Sumac hrærir upp í jólunum með framandi kryddi Sumac 12. desember 2022 08:49 Matarmenning Norður Afríku einkennir matseðli veitingastaðarins Sumac. „Jólaseðillinn okkar er allt annað en hefðbundinn. Við kryddum upp á jólin í staðinn fyrir hefðirnar og sækjum innblástur frá Norður Afríku til Líbanon. Kryddin þaðan og matreiðsluaðferðirnar skína í gegn í öllum okkar réttum hjá yfirkokkinum okkar Jakobi Baldvinssyni. Þú færð ekki matinn okkar annarsstaðar í bænum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og kokkur á veitingastaðnum Sumac. „Við erum með kolagrill sem flest allur matur fer á hjá okkur og ilmurinn inni á staðnum ber þess keim. Við vinnum mikið með grænmeti, grillum það og bökum og erum stöðugt að þróa réttina í áttina að matreiðslustíl landa eins og Líbanon,“ segir Þráinn sem ferðaðist um Norður Afríku og kynnti sér matargerð og menningu landanna við Miðjarðarhafið. Grillað brauð og dýfur er meðal þess sem boðið er upp á. „Ég var mjög forvitinn um þessa matarmenningu og fannst vanta svona mat á Íslandi. Þegar ég var að leita að hugmynd að systurveitingastað ÓX, sem ég rek einnig, ákvað ég að skoða þetta og fór bara í að heimsækja þessi lönd og leita að innblæstri. Nú er Sumac orðinn fimm ára og okkar aðalviðskiptavinahópur er íslenski markaðurinn. Við erum komin með nokkuð stóran hóp fastagesta,“ segir Þráinn. Hvað er þá eiginlega á jólamatseðlinum? „Ja, ekki hangikjöt og ekki dill eða súrar gúrkur. Jólaseðillinn telur átta rétti og þar er mikið um grænmeti og grillað flatbrauð, sósur til að dýfa í, grilluð bleikja með austurlensku þema og hægeldaður lambaháls sem hefur legið í kryddlegi í góðan tíma svo hann er mjög bragðmikill. Það er gaman að brjóta aðeins upp hefðirnar og prófa eitthvað annað í desember,“ segir Þráinn. „Við tökum á móti hópum og getum boðið upp á prívat herbergi sem við vorum að taka í notkun. Þar geta hópar allt að 16 manns verið út af fyrir sig. Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum á aðventunni. Við verðum með opið á Þorláksmessu fram yfir hádegi og hvetjum fólk til að kíkja til okkar í einn eða tvo rétti á Þollák meðan það klárar jólainnkaupin,“ segir Þráinn. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Nánar má kynna sér matseðil Sumac hér. Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira
„Við erum með kolagrill sem flest allur matur fer á hjá okkur og ilmurinn inni á staðnum ber þess keim. Við vinnum mikið með grænmeti, grillum það og bökum og erum stöðugt að þróa réttina í áttina að matreiðslustíl landa eins og Líbanon,“ segir Þráinn sem ferðaðist um Norður Afríku og kynnti sér matargerð og menningu landanna við Miðjarðarhafið. Grillað brauð og dýfur er meðal þess sem boðið er upp á. „Ég var mjög forvitinn um þessa matarmenningu og fannst vanta svona mat á Íslandi. Þegar ég var að leita að hugmynd að systurveitingastað ÓX, sem ég rek einnig, ákvað ég að skoða þetta og fór bara í að heimsækja þessi lönd og leita að innblæstri. Nú er Sumac orðinn fimm ára og okkar aðalviðskiptavinahópur er íslenski markaðurinn. Við erum komin með nokkuð stóran hóp fastagesta,“ segir Þráinn. Hvað er þá eiginlega á jólamatseðlinum? „Ja, ekki hangikjöt og ekki dill eða súrar gúrkur. Jólaseðillinn telur átta rétti og þar er mikið um grænmeti og grillað flatbrauð, sósur til að dýfa í, grilluð bleikja með austurlensku þema og hægeldaður lambaháls sem hefur legið í kryddlegi í góðan tíma svo hann er mjög bragðmikill. Það er gaman að brjóta aðeins upp hefðirnar og prófa eitthvað annað í desember,“ segir Þráinn. „Við tökum á móti hópum og getum boðið upp á prívat herbergi sem við vorum að taka í notkun. Þar geta hópar allt að 16 manns verið út af fyrir sig. Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum á aðventunni. Við verðum með opið á Þorláksmessu fram yfir hádegi og hvetjum fólk til að kíkja til okkar í einn eða tvo rétti á Þollák meðan það klárar jólainnkaupin,“ segir Þráinn. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Nánar má kynna sér matseðil Sumac hér.
Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira