Fagnar því að hafa lokið meðferð eftir að hafa glímt við átröskun í rúmlega fimm ár Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. desember 2022 13:38 Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, er útkskrifuð úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. Vísir/Adelina Antal Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, fagnaði mikilvægum áfanga í gær þegar hún útskrifaðist úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar, eftir rúmlega fimm ára baráttu við sjúkdóminn. Lenya opnaði sig um átröskunarsjúkdóminn í grein á Vísi sumarið 2021. Þar kvaðst hún hafa verið inn og út úr meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans frá árinu 2017. „Ég hélt ég væri orðin góð og átti ég ágætis tvö ár þar sem ég gat borðað og fúnkerað eðlilega. Vorið/sumarið 2020 fór ástandið mitt gjörsamlega hrakandi og neyddist ég til að sækja aftur um,“ skrifaði Lenya í greininni. Rauði þráðurinn að grípa fólk nógu snemma Í greininni gagnrýndi hún biðlista og fjársveltingu átröskunarteymisins en þegar greinin var skrifuð var átján mánaða biðlisti eftir aðstoð. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að átröskun er fjarstæður fólki sem hefur aldrei átt nána aðstandendur sem glíma við sjúkdóminn eða hafa ekki glímt við hann sjálf, en rauði þráðurinn í bataferlinu er að grípa fólk nógu snemma. Að bíða eftir meðferðarúrræði í 18 mánuði er meira en nægur tími til að versna nógu andlega eða líkamlega að áhrifum verður seint snúið til baka, eða jafnvel eru 18 mánuðir nægur tími til að það leiði til dauða,“ skrifaði hún. Útskrifuð og þakklát Í gær deildi Leyna svo þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum sínum að hún væri útskrifuð eftir átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. „Allt í einu er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Lenya sem fagnaði áfanganum með því að fá sér máltíð sem hana hafði dreymt um í langan tíma, beyglu í bakaríinu Deig. „Ekki fokka í mér annars borða ég þig,“ segir hún þakklát og stolt. Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir pic.twitter.com/vnQCgK7BQs— Lenya Rún (@Lenyarun) December 13, 2022 Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Lenya opnaði sig um átröskunarsjúkdóminn í grein á Vísi sumarið 2021. Þar kvaðst hún hafa verið inn og út úr meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans frá árinu 2017. „Ég hélt ég væri orðin góð og átti ég ágætis tvö ár þar sem ég gat borðað og fúnkerað eðlilega. Vorið/sumarið 2020 fór ástandið mitt gjörsamlega hrakandi og neyddist ég til að sækja aftur um,“ skrifaði Lenya í greininni. Rauði þráðurinn að grípa fólk nógu snemma Í greininni gagnrýndi hún biðlista og fjársveltingu átröskunarteymisins en þegar greinin var skrifuð var átján mánaða biðlisti eftir aðstoð. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að átröskun er fjarstæður fólki sem hefur aldrei átt nána aðstandendur sem glíma við sjúkdóminn eða hafa ekki glímt við hann sjálf, en rauði þráðurinn í bataferlinu er að grípa fólk nógu snemma. Að bíða eftir meðferðarúrræði í 18 mánuði er meira en nægur tími til að versna nógu andlega eða líkamlega að áhrifum verður seint snúið til baka, eða jafnvel eru 18 mánuðir nægur tími til að það leiði til dauða,“ skrifaði hún. Útskrifuð og þakklát Í gær deildi Leyna svo þeim gleðitíðindum á samfélagsmiðlum sínum að hún væri útskrifuð eftir átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar. „Allt í einu er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Lenya sem fagnaði áfanganum með því að fá sér máltíð sem hana hafði dreymt um í langan tíma, beyglu í bakaríinu Deig. „Ekki fokka í mér annars borða ég þig,“ segir hún þakklát og stolt. Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir pic.twitter.com/vnQCgK7BQs— Lenya Rún (@Lenyarun) December 13, 2022
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira