Frönsk og ítölsk matarmenning á flottasta horni Reykjavíkur Duck & Rose 28. nóvember 2022 09:00 Lára Björg Gunnarsdóttir „Við opnuðum staðinn í maí 2020 viðtökurnar hafa verið frábærar. Við erum auðvitað með eitt af bestu útisvæðum í borginni sem er æðislegt á sumrin og svo erum við á einu fallegasta horni bæjarins. Nú fyrst erum við að upplifa það að hafa túristana með í viðskiptavinahópnum sem er auðvitað bara frábær viðbót. Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur yfir hátíðarnar,“ segir Margrét Ríkharðsdóttir, yfirkokkur á Duck and Rose, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi. Handgerður íslenskur Burrata Frönsk og ítölsk matargerð er aðalsmerki Duck and Rose. Vinsælasti rétturinn frá opnun staðarins er Burrata ostur með kirsuberjatómötum, fíkjum, basilolíu og ristuðu súrdeigsbrauði en osturinn er íslenskur og er handgerður á Sauðárkróki. Lára Björg Gunnarsdóttir „Við leggjum mikla áherslu á að útbúa matinn frá grunni og veljum besta mögulega hráefnið til þess,“ segir Margrét. Matseðillinn er mjög fjölbreyttur úrval af smáréttum, aðalréttum, pizzum og eftirréttum. „Confit andarlæri hefur einnig alltaf trónað á toppnum og er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Þessa dagana er vinsælasti rétturinn sítrónu tagliatelle, með hörpuskel, tígrisrækjum, feykir osti, basil og hvítlaukskröns. Nú geri ég ráð fyrir að jólaréttirnir fari að taka yfir, heitreykta öndin á laufabrauði og rósagrafni laxinn fara gífurlega vel af stað,“ segir Margrét. Duck and Rose sé kominn í jólaskapið. „Í ár erum við með marga jólasmárétti sem mér finnst frábært að panta nokkra og deila með góðum hóp. Við erum virkilega spennt fyrir því að bjóða upp á Styrju Caviar&Blinis í ár sem er fullkomið með kampavíni og dásamleg byrjun á góðri máltíð.“ Lára Björg Gunnarsdóttir Spennandi matseðill og lúxusbröns „Við erum með bæði þriggja og fimm rétta seðil. Í þriggja rétta seðlinum erum við með rósagrafinn lax með rúgbrauðscrumble, dillkremi, fennel, gúrku og eplasalati í forrétt. Í aðalrétt er valette andabringa með rósakáli, beikoni, fíkjum, jarðskokkamauki og sætri trufflusósu og í eftirrétt er bökuð ostakaka með kirsuberjasósu og bökuðu hvítu súkkulaði. Í fimm rétta seðlinum byrjum við á Caviar á Blini förum svo yfir í hátíðar kjúklingalifrar brulee svo er það rósagrafni laxinn, aðalrétturinn Valette Andarbringan og svo bakaða ostakakan. Alla jóla réttina er einnig hægt að fá staka hjá okkur,” segir Margrét. Lára Björg Gunnarsdóttir Þá munu gestir njóta ljúfra tóna meðan þeir borða. „Á aðventunni ætlar Bjartey Sveinsdóttir úr hljómsveitinni Ylju að spila ljúfa tónlist og auðvitað vel valin jólalög. Hún spilaði einnig hjá okkur í fyrra og fékk mikið lof fyrir frá matargestum,” segir Margrét og hvetur fólk til að fylgja Duck and Rose á Instagram og facebook. „Þar verður hægt að sjá hvaða daga Bjartey verður með okkur." Lúxusbrönsinn frábær í jólapakkann Duck and Rose býður upp á bröns alla laugardaga, sunnudaga og stórhátíðardaga, þar sem boðið er upp á úrval af brönsréttum og pönnukökum ásamt öðrum réttum. Lúxusbrönsinn er svo aðalrósin í hnappagatið. „Þar færð þú brönsrétt að eigin vali, pönnukökur með berjum og botnlausa drykki í 2 klukkustundir, til dæmis mímósu, freyðivín, bjór, aperol spritz og Duck&Rose mule. Lúxusbrönsinn er fullkominn í jólapakkann það er hægt að nálgast gjafabréfin á heimasíðunni okkar,“ segir Margrét. Lára Björg Gunnarsdóttir Smáréttir fyrir hópa í veisluþjónustu „Við erum með veisluþjónustu með áherslu á smárétti og bruchettur sem henta smærri og stærri hópum. Veislurnar er hægt að skoða á heimasíðunni okkar og panta þar í gegn en velkomið að senda okkur tölvupóst og eða hringja ef spurningar vakna.” Lára Björg Gunnarsdóttir Matur Veitingastaðir Jól Jólamatur Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Sjá meira
Handgerður íslenskur Burrata Frönsk og ítölsk matargerð er aðalsmerki Duck and Rose. Vinsælasti rétturinn frá opnun staðarins er Burrata ostur með kirsuberjatómötum, fíkjum, basilolíu og ristuðu súrdeigsbrauði en osturinn er íslenskur og er handgerður á Sauðárkróki. Lára Björg Gunnarsdóttir „Við leggjum mikla áherslu á að útbúa matinn frá grunni og veljum besta mögulega hráefnið til þess,“ segir Margrét. Matseðillinn er mjög fjölbreyttur úrval af smáréttum, aðalréttum, pizzum og eftirréttum. „Confit andarlæri hefur einnig alltaf trónað á toppnum og er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Þessa dagana er vinsælasti rétturinn sítrónu tagliatelle, með hörpuskel, tígrisrækjum, feykir osti, basil og hvítlaukskröns. Nú geri ég ráð fyrir að jólaréttirnir fari að taka yfir, heitreykta öndin á laufabrauði og rósagrafni laxinn fara gífurlega vel af stað,“ segir Margrét. Duck and Rose sé kominn í jólaskapið. „Í ár erum við með marga jólasmárétti sem mér finnst frábært að panta nokkra og deila með góðum hóp. Við erum virkilega spennt fyrir því að bjóða upp á Styrju Caviar&Blinis í ár sem er fullkomið með kampavíni og dásamleg byrjun á góðri máltíð.“ Lára Björg Gunnarsdóttir Spennandi matseðill og lúxusbröns „Við erum með bæði þriggja og fimm rétta seðil. Í þriggja rétta seðlinum erum við með rósagrafinn lax með rúgbrauðscrumble, dillkremi, fennel, gúrku og eplasalati í forrétt. Í aðalrétt er valette andabringa með rósakáli, beikoni, fíkjum, jarðskokkamauki og sætri trufflusósu og í eftirrétt er bökuð ostakaka með kirsuberjasósu og bökuðu hvítu súkkulaði. Í fimm rétta seðlinum byrjum við á Caviar á Blini förum svo yfir í hátíðar kjúklingalifrar brulee svo er það rósagrafni laxinn, aðalrétturinn Valette Andarbringan og svo bakaða ostakakan. Alla jóla réttina er einnig hægt að fá staka hjá okkur,” segir Margrét. Lára Björg Gunnarsdóttir Þá munu gestir njóta ljúfra tóna meðan þeir borða. „Á aðventunni ætlar Bjartey Sveinsdóttir úr hljómsveitinni Ylju að spila ljúfa tónlist og auðvitað vel valin jólalög. Hún spilaði einnig hjá okkur í fyrra og fékk mikið lof fyrir frá matargestum,” segir Margrét og hvetur fólk til að fylgja Duck and Rose á Instagram og facebook. „Þar verður hægt að sjá hvaða daga Bjartey verður með okkur." Lúxusbrönsinn frábær í jólapakkann Duck and Rose býður upp á bröns alla laugardaga, sunnudaga og stórhátíðardaga, þar sem boðið er upp á úrval af brönsréttum og pönnukökum ásamt öðrum réttum. Lúxusbrönsinn er svo aðalrósin í hnappagatið. „Þar færð þú brönsrétt að eigin vali, pönnukökur með berjum og botnlausa drykki í 2 klukkustundir, til dæmis mímósu, freyðivín, bjór, aperol spritz og Duck&Rose mule. Lúxusbrönsinn er fullkominn í jólapakkann það er hægt að nálgast gjafabréfin á heimasíðunni okkar,“ segir Margrét. Lára Björg Gunnarsdóttir Smáréttir fyrir hópa í veisluþjónustu „Við erum með veisluþjónustu með áherslu á smárétti og bruchettur sem henta smærri og stærri hópum. Veislurnar er hægt að skoða á heimasíðunni okkar og panta þar í gegn en velkomið að senda okkur tölvupóst og eða hringja ef spurningar vakna.” Lára Björg Gunnarsdóttir
Matur Veitingastaðir Jól Jólamatur Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Sjá meira