Héldu alvöru partý fyrir góðan málstað Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. desember 2022 16:00 Umboðsstofan Móðurskipið stóð fyrir glæsilegum söfnunarviðburðu nú á dögunum. Árni Beinteinn Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke. Viðburðurinn fór fram á Kex Hostel og gekk eins og í sögu. Allir skemmtikraftar gáfu vinnu sína og fjölmörg fyrirtæki styrktu viðburðinn með glæsilegum vinningum. Alls söfnuðust um fimm hundruð þúsund sem renna beint til Mæðrastyrksnefndar. Forsagan er sú að þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Valdimar Kristjónsson, betur þekktur sem Valdi Píanó, hafa haldið Jólabingó nær óslitið frá árinu 2012, til styrktar sama málstaðar. Í þetta skipti fengu þeir Móðurskipið umboðsstofu með sér í lið. „Mæðrastyrksnefnd vinnur auðvitað mikilvægt starf allt árið en sérstaklega fyrir jólin. Ótrúlega gaman að geta styrkt þeirra frábæra starf og haldið partý í leiðinni,“ segir María Hrund Marínósdóttir, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins. Sungu jólalög fyrir pening Til viðbótar við gamla góða jólabingóið, var haldið jólakaraoke þar sem gestum gafst kostur á að syngja uppáhalds jólalögin sín við undirleik stemningssveitarinnar Jólafínir. Fyrirkomulagið var þannig að gestir gátu annað hvort boðið sig fram sjálfir og safnað áheitum fyrir söng sinn eða skorað á aðra að syngja fyrir ákveðna fjárupphæð. Aflahæsti jólasöngvari kvöldsins var Bragi Árnason sem safnaði rúmum 40 þúsund krónum fyrir söng sinn. „Kvöldið sjálft hefði ekki geta gengið betur. Fullt hús og fullt af fólki tilbúið að stíga á svið og syngja,“ segir María. Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu. Uppistandararnir Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi stýrðu jólabingói.Árni Beinteinn Uppistandarinn Bergur Ebbi kom fram á viðburðinum.Árni Beinteinn Jóhann Alfreð og Valdi Píanó hafa staðið fyrir jólabingói í mörg ár.Árni Beinteinn Uppistandarinn Ebba Sig tók lagið.Árni Beinteinn Valdi Píanó var í góðum gír.Árni Beinteinn Gestir fengu lista yfir hin ýmsu jólalög sem þeir gátu ýmist boðist til þess að flytja sjálfir eða skorað á aðra.árni beinteinn Fjölmargir mættu til þess að spila bingó.Árni Beinteinn Leikkonurnar Birna Rún og Aldís Amah létu sig ekki vanta.Árni Beinteinn Uppistandarinn Andri Ívars tók lagið.Árni Beinteinn Lilja Jónsdóttir tók lagið.Árni Beinteinn Birna Rún, Ari Ísfeld, María Hund og Katrín Odds skemmtu sér konunglega.Árni Beinteinn María Hrund, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins og Jóhann Alfreð uppistandari.Árni Beinteinn Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir steig á svið.Árni Beinteinn Gestir voru ánægðir með kvöldið.Árni Beinteinn 15.000 krónur söfnuðust fyrir söng Ebbu Sig.Árni Beinteinn Mikil stemning myndaðist á Kex Hostel.Árni Beinteinn Kvöldið heppnaðist afar vel.Árni Beinteinn Jól Góðverk Samkvæmislífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Viðburðurinn fór fram á Kex Hostel og gekk eins og í sögu. Allir skemmtikraftar gáfu vinnu sína og fjölmörg fyrirtæki styrktu viðburðinn með glæsilegum vinningum. Alls söfnuðust um fimm hundruð þúsund sem renna beint til Mæðrastyrksnefndar. Forsagan er sú að þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Valdimar Kristjónsson, betur þekktur sem Valdi Píanó, hafa haldið Jólabingó nær óslitið frá árinu 2012, til styrktar sama málstaðar. Í þetta skipti fengu þeir Móðurskipið umboðsstofu með sér í lið. „Mæðrastyrksnefnd vinnur auðvitað mikilvægt starf allt árið en sérstaklega fyrir jólin. Ótrúlega gaman að geta styrkt þeirra frábæra starf og haldið partý í leiðinni,“ segir María Hrund Marínósdóttir, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins. Sungu jólalög fyrir pening Til viðbótar við gamla góða jólabingóið, var haldið jólakaraoke þar sem gestum gafst kostur á að syngja uppáhalds jólalögin sín við undirleik stemningssveitarinnar Jólafínir. Fyrirkomulagið var þannig að gestir gátu annað hvort boðið sig fram sjálfir og safnað áheitum fyrir söng sinn eða skorað á aðra að syngja fyrir ákveðna fjárupphæð. Aflahæsti jólasöngvari kvöldsins var Bragi Árnason sem safnaði rúmum 40 þúsund krónum fyrir söng sinn. „Kvöldið sjálft hefði ekki geta gengið betur. Fullt hús og fullt af fólki tilbúið að stíga á svið og syngja,“ segir María. Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu. Uppistandararnir Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi stýrðu jólabingói.Árni Beinteinn Uppistandarinn Bergur Ebbi kom fram á viðburðinum.Árni Beinteinn Jóhann Alfreð og Valdi Píanó hafa staðið fyrir jólabingói í mörg ár.Árni Beinteinn Uppistandarinn Ebba Sig tók lagið.Árni Beinteinn Valdi Píanó var í góðum gír.Árni Beinteinn Gestir fengu lista yfir hin ýmsu jólalög sem þeir gátu ýmist boðist til þess að flytja sjálfir eða skorað á aðra.árni beinteinn Fjölmargir mættu til þess að spila bingó.Árni Beinteinn Leikkonurnar Birna Rún og Aldís Amah létu sig ekki vanta.Árni Beinteinn Uppistandarinn Andri Ívars tók lagið.Árni Beinteinn Lilja Jónsdóttir tók lagið.Árni Beinteinn Birna Rún, Ari Ísfeld, María Hund og Katrín Odds skemmtu sér konunglega.Árni Beinteinn María Hrund, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins og Jóhann Alfreð uppistandari.Árni Beinteinn Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir steig á svið.Árni Beinteinn Gestir voru ánægðir með kvöldið.Árni Beinteinn 15.000 krónur söfnuðust fyrir söng Ebbu Sig.Árni Beinteinn Mikil stemning myndaðist á Kex Hostel.Árni Beinteinn Kvöldið heppnaðist afar vel.Árni Beinteinn
Jól Góðverk Samkvæmislífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira