Lífið samstarf

Brann út en vann sig til baka gegnum tónlistina

X977
Blankiflúr er íslenska tónlistarkonan Inga Birna Friðþjónsdóttir og Jerald Copp er Stefán Örn Gunnlaugsson, einnig þekktur sem Íkorni.
Blankiflúr er íslenska tónlistarkonan Inga Birna Friðþjónsdóttir og Jerald Copp er Stefán Örn Gunnlaugsson, einnig þekktur sem Íkorni.

Blankiflúr og Jerald Copp eru í úrslitum í Sykurmolanum, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar með lagið Modular Heart. Danni Dæmalausi, útvarpsmaður á X977 hitti þau í Stúdíó Bambus í Garðabænum en hann mun kynna listafólkið á bak við lögin sem komust í úrslit hér á Vísi.

Klippa: Brann út en vann sig til baka gegnum tónlistina

Blankiflúr er íslenska tónlistarkonan Inga Birna Friðþjónsdóttir og Jerald Copp er Stefán Örn Gunnlaugsson, einnig þekktur sem Íkorni. Tónlist Blankiflúr mætti flokka sem tilraunakennt rafpopp og í laginu kafar hún inn í þá óvissu sem undirmeðvitundin er. Inga Birna lenti í slæmu burnout-i og liggur sú vinna sem hún gekk í gegnum til að ná aftur andlegri heilsu, á bak við lagið.

Blankiflúr gaf út sína fyrstu plötu árið 2021 sem fékk nafnið Hypnopompic. Hún stefnir á að gefa út EP plötu árið 2023 og lagið Modular Heart er fyrsti singúllinn af þeirri plötu. Modular Heart er komið út á Spotify og hér má sjá myndband við lagið.

Útslitalög Sykurmolans eru í spilun á X977

Lögin sem komust í úrslit Sykurmolans eru í spilun á X977 út janúar mánuð, þau lög eru:

  • Karma Brigade – Alive
  • Winter Leaves – Feel
  • Bucking Fastards – Don Coyote
  • Beef – Góði hirðirinn
  • Blankíflúr & Jerald Coop – Modular Heart
  • Auður Linda – I´m Not The One
  • Merkúr – Faster Burns The Fuse
  • Sóðaskapur – Mamma ver

Í byrjun febrúar fer svo fram kosning, hér á Vísi, sem mun eiga þátt í því að ráða hvaða listafólk hlýtur hvorki meira né minna en 250.000 kr. í verðlaun.

Keppnin í ár er í samstarfi við Orku náttúrunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.