Veiði

Mikil ásókn í veiðileyfi fyrir 2023

Karl Lúðvíksson skrifar
Flott bleikja úr Köldukvísl
Flott bleikja úr Köldukvísl

Við vonum að veiðimenn hafi átt Gleðileg jól og fengið marga góða og skemmtilega veiðipakka með veiðidóti til að nota veiðisumarið 2023.

Það styttist hratt í næsta veiðitímabil sem hefst eins og venjulega 1. apríl en ásókn erlendra veiðimanna verður líklega síst minni næsta sumar. Það var mikill fjölda erlendra veiðimanns sem heimsótti landið heim á liðnu sumri en sífellt fleiri eru farnir að leggja sína föstu daga í ám erlendis niður og koma frekar til Íslands í betri veiði. 

Það eru til að mynda margir breskir veiðimenn farnir að slaufa sínum föstu dögum í mörgum afntoguðustu ám Bretlands því veiðin þar fer sífellt versnandi en leyfin hækka engu að síður. Sem dæmi kostar sex daga veiði í Helmsdale í Skotlandi á þokkalegum tíma um 800.000 krónur fyrir tvær stangir og veiðivon kannski fjórir til fimm laxar á þessum sex dögum eða eins og þokkaleg vakt á í Rangánum, ekki einu sinni "prime time".

Þessir sömu veiðimenn sækja þess vegna í veiðiá Íslandi og þó hún kosti meira er líka meiri veiði. Flestir veiðileyfasalar finna fyrir meiri áhuga á landinu og nægur var hann fyrir en fyrir utan þá sem hafa verið að koma til landsins reglulega í mörg ár og áratugi eru yngri veiðimennirnir líka farnir að gjóa augum til Íslands. Þó vasarnir þar séu kannski ekki jafn djúpir eru þessir veiðimenn og veiðikonur að sækja í meira en lax. Margir hafa verið að taka viku eða meira með leiðsögumönnum í silungsveiði um allt land, svokallað "troutbum" og fer sá hópur stækkandi. Silungsveiði er nefnilega ennþá mjög ódýr kostur og fjölbreytni veiðistaða á landinu slíkur að það er af nægu að taka. Hálendisveiðin er líka að draga marga til sín enda er hver dagur ævintýri þegar haldið er af stað, allra veðra von og veiðin að sama skapi oft ævintýralega góð. 






×