Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2022 16:45 Haukakonur unnu mikilvægan sigur gegn Selfyssingum í Olís-deild kvenna í dag. Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og liðin hófu leik á því að tapa sínum boltanum hvort í upphafssóknunum. Liðin tóku þó fljótt við sér og fyrri hálfleikurinn bauð upp á nóg af mörkum. Selfyssingar náðu forystunni í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 3-2 eftir tæplega sjö mínútna leik. Heimakonur urðu þó fyrir áfalli eftir um tíu mínútna leik þegar markvörður liðsins, Cornelia Hermansson, fékk skot í andlitið af stuttu færi og var studd af velli í kjölfarið. Hún kom ekki meira við sögu í leiknum og óvíst er hversu alvarleg meiðsli hennar eru. Selfyssingar náðu fyrst þriggja marka forystu í stöðunni 7-4 og héldu gestunum fyrir aftan sig það sem eftir lifði hálfleiks. Eftir að hafa hleypt Haukakonum nær sér náðu Selfyssingar að endurheimta þriggja marka forskot sitt í stöðunni 16-13 og góður lokakafli í fyrri hálfleik skilaði þeim fjögurra marka forystu fyrir hálfleikshléið, staðan 19-15 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Haukakonur mættu hins vegar mun sterkari en heimakonur til leiks í síðari hálfleik. Gestirnir skoruðu fyrstu fimm mörk hálfleiksins og tóku forystuna. Raunar gerðu Haukakonur nánast út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks og liðið skoraði níu mörk gegn aðeins einu marki Selfyssinga. Heimakonum gekk afar illa að finna taktinn í síðari hálfleik og Haukakonur gengu á lagið. Gestirnir náðu mest sex marka forystu í stöðunni 26-32 og höfðu þá gert út um leikinn að mestu. Selfyssingar náðu hins vegar ágætis áhlaupi undir lok leiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk, en nær komust þær ekki og niðurstaðan því þriggja marka sigur gestanna, 33-36. Haukakonur fara því inn í jólafríið með átta stig í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum meira en Selfoss sem situr í næst neðsta sæti. Af hverju unnu Haukar? Eftir erfiðan fyrri hálfleik náðu Haukakonur öllum völdum á vellinum í síðari hálfleik á meðan lítið sem ekkert gekk upp hjá Selfyssingum. Gestirnir stóðu vörnina vel, ásamt því að fá markvörslu, í bland við það að Selfyssingar köstuðu ítrekað frá sér boltanum. Hverjar stóðu upp úr? Eins og aðrar í Haukaliðinu átti Elín Klara Þorkelsdóttir erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Hún steig hins vegar heldur betur upp í síðari hálfleik og endaði leikinn með átta mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Í liði Selfyssinga var Roberta Stropé ein af fáum með lífsmarki í síðari hálfleik, en hún skoraði alls 12 mörk úr 14 skotum. Hvað gekk illa? Bæði lið voru dugleg við að kasta frá sér boltanum í leik dagsins. Haukakonur tóku sína töpuðu bolta út í fyrri hálfleik, en Selfyssingar tóku við keflinu í síðari hálfleik. Í heildina töpuðu heimakonur 17 boltum í leiknum sem er allt of mikið í einum handboltaleik. Hvað gerist næst? Liðin fara nú í smá jólafrí, en mæta aftur til leiks laugardaginn 7. janúar. Selfyssingar taka þá á móti KA/Þór og Haukar fá Fram í heimsókn. Eyþór: Þú skapar þína eigin óheppni Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Haukum í dag. Eftir að hafa haft góð tök á leiknum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik misstu Selfyssingar tökin og Haukar sigldu fram úr. Eyþór segist ekki vita nákvæmlega hvað það var sem klikkaði hjá sínu liði. „Það var ansi margt. Við bara gefum eftir og leikurinn okkar verður verri á öllum sviðum. Sókn, vörn, hlaup til baka, markvarsla og þær bara ganga á lagið,“ sagði Eyþór eftir leikinn. „Það er eitthvað ströggl sóknarlega hérna í byrjun seinni hálfleiks og það bara slær okkur svona svakalega út af laginu og við náum ekki að koma aftur til baka.“ Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn á 9-1 kafla þar sem ekkert gekk upp hjá Selfyssingum og Eyþór segir uppleggið eftir hálfleikinn ekki hafa gengið upp. „Klárlega ekki. Við getum rætt ýmislegt og við sem erum yfir verðum bara að taka ábyrgð á þessum kafla. Þetta gerðist eftir að hafa verið í frábærri stöðu í hálfleik og það var alltaf ljóst að Haukarnir væru alltaf að fara að mæta dýrvitlausar í seinni hálfleikinn.“ „Þú skapar þína eigin óheppni. Við misstum alveg 50/50 boltana líka og vorum hægar heim. Og bara eitt leiddi af öðru.“ En hvað fannst Eyþóri sitt lið gera vel í fyrri hálfleik sem vantaði upp á í þeim síðari? „Flæði sóknarlega og tempó. Við skorum 19 mörk í fyrri hálfleik og langflest þeirra eru úr uppstilltri sókn þar sem boltinn fékk að ganga vel og við náðum góðum árásum. Mér fannst líka koma kaflar í fyrri hálfleik þar sem vörnin stóð vel og við fengum markvörslu, en eins og ég sagði áðan þá var bara svo margt sem gaf eftir í seinni hálfleik. Það er ekki eitt heldur allt.“ Selfyssingar urðu fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Cornelia Hermansson, markvörður liðsins, fékk fast skot í andlitið af stuttu færi. Hún þurfti aðstoð við að koma sér af velli og Eyþór segir útlitið því miður ekki vera gott. „Hún fær hann bara beint á andlitið og er komin upp á sjúkrahús. Hún var komin þangað áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist. Ég hef ekki heyr neitt meira.“ Að lokum segir Eyþór að sitt lið þurfi að nýta jólafríið sem framundan er vel. „Það er alveg ljóst að við þurfum að nýta það vel og við ætlum að gera það. Það er bara áfram hjá okkur. Ég held að við séum búnar að spila tíu leiki og það er búið að ganga mikið á. Allskonar. Leikmenn frá og jafnvel skyndilega frá, en mér sýnist við bara vera komin með nánast allar aftur og við ættum að geta æft mjög vel í jólafríinu og mætt enn betri eftir fríið,“ sagði Eyþór að lokum. Elín Klara: Komum og mættum almennilega í seinni hálfleikinn Elín Klara Þorkelsdóttir steig upp í síðari hálfleik.Vísir/Hulda Margrét Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka með átta mörk. Hún átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik, en steig hressilega upp í þeim síðari og olli Selfyssingum miklum vandræðum. „Það er bara ótrúlega góð tilfinning að hafa klárað þetta og ná að fara með átta stig inn í pásuna. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel, en sýndum mjög flottan karakter og komum og mættum almennilega í seinni hálfleikinn,“ sagði Elín Klara í leikslok. Hún segir að hálfleiksræða Ragnars hafi klárlega hjálpað liðinu að snúa genginu við í hálfleik. „Hann tók góða hálfleiksræðu. Sagði að nú væri hálftími eftir og svo bara komið jólafrí þannig við gáfum í næsta gír og keyrðum á þetta.“ Þá segir Elín einnig að hún og aðrir leikmenn Hauka, líkt og þjálfari liðsins, hafi haldið ró sinni þegar Selfyssingar náðu góðu áhlaupi undir lok leiks. „Við ætluðum okkur bara að klára þennan leik. Það kom kannski smá stress þegar við urðum einum færri, en stálum boltanum og spiluðum allar mjög góðan leik. Þetta var svona liðssigur myndi ég segja.“ Að lokum segir Elín að jólafríið verði vel nýtt til að undirbúa sig fyrir átökin eftir áramót. „Það er bara að æfa mjög vel í jólafríinu og svo mætum við alveg dýrvitlausar eftir áramót,“ sagði Elín að lokum. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Haukar
Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og liðin hófu leik á því að tapa sínum boltanum hvort í upphafssóknunum. Liðin tóku þó fljótt við sér og fyrri hálfleikurinn bauð upp á nóg af mörkum. Selfyssingar náðu forystunni í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 3-2 eftir tæplega sjö mínútna leik. Heimakonur urðu þó fyrir áfalli eftir um tíu mínútna leik þegar markvörður liðsins, Cornelia Hermansson, fékk skot í andlitið af stuttu færi og var studd af velli í kjölfarið. Hún kom ekki meira við sögu í leiknum og óvíst er hversu alvarleg meiðsli hennar eru. Selfyssingar náðu fyrst þriggja marka forystu í stöðunni 7-4 og héldu gestunum fyrir aftan sig það sem eftir lifði hálfleiks. Eftir að hafa hleypt Haukakonum nær sér náðu Selfyssingar að endurheimta þriggja marka forskot sitt í stöðunni 16-13 og góður lokakafli í fyrri hálfleik skilaði þeim fjögurra marka forystu fyrir hálfleikshléið, staðan 19-15 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Haukakonur mættu hins vegar mun sterkari en heimakonur til leiks í síðari hálfleik. Gestirnir skoruðu fyrstu fimm mörk hálfleiksins og tóku forystuna. Raunar gerðu Haukakonur nánast út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks og liðið skoraði níu mörk gegn aðeins einu marki Selfyssinga. Heimakonum gekk afar illa að finna taktinn í síðari hálfleik og Haukakonur gengu á lagið. Gestirnir náðu mest sex marka forystu í stöðunni 26-32 og höfðu þá gert út um leikinn að mestu. Selfyssingar náðu hins vegar ágætis áhlaupi undir lok leiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk, en nær komust þær ekki og niðurstaðan því þriggja marka sigur gestanna, 33-36. Haukakonur fara því inn í jólafríið með átta stig í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum meira en Selfoss sem situr í næst neðsta sæti. Af hverju unnu Haukar? Eftir erfiðan fyrri hálfleik náðu Haukakonur öllum völdum á vellinum í síðari hálfleik á meðan lítið sem ekkert gekk upp hjá Selfyssingum. Gestirnir stóðu vörnina vel, ásamt því að fá markvörslu, í bland við það að Selfyssingar köstuðu ítrekað frá sér boltanum. Hverjar stóðu upp úr? Eins og aðrar í Haukaliðinu átti Elín Klara Þorkelsdóttir erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Hún steig hins vegar heldur betur upp í síðari hálfleik og endaði leikinn með átta mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Í liði Selfyssinga var Roberta Stropé ein af fáum með lífsmarki í síðari hálfleik, en hún skoraði alls 12 mörk úr 14 skotum. Hvað gekk illa? Bæði lið voru dugleg við að kasta frá sér boltanum í leik dagsins. Haukakonur tóku sína töpuðu bolta út í fyrri hálfleik, en Selfyssingar tóku við keflinu í síðari hálfleik. Í heildina töpuðu heimakonur 17 boltum í leiknum sem er allt of mikið í einum handboltaleik. Hvað gerist næst? Liðin fara nú í smá jólafrí, en mæta aftur til leiks laugardaginn 7. janúar. Selfyssingar taka þá á móti KA/Þór og Haukar fá Fram í heimsókn. Eyþór: Þú skapar þína eigin óheppni Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Haukum í dag. Eftir að hafa haft góð tök á leiknum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik misstu Selfyssingar tökin og Haukar sigldu fram úr. Eyþór segist ekki vita nákvæmlega hvað það var sem klikkaði hjá sínu liði. „Það var ansi margt. Við bara gefum eftir og leikurinn okkar verður verri á öllum sviðum. Sókn, vörn, hlaup til baka, markvarsla og þær bara ganga á lagið,“ sagði Eyþór eftir leikinn. „Það er eitthvað ströggl sóknarlega hérna í byrjun seinni hálfleiks og það bara slær okkur svona svakalega út af laginu og við náum ekki að koma aftur til baka.“ Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn á 9-1 kafla þar sem ekkert gekk upp hjá Selfyssingum og Eyþór segir uppleggið eftir hálfleikinn ekki hafa gengið upp. „Klárlega ekki. Við getum rætt ýmislegt og við sem erum yfir verðum bara að taka ábyrgð á þessum kafla. Þetta gerðist eftir að hafa verið í frábærri stöðu í hálfleik og það var alltaf ljóst að Haukarnir væru alltaf að fara að mæta dýrvitlausar í seinni hálfleikinn.“ „Þú skapar þína eigin óheppni. Við misstum alveg 50/50 boltana líka og vorum hægar heim. Og bara eitt leiddi af öðru.“ En hvað fannst Eyþóri sitt lið gera vel í fyrri hálfleik sem vantaði upp á í þeim síðari? „Flæði sóknarlega og tempó. Við skorum 19 mörk í fyrri hálfleik og langflest þeirra eru úr uppstilltri sókn þar sem boltinn fékk að ganga vel og við náðum góðum árásum. Mér fannst líka koma kaflar í fyrri hálfleik þar sem vörnin stóð vel og við fengum markvörslu, en eins og ég sagði áðan þá var bara svo margt sem gaf eftir í seinni hálfleik. Það er ekki eitt heldur allt.“ Selfyssingar urðu fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Cornelia Hermansson, markvörður liðsins, fékk fast skot í andlitið af stuttu færi. Hún þurfti aðstoð við að koma sér af velli og Eyþór segir útlitið því miður ekki vera gott. „Hún fær hann bara beint á andlitið og er komin upp á sjúkrahús. Hún var komin þangað áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist. Ég hef ekki heyr neitt meira.“ Að lokum segir Eyþór að sitt lið þurfi að nýta jólafríið sem framundan er vel. „Það er alveg ljóst að við þurfum að nýta það vel og við ætlum að gera það. Það er bara áfram hjá okkur. Ég held að við séum búnar að spila tíu leiki og það er búið að ganga mikið á. Allskonar. Leikmenn frá og jafnvel skyndilega frá, en mér sýnist við bara vera komin með nánast allar aftur og við ættum að geta æft mjög vel í jólafríinu og mætt enn betri eftir fríið,“ sagði Eyþór að lokum. Elín Klara: Komum og mættum almennilega í seinni hálfleikinn Elín Klara Þorkelsdóttir steig upp í síðari hálfleik.Vísir/Hulda Margrét Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka með átta mörk. Hún átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik, en steig hressilega upp í þeim síðari og olli Selfyssingum miklum vandræðum. „Það er bara ótrúlega góð tilfinning að hafa klárað þetta og ná að fara með átta stig inn í pásuna. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel, en sýndum mjög flottan karakter og komum og mættum almennilega í seinni hálfleikinn,“ sagði Elín Klara í leikslok. Hún segir að hálfleiksræða Ragnars hafi klárlega hjálpað liðinu að snúa genginu við í hálfleik. „Hann tók góða hálfleiksræðu. Sagði að nú væri hálftími eftir og svo bara komið jólafrí þannig við gáfum í næsta gír og keyrðum á þetta.“ Þá segir Elín einnig að hún og aðrir leikmenn Hauka, líkt og þjálfari liðsins, hafi haldið ró sinni þegar Selfyssingar náðu góðu áhlaupi undir lok leiks. „Við ætluðum okkur bara að klára þennan leik. Það kom kannski smá stress þegar við urðum einum færri, en stálum boltanum og spiluðum allar mjög góðan leik. Þetta var svona liðssigur myndi ég segja.“ Að lokum segir Elín að jólafríið verði vel nýtt til að undirbúa sig fyrir átökin eftir áramót. „Það er bara að æfa mjög vel í jólafríinu og svo mætum við alveg dýrvitlausar eftir áramót,“ sagði Elín að lokum.