Kia Niro hreppir Gullna stýrið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. nóvember 2022 07:01 Kia Niro EV. Nýi Kia Niro rafbíllinn hlaut hið virta Gullna stýri, sem almennt er talið mikilvægasta viðurkenning sem bílum getur hlotnast í Þýskalandi. Kia Niro, sem hlaut mikið lof þegar hann var kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári, fékk Gullna stýrið 2022 í flokki lítilla SUV-bíla. Tengiltvinnbíllinn Kia Sportage hafnaði í öðru sæti. Volkswagen Taigo hafnaði í þriðja sæti. Dómnefnd Gullna stýrisins dásamaði einnig nýja Kia EV6 GT og veitti þessum kraftmikla rafknúna lúxusjeppa Kia annað sætið í flokki meðalstórra bíla og lúxusbíla, þar sem Nio ET7 hreppti fyrsta sætið og Mercedes-Benz EQE það þriðja. „Kia heldur áfram að auka úrval rafbíla sem sameina sparneytni, mikið akstursdrægi og stíl. Fjölbreytt úrval rafbíla frá okkar kemur vel í ljós í Gullna stýrinu í ár, þar sem við sýnum enn og aftur að við erum í sérflokki þegar kemur að rafvæðingu. Við erum mjög stolt af því að dómnefndin skuli hafa valið þrjár af nýjustu gerðum Kia til úrslita í keppninni í ár, enda sýnir það hversu staðráðin við erum í að leggja okkar af mörkum til sjálfbærra samgangna,“ sagði Jason Jeong, forstjóri Kia Europe „Gullna stýrið er mjög eftirsótt viðurkenning fyrir bestu bílana sem í boði eru í Þýskalandi. Kröfuharðir dómarar prufukeyra hvern bíl og það er okkur mikill heiður að Kia Niro-rafbíllinn skuli hafa orðið hlutskarpastur í ár, og að Sportage Plug-in Hybrid skuli hafa hafnað í öðru sæti. Þessi sigur kemur til með að efla vörumerkið Kia í Þýskalandi og stuðla að því að neytendum bjóðist verðlaunaðir rafbílar sem skera sig frá samkeppninni,“ bætti Thomas Djuren, framkvæmdastjóri Kia Germany. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rásinni Motormouth. Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá Öskju. Rafbílalína og góð sala Kia ætlar að halda áfram að auka framboð rafbíla og er markmiðið að 14 gerðir Kia-rafbíla verði komnar á markað árið 2027, þar á meðal ný lína lítilla og meðalstórra rafbíla frá og með 2025. Áætlun fyrirtækisins fyrir árið 2030 er að selja 4 milljónir bíla árlega, þar af 1,2 milljónir rafbíla. Nýlegar sölutölur frá samtökum evrópskra bílaframleiðenda (ACEA) sýna sívaxandi eftirspurn eftir bílum frá Kia. Markaðshlutdeild Kia í Evrópu á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 5,1%, samanborið við 4,2% á sama tíma í fyrra. Nýskráningar á Kia-bílum í Evrópusambandinu, á Evrópska efnahagssvæðinu og í Bretlandi voru 425.882 samtals frá janúar til loka september, sem er 9,8% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta var á sama tíma og 9,9% samdráttur varð á fólksbílamarkaði í Evrópusambandinu. Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent
Dómnefnd Gullna stýrisins dásamaði einnig nýja Kia EV6 GT og veitti þessum kraftmikla rafknúna lúxusjeppa Kia annað sætið í flokki meðalstórra bíla og lúxusbíla, þar sem Nio ET7 hreppti fyrsta sætið og Mercedes-Benz EQE það þriðja. „Kia heldur áfram að auka úrval rafbíla sem sameina sparneytni, mikið akstursdrægi og stíl. Fjölbreytt úrval rafbíla frá okkar kemur vel í ljós í Gullna stýrinu í ár, þar sem við sýnum enn og aftur að við erum í sérflokki þegar kemur að rafvæðingu. Við erum mjög stolt af því að dómnefndin skuli hafa valið þrjár af nýjustu gerðum Kia til úrslita í keppninni í ár, enda sýnir það hversu staðráðin við erum í að leggja okkar af mörkum til sjálfbærra samgangna,“ sagði Jason Jeong, forstjóri Kia Europe „Gullna stýrið er mjög eftirsótt viðurkenning fyrir bestu bílana sem í boði eru í Þýskalandi. Kröfuharðir dómarar prufukeyra hvern bíl og það er okkur mikill heiður að Kia Niro-rafbíllinn skuli hafa orðið hlutskarpastur í ár, og að Sportage Plug-in Hybrid skuli hafa hafnað í öðru sæti. Þessi sigur kemur til með að efla vörumerkið Kia í Þýskalandi og stuðla að því að neytendum bjóðist verðlaunaðir rafbílar sem skera sig frá samkeppninni,“ bætti Thomas Djuren, framkvæmdastjóri Kia Germany. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rásinni Motormouth. Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá Öskju. Rafbílalína og góð sala Kia ætlar að halda áfram að auka framboð rafbíla og er markmiðið að 14 gerðir Kia-rafbíla verði komnar á markað árið 2027, þar á meðal ný lína lítilla og meðalstórra rafbíla frá og með 2025. Áætlun fyrirtækisins fyrir árið 2030 er að selja 4 milljónir bíla árlega, þar af 1,2 milljónir rafbíla. Nýlegar sölutölur frá samtökum evrópskra bílaframleiðenda (ACEA) sýna sívaxandi eftirspurn eftir bílum frá Kia. Markaðshlutdeild Kia í Evrópu á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 5,1%, samanborið við 4,2% á sama tíma í fyrra. Nýskráningar á Kia-bílum í Evrópusambandinu, á Evrópska efnahagssvæðinu og í Bretlandi voru 425.882 samtals frá janúar til loka september, sem er 9,8% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta var á sama tíma og 9,9% samdráttur varð á fólksbílamarkaði í Evrópusambandinu.
Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent