„Fór eins óheppilega og gat verið á fyrsta ári“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 10:01 Breiðablik burstaði fyrsta 27 leikja Íslandsmótið og hér má sjá nokkra af lykilmönnum liðsins með Íslandsskjöldinn. Það eru þeir Oliver Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson, Gísli Eyjólfsson, Viktor Örn Margeirsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Víðir Sigurðsson hefur gefið út bókina um Íslenska knattspyrnu í fjörutíu ár og á dögunum kom út 42. bókin í bókaflokknum. Sú nýjasta sker sig úr meðal allra hinna og ekki bara með því að vera með fleiri blaðsíður. Guðjón Guðmundsson hitti Víðir Sigurðsson og ræddi við hann um íslenska knattspyrnu og nýju bókina. Víðir hefur skrifað bókina um Íslenska knattspyrnu samfellt frá árinu 1982. Í ár eru kápurnar á bókinni tvær og prýða Íslandsmeistarar Breiðabliks aðra kápuna en Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hina. Öðruvísi ár Hvað einkenndi knattspyrnuárið sem er að líða að mati Víðis? „Þetta var mjög öðruvísi ár ef við horfum á Íslandsmótið hér heima. Nú var keppnisfyrirkomulaginu breytt, mótið lengt, spilað út október og spiluð einföld umferð milli sex efstu og sex neðstu liðanna í Bestu deild karla sem verður svo gert á næsta ári í Bestu deild kvenna. Þetta var tímabær lenging á tímabilinu hérna á Íslandi,“ sagði Víðir Sigurðsson. Hér má sjá báðar útgáfurnar af bókinni um Íslenska knattspyrnu 2022.Fésbókin/Íslensk knattspyrna Fyrirkomulagið mun festa sig í sessi Fólk var misjafnlega ánægt með þessa stóru breytingu á Íslandsmótinu. „Þetta fór eins óheppilega og gat verið á fyrsta ári. Við vitum það að mót eru misjafnlega spennandi. Stundum, þó að það væri bara venjulegt 22 umferða mót, þá getur það verið búið löngu áður. Það gerðist núna, úrslitin voru ráðin snemma og þess vegna var ekki spenna í lokaumferðunum,“ sagði Víðir en hvernig sér hann þetta fyrir sér á komandi árum? Víðir Sigurðsson ræðir við Guðjón Guðmundsson.S2 Sport „Ég held að þetta fyrirkomulag muni bara festa sig í sessi. Við eigum eftir að sjá meiri útfærslu á þessu á næsta ári því þá er tekið upp umspil um að komast upp í Bestu deildina og svo framvegis. Þetta er sem betur fer allt í þróun og mótun. Tímabilið er að lengjast og við eigum að sjá það enn þá lengra á næsta ári því það byrjar fyrr,“ sagði Víðir. Ofurstutt tímabil hefur háð íslenska boltanum „Þetta er það sem hefur alltaf vantað í íslenska fótboltann því þetta ofurstutta tímabil hefur háð honum í mörg mörg ár,“ sagði Víðir. Guðjón vildi fá að vita skoðun Víðis á atvinnumönnunum okkar sem gengur illa að komast í stóru liðin í Evrópu karlamegin. „Hvað veldur,“ spurði Gaupi. Klippa: Víðir Sigurðsson gefur út bókina um Íslenska knattspyrnu Gætu náð langt „Þegar stórt er spurt. Við höfum ekki gert mikið af því í nokkuð mörg ár en það er að koma upp ung kynslóð af leikmönnum núna sem gætu náð langt. Þeir hafa verið að koma inn í A-landsliðið á síðustu einu, tveimur árum,“ sagði Víðir. „Ef við horfum hins vegar kvennamegin þá eru stúlkurnar okkar í hverju stórliðinu á fætur öðru. Þar eru þær komnar á toppinn margar hverjar,“ sagði Víðir. En hvað með A-landslið karla? Erum við að fara á stórmót með liðið á næstu árum? „Það finnst mér frekar ólíklegt en það má alltaf láta sig dreyma og liðið mun vonandi geta verið í baráttu um að komast þangað. Við vitum alveg að ef allt gengur upp þá er ekkert ómögulegt í fótbolta. Það verður mjög erfitt,“ sagði Víðir. Væri hættur ef þetta væri leiðinlegt Gaupi vildi vita hvort það verði aldrei leiðinlegt að skrifa svona bók í meira en fjörutíu ár. „Nei það hefur ekki orðið það hingað til. Þá væri ég bara hættur þessu ef þetta væri leiðinlegt. Þetta er bara partur af því að fylgjast með, skrá það hjá sér jafnóðum það sem gerist og sjá það síðan koma út í einu lagi. Geta síðan flett upp í því eftir á. Þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Víðir sem byrjar strax á næstu bók. „Já bara um leið og fyrstu leikir eru spilaðir. Það eru landsleikir 8. og 12. janúar sem dæmi og þá verð ég byrjaður að skrifa,“ sagði Víðir Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Víðir Sigurðsson og ræddi við hann um íslenska knattspyrnu og nýju bókina. Víðir hefur skrifað bókina um Íslenska knattspyrnu samfellt frá árinu 1982. Í ár eru kápurnar á bókinni tvær og prýða Íslandsmeistarar Breiðabliks aðra kápuna en Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hina. Öðruvísi ár Hvað einkenndi knattspyrnuárið sem er að líða að mati Víðis? „Þetta var mjög öðruvísi ár ef við horfum á Íslandsmótið hér heima. Nú var keppnisfyrirkomulaginu breytt, mótið lengt, spilað út október og spiluð einföld umferð milli sex efstu og sex neðstu liðanna í Bestu deild karla sem verður svo gert á næsta ári í Bestu deild kvenna. Þetta var tímabær lenging á tímabilinu hérna á Íslandi,“ sagði Víðir Sigurðsson. Hér má sjá báðar útgáfurnar af bókinni um Íslenska knattspyrnu 2022.Fésbókin/Íslensk knattspyrna Fyrirkomulagið mun festa sig í sessi Fólk var misjafnlega ánægt með þessa stóru breytingu á Íslandsmótinu. „Þetta fór eins óheppilega og gat verið á fyrsta ári. Við vitum það að mót eru misjafnlega spennandi. Stundum, þó að það væri bara venjulegt 22 umferða mót, þá getur það verið búið löngu áður. Það gerðist núna, úrslitin voru ráðin snemma og þess vegna var ekki spenna í lokaumferðunum,“ sagði Víðir en hvernig sér hann þetta fyrir sér á komandi árum? Víðir Sigurðsson ræðir við Guðjón Guðmundsson.S2 Sport „Ég held að þetta fyrirkomulag muni bara festa sig í sessi. Við eigum eftir að sjá meiri útfærslu á þessu á næsta ári því þá er tekið upp umspil um að komast upp í Bestu deildina og svo framvegis. Þetta er sem betur fer allt í þróun og mótun. Tímabilið er að lengjast og við eigum að sjá það enn þá lengra á næsta ári því það byrjar fyrr,“ sagði Víðir. Ofurstutt tímabil hefur háð íslenska boltanum „Þetta er það sem hefur alltaf vantað í íslenska fótboltann því þetta ofurstutta tímabil hefur háð honum í mörg mörg ár,“ sagði Víðir. Guðjón vildi fá að vita skoðun Víðis á atvinnumönnunum okkar sem gengur illa að komast í stóru liðin í Evrópu karlamegin. „Hvað veldur,“ spurði Gaupi. Klippa: Víðir Sigurðsson gefur út bókina um Íslenska knattspyrnu Gætu náð langt „Þegar stórt er spurt. Við höfum ekki gert mikið af því í nokkuð mörg ár en það er að koma upp ung kynslóð af leikmönnum núna sem gætu náð langt. Þeir hafa verið að koma inn í A-landsliðið á síðustu einu, tveimur árum,“ sagði Víðir. „Ef við horfum hins vegar kvennamegin þá eru stúlkurnar okkar í hverju stórliðinu á fætur öðru. Þar eru þær komnar á toppinn margar hverjar,“ sagði Víðir. En hvað með A-landslið karla? Erum við að fara á stórmót með liðið á næstu árum? „Það finnst mér frekar ólíklegt en það má alltaf láta sig dreyma og liðið mun vonandi geta verið í baráttu um að komast þangað. Við vitum alveg að ef allt gengur upp þá er ekkert ómögulegt í fótbolta. Það verður mjög erfitt,“ sagði Víðir. Væri hættur ef þetta væri leiðinlegt Gaupi vildi vita hvort það verði aldrei leiðinlegt að skrifa svona bók í meira en fjörutíu ár. „Nei það hefur ekki orðið það hingað til. Þá væri ég bara hættur þessu ef þetta væri leiðinlegt. Þetta er bara partur af því að fylgjast með, skrá það hjá sér jafnóðum það sem gerist og sjá það síðan koma út í einu lagi. Geta síðan flett upp í því eftir á. Þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Víðir sem byrjar strax á næstu bók. „Já bara um leið og fyrstu leikir eru spilaðir. Það eru landsleikir 8. og 12. janúar sem dæmi og þá verð ég byrjaður að skrifa,“ sagði Víðir
Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira