Sport

Díana Dögg skoraði fimm mörk í jafntefli | Melsungen vann Lemgo með minnsta mun

Andri Már Eggertsson skrifar
Díana Dögg í leik með íslenska landsliðinu.
Díana Dögg í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Jónína

Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason léku sinn síðasta leik í þýsku úrvalsdeildinni áður en þeir fara á HM í janúar. Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Zwickau, skoraði fimm mörk í jafntefli gegn Oldenburg.

Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Zwickau, skoraði fimm mörk í jafntefli gegn Oldenburg. Díana Dögg var markahæst í sínu liði en Zwickau hefur aðeins náð í einn sigur úr níu leikjum og var þetta fyrsta jafnteflið sem félagið gerir á tímabilinu. Zwickau er í næst neðsta sæti þýsku deildarinnar.

Rhein Neckar Löwen vann sannfærandi tíu marka sigur á ASV Hamm-Westfalen 37-27. Ýmir Örn Gíslason var í leikmannahópi Rhein Neckar Löwen en komst ekki á blað.

Með sigri fór Rhein Neckar Löwen upp í annað sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en liðin í kring eiga leik inni. Rhein Neckar Löwen hefur verið að spila afar vel á heimavelli en í Löwen hefur unnið átta af síðustu níu heimaleikjum.

Rhein Neckar Löwen leikur næst í febrúar á næsta ári og er næsta verkefni Ýmis Gíslasonar HM með íslenska landsliðinu í janúar. Arnar Freyr Arnarsson hefur einnig leikið sinn síðasta leik með Melsungen á árinu og verður í leikmannahópi Íslands á HM í janúar. 

Melsungen vann Lemgo með minnsta mun 20-19. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk.  Liðsfélagi hans Elvar Örn Jónsson gerði eitt mark. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×