FH staðfestir komu Kjartans Henrys Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 12:29 Kjartan Henry leikur með FH næsta sumar. FH FH hefur tilkynnt komu Kjartans Henrys Finnbogasonar til liðsins frá KR. Hann mun því spila með liðinu á komandi sumri í Bestu deild karla. Kjartan Henry, sem verður 37 ára gamall síðar á árinu, yfirgaf KR undir lok síðustu leiktíðar þegar KR nýtti sér klásúlu í samningi hans til að segja honum upp. Hann hefur leitað nýs félags síðan en líkt og greint var frá á Vísi í gær var ljóst að FH yrði næsti áfangastaður hans. FH tilkynnti um komu hans í dag og að hann muni leika í treyju númer níu hjá félaginu. Velkominn Kjartan Henry!https://t.co/25z0thj2uc#ViðErumFH pic.twitter.com/ylMODkANoq— FHingar (@fhingar) January 10, 2023 Kjartan Henry er þriðji leikmaðurinn sem FH fær í sínar raðir í vetur á eftir markverðinum Sindra Kristni Ólafssyni og varnarmanninum Dani Hatakka, en báðir komu þeir frá Keflavík. Heimir Guðjónsson tók við þjálfun liðsins í annað skipti á sínum ferli eftir að síðustu leiktíð lauk. FH gekk afar illa í fyrra þar sem liðið hélt naumlega sæti sínu í Bestu deildinni. FH hefur leik í Bestu deild karla 2023 þann 10. apríl næstkomandi þegar liðið heimsækir Fram í Úlfársdal. Hvað gerðist hjá KR og Kjartani í haust? Í kjölfarið mætti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtal á Stöð 2 Sport þar sem hann sagði að til hefði staðið að semja við Kjartan Henry að nýju en á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Þegar knattspyrnutímabilinu 2022 var lauk var Kjartan Henry samningslaus en í nóvember gaf stjórn knattspyrnudeildar KR út einskonar kveðjubréf þar sem framherjanum var þakkað fyrir hans framlag og honum óskað velfarnaðar. Þar kom fram að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“ FH Besta deild karla KR Tengdar fréttir „Skil Kjartan mjög vel að finnast að nærveru hans sé ekki óskað“ Kjartan Henry Finnbogason sendi skilaboð til Guðmundar Benediktssonar sem lesin voru upp í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem deila hans og knattspyrnudeildar KR var til umræðu. 25. október 2022 09:30 Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. 18. október 2022 07:30 Vísar ummælum Gumma Ben á bug: „Við erum ekki í einhverri pólitík hérna“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, neitar því að einhverjar ástæður aðrar en fótboltalegar liggi að baki þeirri ákvörðun að Kjartan Henry Finnbogason sitji á varamannabekk félagsins. Kjartan er ósáttur við skort sinn á leiktíma að undanförnu. 1. september 2022 07:30 Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. 7. nóvember 2022 15:52 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Kjartan Henry, sem verður 37 ára gamall síðar á árinu, yfirgaf KR undir lok síðustu leiktíðar þegar KR nýtti sér klásúlu í samningi hans til að segja honum upp. Hann hefur leitað nýs félags síðan en líkt og greint var frá á Vísi í gær var ljóst að FH yrði næsti áfangastaður hans. FH tilkynnti um komu hans í dag og að hann muni leika í treyju númer níu hjá félaginu. Velkominn Kjartan Henry!https://t.co/25z0thj2uc#ViðErumFH pic.twitter.com/ylMODkANoq— FHingar (@fhingar) January 10, 2023 Kjartan Henry er þriðji leikmaðurinn sem FH fær í sínar raðir í vetur á eftir markverðinum Sindra Kristni Ólafssyni og varnarmanninum Dani Hatakka, en báðir komu þeir frá Keflavík. Heimir Guðjónsson tók við þjálfun liðsins í annað skipti á sínum ferli eftir að síðustu leiktíð lauk. FH gekk afar illa í fyrra þar sem liðið hélt naumlega sæti sínu í Bestu deildinni. FH hefur leik í Bestu deild karla 2023 þann 10. apríl næstkomandi þegar liðið heimsækir Fram í Úlfársdal. Hvað gerðist hjá KR og Kjartani í haust? Í kjölfarið mætti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtal á Stöð 2 Sport þar sem hann sagði að til hefði staðið að semja við Kjartan Henry að nýju en á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Þegar knattspyrnutímabilinu 2022 var lauk var Kjartan Henry samningslaus en í nóvember gaf stjórn knattspyrnudeildar KR út einskonar kveðjubréf þar sem framherjanum var þakkað fyrir hans framlag og honum óskað velfarnaðar. Þar kom fram að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“
FH Besta deild karla KR Tengdar fréttir „Skil Kjartan mjög vel að finnast að nærveru hans sé ekki óskað“ Kjartan Henry Finnbogason sendi skilaboð til Guðmundar Benediktssonar sem lesin voru upp í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem deila hans og knattspyrnudeildar KR var til umræðu. 25. október 2022 09:30 Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. 18. október 2022 07:30 Vísar ummælum Gumma Ben á bug: „Við erum ekki í einhverri pólitík hérna“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, neitar því að einhverjar ástæður aðrar en fótboltalegar liggi að baki þeirri ákvörðun að Kjartan Henry Finnbogason sitji á varamannabekk félagsins. Kjartan er ósáttur við skort sinn á leiktíma að undanförnu. 1. september 2022 07:30 Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. 7. nóvember 2022 15:52 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
„Skil Kjartan mjög vel að finnast að nærveru hans sé ekki óskað“ Kjartan Henry Finnbogason sendi skilaboð til Guðmundar Benediktssonar sem lesin voru upp í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem deila hans og knattspyrnudeildar KR var til umræðu. 25. október 2022 09:30
Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. 18. október 2022 07:30
Vísar ummælum Gumma Ben á bug: „Við erum ekki í einhverri pólitík hérna“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, neitar því að einhverjar ástæður aðrar en fótboltalegar liggi að baki þeirri ákvörðun að Kjartan Henry Finnbogason sitji á varamannabekk félagsins. Kjartan er ósáttur við skort sinn á leiktíma að undanförnu. 1. september 2022 07:30
Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. 7. nóvember 2022 15:52