét og ég bað shamaninn um að hjálpa mér.“ Konan segist ekki hafa fengið þá aðstoð sem hún þurfti á að halda. Þegar hún bað um hjálp segist hún hafa upplifað sig fyrir. Hún leggur áherslu á það að aðstoð við úrvinnslu, bæði á ferðalögum og eftir þau, sé algjört lykilatriði. Botninum náð eftir erfitt ferðalag Eftir athöfnina segist hún hafa átt erfitt með að ráða við tilveruna og segir hún að botninum hafi verið náð. Hún leitaði til aðstandenda eftir stuðningi en að lokum var það sonur hennar sem er á fullorðinsaldri sem fylgdi henni á geðdeild. „Þetta endar þannig að ég er alveg að missa tökin. Þetta var í október 2016 og þá fer ég bara sjálfviljug inn á geðdeild og ég finn að ég er á barmi þess að fyrirfara mér,“ segir konan en hún dvaldi í tíu daga á geðdeild. Að hennar mati er mikilvægt fyrir alla að taka upplýsta ákvörðun um að nota hugvíkkandi efni. Þá leggur hún ríka áherslu á það að eftirfylgni og úrvinnsla eftir notkun slíkra efna sé lykilatriði. „Passaðu þig á því að setja þig í samband við einhvern sem getur leitt þig, ekki bara í gegnum athöfnina, heldur líka það sem kemur á eftir,“ segir hún. Hún segir að þegar farið er í slíkar athafnir er alveg óvíst hvað muni koma upp á yfirborðið. „Það á enginn að fara í svona ferðalag nema það sé einhver ásetningur eða honum finnist hann þurfa þess, því þetta breytir þér.“ Fagnar umræðunni og hefur farið aftur í ferðalög Þrátt fyrir þessa erfiðu reynslu hefur konan farið aftur í „ferðalög“ en þá með fullvissu um að aðilinn sem leiðir ferðalagið sé til þess bær að aðstoða hana, bæði á meðan ferðalaginu stendur og einnig við úrvinnslu. Hún fagnar því að umræðan á Íslandi sé komin upp á yfirborðið en að það megi ekki líta á hugvíkkandi efni sem skyndilausn við andlegum kvillum. „Þrátt fyrir mína erfiðu reynslu þá er ég alveg gríðarlega þakklát fyrir hana. Ég myndi ekki óska neinum að upplifa hana en ef ég gæti spólað til baka myndi ég ekki breyta neinu.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Mælir alls ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni heima hjá sér Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna. 12. janúar 2023 21:22 Hugvíkkandi efni spennandi en margt enn óljóst Geðlæknar eru upp til hópa spenntir fyrir þeirri nálgun að hugvíkkandi efni í lækningarskyni að sögn Karls Reynis Einarssonar, formanns Geðlæknafélags Íslands. 9. janúar 2023 20:34 Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. 5. janúar 2023 15:43 Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5. janúar 2023 07:01 Hugvíkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni. 30. nóvember 2022 10:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Mælir alls ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni heima hjá sér Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna. 12. janúar 2023 21:22
Hugvíkkandi efni spennandi en margt enn óljóst Geðlæknar eru upp til hópa spenntir fyrir þeirri nálgun að hugvíkkandi efni í lækningarskyni að sögn Karls Reynis Einarssonar, formanns Geðlæknafélags Íslands. 9. janúar 2023 20:34
Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. 5. janúar 2023 15:43
Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5. janúar 2023 07:01
Hugvíkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni. 30. nóvember 2022 10:30