Hringekja liðsstjóra í Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. desember 2022 07:01 Mattia Binotto, fyrrum liðsstjóri Ferrari. Afsögn Mattia Binotto sem liðsstjóra Ferrari liðsins í lok nóvember hefur sett af stað mikinn kapall sem að miklu leyti gekk upp í gær. Alls verða nýir liðsstjórar í að minnsta kosti fjórum liðum af tíu á næsta tímabili. Ferrari staðfesti í gær ráðningu Frederic Vasseur sem mun koma til Ferrari frá Alfa Romeo Sauber liðinu. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Vasseur hafi ekki verið fyrsti kostur Ferrari og að nokkrir aðrir hafi afþakkað starfið þar sem því þykja ekki fylgja nægjanlega mikil völd til að viðkomandi geti haft raunveruleg áhrif á liðið. Vasseur hefur þó ákveðin tengls við eina af stjörnum liðsins Charles Leclerc, sem áður ók fyrir Sauber liðið. Nokkrum mínútum seinna var Alfa Romeo Sauber búið að tilkynna að Andreas Seidl, taki við sem framkvæmdastjóri liðsins, sem mun brátt verða Audi liðið. Enn er óljóst hver verður liðsstjóri Sauber liðsins, þar sem Seidl er ráðinn sem framkvæmdastjóri, en ekki liðsstjóri og hefur sagt að hann sé að hefja leit að liðsstjóra. McLaren, hafandi látið Seidl af hendi flýtti sér að veita Andrea Stella stöðuhækkun. Hann var rekstrarstjóri liðsins en er nú orðinn liðsstjóri. Williams tilkynnti einnig um að Jost Capito liðsstjóri hins sögufræga liðs er á förum ásamt FX Demaison sem er tæknistjóri liðsins. Akstursíþróttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent
Ferrari staðfesti í gær ráðningu Frederic Vasseur sem mun koma til Ferrari frá Alfa Romeo Sauber liðinu. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Vasseur hafi ekki verið fyrsti kostur Ferrari og að nokkrir aðrir hafi afþakkað starfið þar sem því þykja ekki fylgja nægjanlega mikil völd til að viðkomandi geti haft raunveruleg áhrif á liðið. Vasseur hefur þó ákveðin tengls við eina af stjörnum liðsins Charles Leclerc, sem áður ók fyrir Sauber liðið. Nokkrum mínútum seinna var Alfa Romeo Sauber búið að tilkynna að Andreas Seidl, taki við sem framkvæmdastjóri liðsins, sem mun brátt verða Audi liðið. Enn er óljóst hver verður liðsstjóri Sauber liðsins, þar sem Seidl er ráðinn sem framkvæmdastjóri, en ekki liðsstjóri og hefur sagt að hann sé að hefja leit að liðsstjóra. McLaren, hafandi látið Seidl af hendi flýtti sér að veita Andrea Stella stöðuhækkun. Hann var rekstrarstjóri liðsins en er nú orðinn liðsstjóri. Williams tilkynnti einnig um að Jost Capito liðsstjóri hins sögufræga liðs er á förum ásamt FX Demaison sem er tæknistjóri liðsins.
Akstursíþróttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent